Segja Milka þyngri, hægari og fullan af söknuði Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 16:31 Dominykas Milka með boltann í leik gegn Stjörnunni. vísir/bára Eftir að hafa verið einn albesti leikmaður efstu deildar Íslands í körfubolta síðustu tvö tímabil hefur Dominykas Milka ekki náð að láta ljós sitt skína eins vel í vetur. Litháinn var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gær. Í síðustu þremur af fimm leikjum með Keflavík hefur Milka ekki náð að skora tíu stig og það munar svo sannarlega um minna fyrir Keflvíkinga sem verða að láta deildarmeistaratitilinn af hendi. „Maður hefði ekki trúað því hérna í fyrra og hitteðfyrra að þetta væri málið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Milka „Það er rosalega erfitt að festa fingur á það hvað veldur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson og bætti við: „Þeir eru að spila mikið til sömu kerfi og þetta er svipaður leikstíll en það er eins og sjálfstraustið sé komið niður. Hann var alltaf með 8-10 stig úr sóknarfráköstum og einhverju „búllí-búllí“ inni í teig en það er ekki að gerast mikið lengur.“ „Hann saknar Deane Williams,“ benti Kjartan á, en Bretinn Williams yfirgaf Keflvíkinga síðasta sumar eftir að hafa verið útnefndur besti erlendi leikmaður íslensku deildarinnar. Williams gerði varnarleikinn auðveldari fyrir Milka „Klárlega,“ svaraði Hermann Hauksson. „Deane Williams opnaði rosalega mikið plássið fyrir hann undir körfunni. Hann dró menn til sín og skapaði fyrir hann alls konar færi. Hann gerði líka varnarleikinn fyrir Milka enn auðveldari. Hann þarf að spila betri varnarleik núna og getur ekki treyst eins mikið á hjálparvörn. Kannski fer mikið púst í það,“ sagði Hermann. „Mér finnst hann ekki vera í forminu sem hann var í í fyrra. Mér finnst hann vera þyngri og hægari, og ég held að Keflavík verði að nýta einhvern veginn betur hans hæfileika,“ sagði Hermann og færði frekari rök fyrir máli sínu en umræðuna má sjá hér að ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Í síðustu þremur af fimm leikjum með Keflavík hefur Milka ekki náð að skora tíu stig og það munar svo sannarlega um minna fyrir Keflvíkinga sem verða að láta deildarmeistaratitilinn af hendi. „Maður hefði ekki trúað því hérna í fyrra og hitteðfyrra að þetta væri málið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Milka „Það er rosalega erfitt að festa fingur á það hvað veldur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson og bætti við: „Þeir eru að spila mikið til sömu kerfi og þetta er svipaður leikstíll en það er eins og sjálfstraustið sé komið niður. Hann var alltaf með 8-10 stig úr sóknarfráköstum og einhverju „búllí-búllí“ inni í teig en það er ekki að gerast mikið lengur.“ „Hann saknar Deane Williams,“ benti Kjartan á, en Bretinn Williams yfirgaf Keflvíkinga síðasta sumar eftir að hafa verið útnefndur besti erlendi leikmaður íslensku deildarinnar. Williams gerði varnarleikinn auðveldari fyrir Milka „Klárlega,“ svaraði Hermann Hauksson. „Deane Williams opnaði rosalega mikið plássið fyrir hann undir körfunni. Hann dró menn til sín og skapaði fyrir hann alls konar færi. Hann gerði líka varnarleikinn fyrir Milka enn auðveldari. Hann þarf að spila betri varnarleik núna og getur ekki treyst eins mikið á hjálparvörn. Kannski fer mikið púst í það,“ sagði Hermann. „Mér finnst hann ekki vera í forminu sem hann var í í fyrra. Mér finnst hann vera þyngri og hægari, og ég held að Keflavík verði að nýta einhvern veginn betur hans hæfileika,“ sagði Hermann og færði frekari rök fyrir máli sínu en umræðuna má sjá hér að ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira