Kjósum oftar í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 19. apríl 2022 08:30 Frá því vinstri græn buðu fyrst fram í Kópavogi hefur alltaf verið lögð áhersla á íbúalýðræði, sem nú er ýmist kallað þátttökulýðræði eða íbúasamráð. VG fékk samþykkta fyrstu tillögu um þetta efni í Kópavogi í nóvember 2012. Um svipað leyti var farið af stað með verkefni á Akureyri og í Reykjavík þ.s. íbúum gafst kostur á að velja um hvaða verkefni til bætingar umhverfisins ættu að njóta forgangs. Öll þessi verkefni byggja á hugmyndafræðinni um þátttökufjárlagagerð sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Kjósum um skipulagsbreytingar Næstu skref í þessa átt ættu að vera aukin aðkoma íbúa þegar kemur að skipulagsbreytingum í grónum hverfum. Það væri hægt að gera með því að bjóða íbúum, ýmist í hverfinu sem í hlut á, eða öllum bænum, að velja milli nokkurra valkosta um breytt skipulag. Þannig væru auknar líkur á að samstaða næðist og að sátt yrði um lokaniðurstöðuna. Markmiðið væri þá ekki að hámarka arðsemi þeirra sem ættu byggingarrétt, heldur að sátt náist í samfélaginu. Nýlegt dæmi um þetta í Kópavogi eru Traðar- og Fannborgarreitirnir. Skipulag og uppbygging reitanna hefur mætt andstöðu meðal íbúa, að stærstum hluta til vegna mikils byggingarmagns, en einnig vegna skuggavarps, umferðaraukningar, aðgengis, áhrifa á veður og vinda og fleiri þátta. Það er alltaf þannig þegar byggt er í grónum hverfum að sjónarmið eru mismunandi og íbúarnir sem fyrir eru vilja hafa eitthvað um málið að segja. Hagsmunir íbúanna eru nefnilega ekkert ómerkilegri en hagsmunir verktakanna. En þá þarf sveitarfélagið, í samvinnu við íbúana, að finna lausnir. Rafrænar íbúakosningar Íbúakosningar geta nú orðið verið rafrænar og auðvelt að leita sjónarmiða íbúa með þeim hætti. Það er ekki nóg að geta gert athugasemdir við skipulag sem í raun er þegar ákveðið, oft vegna hagsmuna verktaka. Slíkum athugasemdum er oftast ýtt út af borðinu og fólk fær á tilfinninguna að það hafi engin raunveruleg áhrif. Þessu er auðvelt að breyta, en til þess þarf vilja. Þann vilja hafa vinstri græn. Göngum lengra með VG. Höfundur er læknir og oddviti VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Frá því vinstri græn buðu fyrst fram í Kópavogi hefur alltaf verið lögð áhersla á íbúalýðræði, sem nú er ýmist kallað þátttökulýðræði eða íbúasamráð. VG fékk samþykkta fyrstu tillögu um þetta efni í Kópavogi í nóvember 2012. Um svipað leyti var farið af stað með verkefni á Akureyri og í Reykjavík þ.s. íbúum gafst kostur á að velja um hvaða verkefni til bætingar umhverfisins ættu að njóta forgangs. Öll þessi verkefni byggja á hugmyndafræðinni um þátttökufjárlagagerð sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Kjósum um skipulagsbreytingar Næstu skref í þessa átt ættu að vera aukin aðkoma íbúa þegar kemur að skipulagsbreytingum í grónum hverfum. Það væri hægt að gera með því að bjóða íbúum, ýmist í hverfinu sem í hlut á, eða öllum bænum, að velja milli nokkurra valkosta um breytt skipulag. Þannig væru auknar líkur á að samstaða næðist og að sátt yrði um lokaniðurstöðuna. Markmiðið væri þá ekki að hámarka arðsemi þeirra sem ættu byggingarrétt, heldur að sátt náist í samfélaginu. Nýlegt dæmi um þetta í Kópavogi eru Traðar- og Fannborgarreitirnir. Skipulag og uppbygging reitanna hefur mætt andstöðu meðal íbúa, að stærstum hluta til vegna mikils byggingarmagns, en einnig vegna skuggavarps, umferðaraukningar, aðgengis, áhrifa á veður og vinda og fleiri þátta. Það er alltaf þannig þegar byggt er í grónum hverfum að sjónarmið eru mismunandi og íbúarnir sem fyrir eru vilja hafa eitthvað um málið að segja. Hagsmunir íbúanna eru nefnilega ekkert ómerkilegri en hagsmunir verktakanna. En þá þarf sveitarfélagið, í samvinnu við íbúana, að finna lausnir. Rafrænar íbúakosningar Íbúakosningar geta nú orðið verið rafrænar og auðvelt að leita sjónarmiða íbúa með þeim hætti. Það er ekki nóg að geta gert athugasemdir við skipulag sem í raun er þegar ákveðið, oft vegna hagsmuna verktaka. Slíkum athugasemdum er oftast ýtt út af borðinu og fólk fær á tilfinninguna að það hafi engin raunveruleg áhrif. Þessu er auðvelt að breyta, en til þess þarf vilja. Þann vilja hafa vinstri græn. Göngum lengra með VG. Höfundur er læknir og oddviti VG í Kópavogi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun