Körfubolti

Vill fá LeBron í þáttinn þar sem hann hefur ekkert betra að gera

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
LeBron James er kominn í sumarfrí.
LeBron James er kominn í sumarfrí. Christian Petersen/Getty Images

Charles Barkley, fyrrverandi goðsögn í NBA-deildinni, er einn af stjórnendum þáttarins Inside the NBA. Barkley vill fá LeBron James, ofurstjörnu Los Angeles Lakers, í þáttinn þar sem hann hefur ekkert betra að gera fyrst Lakers eru ekki í úrslitakeppninni.

Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er farin á fleygiferð en LeBron James og liðsfélagar hans í Los Angeles Lakers eru hins vegar farnir í sumarfrí eftir skelfingar tímabil. Hinn 37 ára gamli LeBron átti persónulega mjög gott tímabil en hann virtist oft á tíðum eini leikmaður liðsins með meðvitund.

Nú hefur hinn 59 ára gamli Charles Barkley, fyrrum leikmaður Phildelphia 76ers, Phoenix Suns og Houston Ruckets, sent Lebron væga pillu. Ásamt Ernie Johnson Jr. Shaquille O´Neal og Kenny Smith þá stýrir Barkley þættinum Inside the NBA sem er einn vinsælasti sjónvarpsþátturinn vestanhafs þegar kemur að NBA-deildinni.

Barkley vill ólmur fá LeBron í þáttinn á meðan úrslitakeppnin er í gangi og hefur sagt beint út að LeBron hafi ekkert betra að gera hvort eð er.

Óvíst er hvort LeBron taki boðinu en það er ljóst að sá þáttur yrði einkar áhugaverður ef af því verður.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×