Framtíð Hamarshallarinnar Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 15. apríl 2022 12:01 Hvergerðingar urðu fyrir miklu eignatjóni í einu fárviðra vetrarins þegar Hamarshöllin féll. Þetta var mikið áfall fyrir íþróttalífið það þurfti að gera ráðstafanir og fá hjálp úr öðrum sveitarfélögum svo sem minnst rof yrði á æfingum barnanna. Þakkir til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóg til að halda starfinu gangandi og þakkir til sjálfboðaliðanna sem tóku þátt í því að hreinsa til og koma dúknum í verð sem lið í fjáröflun fyrir íþróttafélagið Hamar. Hvað segja gögnin? Á bæjarstjórnarfundi Hveragerðisbæjar þann 13. apríl síðastliðinn var tekin fyrir skýrsla verkfræðinga sem hafði að geyma þá kosti sem væru í stöðunni til uppbyggingar. Ákveðin vonbrigði voru þó með skýrsluna þar sem hún hafði ekki að geyma öll þau gögn sem bæjarráð hafði óskað eftir. Minnihlutinn, fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis fóru þá á leit við aðila sem gaf verð í stálgrindarhús með dúk en upphitað. Verðið og tímarammi uppsetningar var í takt við loftborið hús. Nýjar upplýsingar Með nýjar upplýsingar í sínum fórum óskuðu fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis eftir því að skýrslan yrði lögð fram til kynningar en ákvörðun yrði tekin á næsta bæjarstjórnarfundi eða 28. apríl næstkomandi. Mikla virðingu hefði ég borið fyrir þeirri ákvörðun, hefði meirihluti Sjálfstæðismanna verið tilbúin til á hlusta á kynningu í ljósi nýrra gagna og þá jafnvel hægt að slá þá tillögu alveg út af borðinu reyndist hún ekki raunhæf. Mögulega er dúkhýsi besta lausnin, mögulega er samt sem áður stálgrindarhús með dúk, upphitað ákveðin millilending í þessu máli. Framtíðin Það er gríðarlega mikilvægt í öllu ferli innan sveitarstjórnar að taka upplýsta ákvörðun um verkefnin á grundvelli faglegra gagna. Það er einnig mikilvægt að skapa sem mesta sátt í bæjarfélaginu um framtíð íþróttastarfsins og það gerum við á grundvelli upplýsingar. Þannig viljum við í Framsókn í Hveragerði vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 1. sæti lista Framsóknar í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Hamar Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvergerðingar urðu fyrir miklu eignatjóni í einu fárviðra vetrarins þegar Hamarshöllin féll. Þetta var mikið áfall fyrir íþróttalífið það þurfti að gera ráðstafanir og fá hjálp úr öðrum sveitarfélögum svo sem minnst rof yrði á æfingum barnanna. Þakkir til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóg til að halda starfinu gangandi og þakkir til sjálfboðaliðanna sem tóku þátt í því að hreinsa til og koma dúknum í verð sem lið í fjáröflun fyrir íþróttafélagið Hamar. Hvað segja gögnin? Á bæjarstjórnarfundi Hveragerðisbæjar þann 13. apríl síðastliðinn var tekin fyrir skýrsla verkfræðinga sem hafði að geyma þá kosti sem væru í stöðunni til uppbyggingar. Ákveðin vonbrigði voru þó með skýrsluna þar sem hún hafði ekki að geyma öll þau gögn sem bæjarráð hafði óskað eftir. Minnihlutinn, fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis fóru þá á leit við aðila sem gaf verð í stálgrindarhús með dúk en upphitað. Verðið og tímarammi uppsetningar var í takt við loftborið hús. Nýjar upplýsingar Með nýjar upplýsingar í sínum fórum óskuðu fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis eftir því að skýrslan yrði lögð fram til kynningar en ákvörðun yrði tekin á næsta bæjarstjórnarfundi eða 28. apríl næstkomandi. Mikla virðingu hefði ég borið fyrir þeirri ákvörðun, hefði meirihluti Sjálfstæðismanna verið tilbúin til á hlusta á kynningu í ljósi nýrra gagna og þá jafnvel hægt að slá þá tillögu alveg út af borðinu reyndist hún ekki raunhæf. Mögulega er dúkhýsi besta lausnin, mögulega er samt sem áður stálgrindarhús með dúk, upphitað ákveðin millilending í þessu máli. Framtíðin Það er gríðarlega mikilvægt í öllu ferli innan sveitarstjórnar að taka upplýsta ákvörðun um verkefnin á grundvelli faglegra gagna. Það er einnig mikilvægt að skapa sem mesta sátt í bæjarfélaginu um framtíð íþróttastarfsins og það gerum við á grundvelli upplýsingar. Þannig viljum við í Framsókn í Hveragerði vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 1. sæti lista Framsóknar í Hveragerði.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar