Körfubolti

Þrír lykil­menn á­fram hjá deildar­meisturunum

Sindri Sverrisson skrifar
Dedrick Basile verður áfram í herbúðum Njarðvíkur á næstu leiktíð.
Dedrick Basile verður áfram í herbúðum Njarðvíkur á næstu leiktíð. vísir/hulda margrét

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur greindi frá því í dag að Bandaríkjamaðurinn Dedrick Basile myndi snúa aftur til félagsins fyrir næstu leiktíð.

Basile var í lykilhlutverki hjá deildarmeisturum Njarðvíkur í vetur en liðið fór í sumarfrí eftir tap gegn Tindastóli í undnaúrslitum á dögunum. Hann skoraði að meðaltai 18,3 stig og gaf 7,7 stoðsendingar í leik í Subway-deildinni í vetur.

Basile hélt heim til Bandaríkjanna í frí í gær en skrifaði fyrst undir nýjan samning við Njarðvík.

Króatinn Mario Matasovic, sem kom fyrst til Njarðvíkur árið 2018, verður einnig áfram hjá Njarðvík og þá hefur Logi Gunnarsson gefið út að hann muni taka að minnsta kosti eina leiktíð í viðbót með liðinu.

Það er því ljóst að deildarmeistararnir mæta að miklu leyti með sama lið á næstu leiktíð því að auki skrifaði Haukur Helgi Pálsson í fyrra undir samning til þriggja ára við félagið.

Hins vegar er óljóst hvað verður hjá Grikkjanum Fotios Lampropoulos og Ítalanum Nicolas Richotti sem voru burðarásar í Njarðvíkurliðinu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×