Frístundabílinn fram og til baka Ásta Sigríður Guðjónsdóttir skrifar 2. maí 2022 18:32 Í dag geta börn í Garðabæ tekið frístundabíl frá frístundaheimilum grunnskólanna í íþrótta- og tómstundastarf. Þetta einfaldar skipulag fyrir foreldra sem annars þyrftu að skutla börnum hingað og þangað um bæinn. Börnin komast þá á auðveldan og öruggan hátt í sínar tómstundir. Ekki er hægt að segja að þjónustan sé eins góð eftir að tómstundum líkur. Margir foreldrar keppast við að klára verkefnin í vinnunni til þess að geta rokið út og sótt börnin. Bílastæðin við frístundir og íþróttahúsin fyllast, hlaupandi börn og kallandi foreldrar. Nokkuð svipað og í réttum á haustin þegar ærnar jarma og kalla á lömbin sín, svona fyrir þau sem kjósa myndlíkingu. Bætum þjónustuna Hægt væri að þjónusta fjölskyldur betur með því að gera frístundabílinn skilvirkari. Hægt væri að keyra börnum aftur í skólann eftir æfingar og börnin gengið þaðan heim. Einnig væri hægt að fjölga stoppustöðvum þannig að börnin gætu farið úr bílnum nær heimili sínu. Þetta auðveldar ekki bara barnafjölskyldum lífið heldur myndi þessi lausn fækka bílferðum foreldra, minnka vesen og saman værum við að draga úr mengun sem kemur frá útblæstri bíla. Við í Viðreisn viljum að börn í Garðabæ komist örugg í íþróttir og tómstundir. Við viljum líka að þau komist aftur heim og við höfum raunverulegt val í þeim efnum Höfundur er verkefnastjóri og skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag geta börn í Garðabæ tekið frístundabíl frá frístundaheimilum grunnskólanna í íþrótta- og tómstundastarf. Þetta einfaldar skipulag fyrir foreldra sem annars þyrftu að skutla börnum hingað og þangað um bæinn. Börnin komast þá á auðveldan og öruggan hátt í sínar tómstundir. Ekki er hægt að segja að þjónustan sé eins góð eftir að tómstundum líkur. Margir foreldrar keppast við að klára verkefnin í vinnunni til þess að geta rokið út og sótt börnin. Bílastæðin við frístundir og íþróttahúsin fyllast, hlaupandi börn og kallandi foreldrar. Nokkuð svipað og í réttum á haustin þegar ærnar jarma og kalla á lömbin sín, svona fyrir þau sem kjósa myndlíkingu. Bætum þjónustuna Hægt væri að þjónusta fjölskyldur betur með því að gera frístundabílinn skilvirkari. Hægt væri að keyra börnum aftur í skólann eftir æfingar og börnin gengið þaðan heim. Einnig væri hægt að fjölga stoppustöðvum þannig að börnin gætu farið úr bílnum nær heimili sínu. Þetta auðveldar ekki bara barnafjölskyldum lífið heldur myndi þessi lausn fækka bílferðum foreldra, minnka vesen og saman værum við að draga úr mengun sem kemur frá útblæstri bíla. Við í Viðreisn viljum að börn í Garðabæ komist örugg í íþróttir og tómstundir. Við viljum líka að þau komist aftur heim og við höfum raunverulegt val í þeim efnum Höfundur er verkefnastjóri og skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar