Handbolti

Sú markahæsta búin að semja í Svíþjóð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir leikur í sænska boltanum næstu árin.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir leikur í sænska boltanum næstu árin. Önnered

Stórskyttan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er gengin til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Önnered.

Jóhanna Margrét sló í gegn með HK í Olísdeildinni í vetur en þessi tvítuga skytta varð markahæst í deildinni með 127 mörk en HK hafnaði í næstneðsta sæti deildarinnar.

Hún gerir þriggja ára samning við Önnered sem varð í 2.sæti sænsku deildarinnar í vetur en féll þó úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þar í landi.

Jóhanna hefur fengið smjörþefinn af því að leika með A-landsliði Íslands en hún hefur tekið þátt í þremur A-landsleikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.