Körfubolti

Martin kominn í undanúrslit EuroCup

Atli Arason skrifar
Martin Hermannsson var með tvöfalda tvennu í kvöld.
Martin Hermannsson var með tvöfalda tvennu í kvöld. Getty Images

Martin Hermannsson og félagar í Valencia eru komnir í undanúrslit EuroCup eftir 98-85 sigur á Levallois á heimavelli í 8-liða úrslitum.

Martin var með tvöfalda tvennu í leiknum en hann skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar á rúmum 22 mínútum.

Valencia mætir Virtus Bologna í undanúrslitum næsta þriðjudag. Bologna sló Ulm út í 8-liða úrslitum. MoraBanc Andorra og Bursaspor mætast í hinni undanúrslita viðureigninni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.