Handbolti

Markadrottningin utan hóps í kvöld

Sindri Sverrisson skrifar
Ísland vann frækinn sigur á Serbíu á Ásvöllum fyrr í undankeppninni og á þess vegna von um að komast í lokakeppni EM.
Ísland vann frækinn sigur á Serbíu á Ásvöllum fyrr í undankeppninni og á þess vegna von um að komast í lokakeppni EM. vísir/Jónína

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson hefur tilkynnt hvaða sextán leikmenn mæta Svíum í kvöld í næstsíðasta leik Íslands í undankeppni EM kvenna í handbolta.

Ísland er í baráttu um sæti í lokakeppni EM og ljóst er að sú barátta mun standa fram í lokaleikinn gegn Serbíu ytra á laugardaginn.

Leikurinn á Ásvöllum í kvöld er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni og er frítt á leikinn í boði Icelandair. Húsið opnar klukkan 19 en leikurinn hefst klukkan 19:45.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, sem varð markadrottning Olís-deildarinnar í vetur með því að skora 127 mörk fyrir HK, er ekki í leikmannahópnum í kvöld. Hópinn skipa hins vegar eftirtaldir leikmenn:

Markverðir:

  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (37/1)
  • Hafdís Renötudóttir, Fram (34/1)

Aðrir leikmenn:

  • Andrea Jacobsen, Kristianstad (29/30)
  • Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (12/12)
  • Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (49/80)
  • Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (88/98)
  • Karen Knútsdóttir, Fram (104/370)
  • Lovísa Thompson, Valur (27/64)
  • Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór (3/2)
  • Rut Jónsdóttir, KA/Þór (106/223)
  • Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (10/30)
  • Steinunn Björnsdóttir, Fram (36/50)
  • Sunna Jónsdóttir, ÍBV (65/50)
  • Thea Imani Sturludóttir, Valur (52/82)
  • Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (36/41)
  • Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (111/327)

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×