Þetta er ekki boðlegt Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir skrifa 22. apríl 2022 09:00 Á fundi fjölskyldu- og fræðslunefndar Ölfuss sem haldinn var 7. apríl sl. voru m.a. teknar fyrir tillögur frá Sjálfstæðisflokki sem snúa að mótun stefnu sveitarfélagsins Ölfuss í málefnum eldri borgara, stöðu fólks með fötlun og hugmyndafræðilegum undirbúningi að nýjum leikskóla í Þorlákshöfn. Allt eru þetta verkefni sem löngu eru tímabær og eðlilegt er að taka fyrir á þessum vettvangi en bara alls ekki á þessum tímapunkti þegar örfáir dagar eru til sveitarstjórnarkosninga. Í þessu sambandi má nefna að ætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks er sú að drög að stefnu í öldrunarmálum í sveitarfélaginu verði tilbúin eigi síðar en 29. apríl n.k. en engin vinna hefur farið fram til þessa. Í fundargerðinni kemur fram að byrjað verði á nýjum leikskóla í Þorlákshöfn innan fárra vikna og það jafnframt opinberað að engin stefnumótandi vinna hafi farið fram vegna hans. Það er reyndar mjög sérstakt að ekki liggi margra mánaða, jafnvel ára vinna að baki þar sem Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir þegar Leikskólinn Bergheimar var einkavæddur að fulltrúar flokksins væru ekki sérfræðingar í rekstri leikskóla. Þá á einnig að keyra í gegn fyrir sveitarstjórnarkosningar stefnumótandi vinnu vegna málefna fatlaðs fólks í sveitarfélaginu. Eins og fram kemur í bókun með tillögunum getur bæjarstjórn skipað nefndir til að vinna að afmörkuðum verkefnum en umboð slíkra nefnda fellur sjálfkrafa niður við lok kjörtímabils bæjarstjórnar. Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn 28. apríl n.k. og fyrst að honum loknum gætu þessar nefndir mögulega tekið til starfa, rúmum tveimur vikum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Hinn eðlilegi farvegur er að ákvarðanir um aðgerðir og framkvæmdir séu teknar í kjölfar mótaðrar stefnu en ekki öfugt. Það er í besta falli vanmat á þessum verkefnum að ætla að hægt sé að móta stefnur á svo stuttum tíma í samráði og samtali við alla hagaðila. Annað er að þessi ákvörðun á þessum tímapunkti felur í sér mikla vanvirðingu við það fólk sem nýtir þá þjónustu sem um ræðir og á skilið að vandað sé til verka sem og það fólk sem sæti hefur tekið á listum, öðrum en Sjálfstæðisflokks, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þá skýtur það einnig mjög skökku við að meirihluti Sjálfstæðisflokks hafi flotið stefnulaus allt þetta kjörtímabil í þessum stóru, viðkvæmu og mikilvægu málaflokkum. Hvernig stendur á því að tíminn hefur verið jafn illa nýttur sem raun ber vitni? Vöndum vinnubrögðin, sýnum sanngirni og heiðarleika og vinnum saman að þessum framfaramálum eftir kosningar. Þetta er ekki boðlegt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti H-lista í Ölfusi.Hrönn Guðmundsdóttir, oddviti B-lista í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á fundi fjölskyldu- og fræðslunefndar Ölfuss sem haldinn var 7. apríl sl. voru m.a. teknar fyrir tillögur frá Sjálfstæðisflokki sem snúa að mótun stefnu sveitarfélagsins Ölfuss í málefnum eldri borgara, stöðu fólks með fötlun og hugmyndafræðilegum undirbúningi að nýjum leikskóla í Þorlákshöfn. Allt eru þetta verkefni sem löngu eru tímabær og eðlilegt er að taka fyrir á þessum vettvangi en bara alls ekki á þessum tímapunkti þegar örfáir dagar eru til sveitarstjórnarkosninga. Í þessu sambandi má nefna að ætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks er sú að drög að stefnu í öldrunarmálum í sveitarfélaginu verði tilbúin eigi síðar en 29. apríl n.k. en engin vinna hefur farið fram til þessa. Í fundargerðinni kemur fram að byrjað verði á nýjum leikskóla í Þorlákshöfn innan fárra vikna og það jafnframt opinberað að engin stefnumótandi vinna hafi farið fram vegna hans. Það er reyndar mjög sérstakt að ekki liggi margra mánaða, jafnvel ára vinna að baki þar sem Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir þegar Leikskólinn Bergheimar var einkavæddur að fulltrúar flokksins væru ekki sérfræðingar í rekstri leikskóla. Þá á einnig að keyra í gegn fyrir sveitarstjórnarkosningar stefnumótandi vinnu vegna málefna fatlaðs fólks í sveitarfélaginu. Eins og fram kemur í bókun með tillögunum getur bæjarstjórn skipað nefndir til að vinna að afmörkuðum verkefnum en umboð slíkra nefnda fellur sjálfkrafa niður við lok kjörtímabils bæjarstjórnar. Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn 28. apríl n.k. og fyrst að honum loknum gætu þessar nefndir mögulega tekið til starfa, rúmum tveimur vikum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Hinn eðlilegi farvegur er að ákvarðanir um aðgerðir og framkvæmdir séu teknar í kjölfar mótaðrar stefnu en ekki öfugt. Það er í besta falli vanmat á þessum verkefnum að ætla að hægt sé að móta stefnur á svo stuttum tíma í samráði og samtali við alla hagaðila. Annað er að þessi ákvörðun á þessum tímapunkti felur í sér mikla vanvirðingu við það fólk sem nýtir þá þjónustu sem um ræðir og á skilið að vandað sé til verka sem og það fólk sem sæti hefur tekið á listum, öðrum en Sjálfstæðisflokks, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þá skýtur það einnig mjög skökku við að meirihluti Sjálfstæðisflokks hafi flotið stefnulaus allt þetta kjörtímabil í þessum stóru, viðkvæmu og mikilvægu málaflokkum. Hvernig stendur á því að tíminn hefur verið jafn illa nýttur sem raun ber vitni? Vöndum vinnubrögðin, sýnum sanngirni og heiðarleika og vinnum saman að þessum framfaramálum eftir kosningar. Þetta er ekki boðlegt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti H-lista í Ölfusi.Hrönn Guðmundsdóttir, oddviti B-lista í Ölfusi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun