Körfubolti

Baldur Þór: Þetta er bara sturlun

Ísak Óli Traustason skrifar
Baldur Þór Ragnarsson var í skýjunum eftir sigur sinna manna í kvöld.
Baldur Þór Ragnarsson var í skýjunum eftir sigur sinna manna í kvöld. vísir/bára

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var ánægður með sigur sinna manna á Njarðvík í kvöld.

„Líður mjög vel, þetta var geggjað dæmi,“ sagði Baldur.

Tindastóll átti góðan þriðja leikhluta þar sem þeir lögðu grunnin að sigrinum með því að komast í 7 stiga forustu, Baldur tók undir að sá leikhluti hefði verið góður hjá sínu liði.

„Þvílíkur stuðningur hérna,“ sagði Baldur.

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls átti sinn besta leik í seríunni og líklega á tímabilinu en hann skilaði 20 stigum og 9 fráköstum af bekknum (þar af 5 sóknarfráköst).

„Siggi er risastór hérna í þessum leik, rúllar vel á hringinn, setur góðar hindranir og gerði vel,“ sagði Baldur.

Taiwo Badmus og Pétur Rúnar Birgisson, leikmenn Tindastóls voru stigalausir í hálfleik.

„Njarðvík gera vel þeir hætta með Mario á honum (Badmus) og fara með Hauk (Haukur Helgi Pálsson) á hann og Haukur er frábær einn á einn varnarmaður, hann náði svolítið að loka á hann,“ sagði Baldur.

„Okkur fannst við bara geta tekið þetta í hálfleik, þetta var jafn leikur og okkur fannst við vera að fá góð skot menn voru að sjá hlutina sem þeir vildu sjá og við ætluðum bara að negla niður vítum og negla niður skotum og klára þennan leik því að okkur fannst varnarleikurinn okkar vera þéttur,“ sagði Baldur.

Síkið var troðfullt af áhorfendum í kvöld og þakkaði Baldur fyrir stuðninginn.

„Þetta er bara sturlun, þetta er bara það geggjaðasta sem að maður tekur þátt í, frábærir áhorfendur,“ sagði Baldur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×