Nei eða já: Westbrook í Lakers var tilraun sem klikkaði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2022 23:31 Strákarnir í þættinum Lögmál leiksins fóru um víðan völl í „Nei eða já“ í síðasta þætti. Stöð 2 Sport Liðurinn „Nei eða já“ var á sínum stað í seinasta þætti af Lögmáli leiksins og rétt eins og fyrri daginn fóru strákarnir um víðan völl. Fyrir þá sem ekki vita þá virkar „Nei eða já“ þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort nei eða já, með tilheyrandi rökstuðningi. Þeir hófu leik á því að velta fyrir sér hvort að Luka Doncic ætti að fá meiri ást þegar kemur að umræðunni um mikilvægasta leikmann deildarinnar. Allir voru þeir sammála því að hann ætti ekki að vera nálægt toppnum, en að hann væri búinn að eiga frábæra undanfarna mánuði. Russel Westbrook, leikmaður Los Angeles Lakers, var svo næsta umræðuefni. Kjartan Atli bað strákana um að segja til um hvort að hann yrði áfram í Lakers-treyju á næsta tímabili og allir voru þeir sammála um að svo yrði ekki. „Nei. Honum verður hent einhvernveginn í burtu þaðan,“ sagði Tómas Steindórsson. „Það er búið að gera hann að scapegoat (í. blóraböggli) þetta tímabilið og hann virðist ekkert vera að falla vel inn í kemestríuna þarna og það er alltaf eitthvað vesen á honum. Þannig ég held að þeir losi sig við hann og fái bara eitthvað jafn dapurt til baka.“ Sigurður Orri Kristjánsson var sammála kollega sínum og sagði að líklega þyrftu Lakers-menn að borga með honum. „Já, heldur betur. Þetta er náttúrulega einn af stærstu samningunum. Þeir þurfa að borga með honum og hann verður ekki í Lakers-treyju á næsta ári held ég,“ sagði Sigurður. „Ég held að þeir séu bara tilbúnir að segja að þessi tilraun klikkaði og Russ verður bara glaður. Hann fer í lélegra lið þar sem hann fær að vera með boltann allan tímann.“ Hörður Unnsteinsson var einnig sammála þeim félögum og gekk svo langt að segja að það væri í raun alveg sama hver kæmi í staðinn. „Já ég held að hann sér farinn. Ég held að það sé alveg klárt,“ sagði Hörður. „Það verður bæting með frádrætti eins og þeir segja að losna við Westbrook úr þessu liði. Og alveg sama í rauninni hvað þeir fá í staðinn, bara koma honum þarna burt.“ Klippa: Lögmál Leiksins: Nei eða Já Þetta voru þó ekki einu umræðuefni „Nei eða já“ því strákarnir veltu líka fyrir sér hvort Atlanta geti slegið Brooklyn út í umspilinu og hvort Rudy Gobert verði vesen fyrir Utah Jazz í úrslitakeppninni. „Nei eða já“ úr síðasta þætti af Lögmál leiksins má sjá í heild sinni spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins Körfubolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira
Fyrir þá sem ekki vita þá virkar „Nei eða já“ þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort nei eða já, með tilheyrandi rökstuðningi. Þeir hófu leik á því að velta fyrir sér hvort að Luka Doncic ætti að fá meiri ást þegar kemur að umræðunni um mikilvægasta leikmann deildarinnar. Allir voru þeir sammála því að hann ætti ekki að vera nálægt toppnum, en að hann væri búinn að eiga frábæra undanfarna mánuði. Russel Westbrook, leikmaður Los Angeles Lakers, var svo næsta umræðuefni. Kjartan Atli bað strákana um að segja til um hvort að hann yrði áfram í Lakers-treyju á næsta tímabili og allir voru þeir sammála um að svo yrði ekki. „Nei. Honum verður hent einhvernveginn í burtu þaðan,“ sagði Tómas Steindórsson. „Það er búið að gera hann að scapegoat (í. blóraböggli) þetta tímabilið og hann virðist ekkert vera að falla vel inn í kemestríuna þarna og það er alltaf eitthvað vesen á honum. Þannig ég held að þeir losi sig við hann og fái bara eitthvað jafn dapurt til baka.“ Sigurður Orri Kristjánsson var sammála kollega sínum og sagði að líklega þyrftu Lakers-menn að borga með honum. „Já, heldur betur. Þetta er náttúrulega einn af stærstu samningunum. Þeir þurfa að borga með honum og hann verður ekki í Lakers-treyju á næsta ári held ég,“ sagði Sigurður. „Ég held að þeir séu bara tilbúnir að segja að þessi tilraun klikkaði og Russ verður bara glaður. Hann fer í lélegra lið þar sem hann fær að vera með boltann allan tímann.“ Hörður Unnsteinsson var einnig sammála þeim félögum og gekk svo langt að segja að það væri í raun alveg sama hver kæmi í staðinn. „Já ég held að hann sér farinn. Ég held að það sé alveg klárt,“ sagði Hörður. „Það verður bæting með frádrætti eins og þeir segja að losna við Westbrook úr þessu liði. Og alveg sama í rauninni hvað þeir fá í staðinn, bara koma honum þarna burt.“ Klippa: Lögmál Leiksins: Nei eða Já Þetta voru þó ekki einu umræðuefni „Nei eða já“ því strákarnir veltu líka fyrir sér hvort Atlanta geti slegið Brooklyn út í umspilinu og hvort Rudy Gobert verði vesen fyrir Utah Jazz í úrslitakeppninni. „Nei eða já“ úr síðasta þætti af Lögmál leiksins má sjá í heild sinni spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins Körfubolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum