Aliyah Collier: Börðumst allar mínúturnar Árni Jóhannsson skrifar 25. apríl 2022 21:30 Aliyah A'taeya Collier var hreint út sagt stórkostleg í liði Njarðvíkur í kvöld Vísir/Vilhelm Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn fyrir Njarðvíkinga þegar þær grænklæddu lögðu Hauka í leik númer þrjú í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna fyrr í kvöld. Leikið var í Ólafssal á Ásvöllum og enduðu leikar 69-78 fyrir Njarðvík sem taka forystuna í einvíginu 2-1 og eiga heimaleik þar sem hægt verður að tryggja sér titilinn. Aliyah var spurð að því hvernig henni liði strax eftir svona frábæran en erfiðan sigur. „Mér líður mjög vel með þetta. Við gáfumst aldrei upp og börðumst alveg þangað til á lokamínútunum og það er það sem skilaði sigrinum í kvöld.“ Aliyah skoraði 38 stig og tók 20 fráköst í leiknum og var hún spurð út í hvaða hlutverk þjálfarar hennar væru að leggja á hana. „Rúnar segir mér bara að vera ég sjálf og spila minn leik og vera leiðtoginn. Ég þarf að komast í minn takt og koma liðsfélögum mínum í sama takt og þá sérstaklega varnarlega. Við lifum á varnarleiknum og ef ég er að gera vel varnarlega og liðsfélagar mínir elta mig í því þá eigum við alltaf séns.“ Þrátt fyrir að Njarðvíkingar lifi á varnarleiknum þá voru sóknarfráköstin rosalega stór partur af sigri þeirra í kvöld og var Aliyah spurð út í þessa sóknarfrákasta baráttur og hlutverk hennar í sjálfsmynd hennar og liðsins. „Þetta er klárlega hluti af sjálfsmyndinni. Mér finnst ég þurfa að vera á fullu allan tímann. Í byrjun er ég alltaf að og þá gerast góðir hlutir og fráköstin detta til mín.“ Íslandsmeistaratitillinn er í augnsýn og var Aliyah spurð að því hvað væri umræðan á milli liðsmanna Njarðvíkur á milli leikja. „Að við þurfum að mæta með sömu orku í næsta leik. Hann verður erfiður því og við höfum ekki náð að vinna þær á heimavelli hingað til þannig að þetta verður áhugavert. Ég er ekki í vafa um það að við getum unnið þær en við þurfum að koma með A leikinn okkar. Við þurfum að vera tilbúnar, halda einbeitingu og spila á fullu á fimmtudaginn.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 69-78 | Njarðvík í kjörstöðu eftir enn einn útisigurinn Áfram halda liðin að vinna útileiki í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Njarðvík er nú í kjörstöðu eftir magnaðan sigur í Ólafssal í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. 25. apríl 2022 22:04 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Leikið var í Ólafssal á Ásvöllum og enduðu leikar 69-78 fyrir Njarðvík sem taka forystuna í einvíginu 2-1 og eiga heimaleik þar sem hægt verður að tryggja sér titilinn. Aliyah var spurð að því hvernig henni liði strax eftir svona frábæran en erfiðan sigur. „Mér líður mjög vel með þetta. Við gáfumst aldrei upp og börðumst alveg þangað til á lokamínútunum og það er það sem skilaði sigrinum í kvöld.“ Aliyah skoraði 38 stig og tók 20 fráköst í leiknum og var hún spurð út í hvaða hlutverk þjálfarar hennar væru að leggja á hana. „Rúnar segir mér bara að vera ég sjálf og spila minn leik og vera leiðtoginn. Ég þarf að komast í minn takt og koma liðsfélögum mínum í sama takt og þá sérstaklega varnarlega. Við lifum á varnarleiknum og ef ég er að gera vel varnarlega og liðsfélagar mínir elta mig í því þá eigum við alltaf séns.“ Þrátt fyrir að Njarðvíkingar lifi á varnarleiknum þá voru sóknarfráköstin rosalega stór partur af sigri þeirra í kvöld og var Aliyah spurð út í þessa sóknarfrákasta baráttur og hlutverk hennar í sjálfsmynd hennar og liðsins. „Þetta er klárlega hluti af sjálfsmyndinni. Mér finnst ég þurfa að vera á fullu allan tímann. Í byrjun er ég alltaf að og þá gerast góðir hlutir og fráköstin detta til mín.“ Íslandsmeistaratitillinn er í augnsýn og var Aliyah spurð að því hvað væri umræðan á milli liðsmanna Njarðvíkur á milli leikja. „Að við þurfum að mæta með sömu orku í næsta leik. Hann verður erfiður því og við höfum ekki náð að vinna þær á heimavelli hingað til þannig að þetta verður áhugavert. Ég er ekki í vafa um það að við getum unnið þær en við þurfum að koma með A leikinn okkar. Við þurfum að vera tilbúnar, halda einbeitingu og spila á fullu á fimmtudaginn.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 69-78 | Njarðvík í kjörstöðu eftir enn einn útisigurinn Áfram halda liðin að vinna útileiki í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Njarðvík er nú í kjörstöðu eftir magnaðan sigur í Ólafssal í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. 25. apríl 2022 22:04 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Njarðvík 69-78 | Njarðvík í kjörstöðu eftir enn einn útisigurinn Áfram halda liðin að vinna útileiki í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Njarðvík er nú í kjörstöðu eftir magnaðan sigur í Ólafssal í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. 25. apríl 2022 22:04