Fyrir hverja er foreldrafræðsla? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 29. mars 2022 09:00 Í heiminn kemur lítið kraftaverk - öskrandi, klístrað og dásamlegt kraftaverk. Nýbakaðir foreldrar hafa varið tíma í að undirbúa komu erfingjans. Ef til vill hafa ættingjar og vinir lagt hönd á plóg við undirbúninginn. Sett saman vöggu, útbúið barnaherbergi, prjónað heimfarasett eða hafa keypt svo lítil föt að ómögulegt er að ímynda sér að nokkur mannvera muni passa í þau. Svo kemur þessi litla mannvera í heiminn og heimurinn snýst á hvolf. Aðstæður foreldra eru misjafnar, sumir svífa um á bleiku skýi í kjölfar fæðingar, aðrir ganga í gegnum veikindi, upplifa erfiðar tilfinningar, sumir hafa stórt stuðningsnet, aðrir ekki og einhverjir fá jafnvel ekki tækifæri til þess að mynda tengingu við nýburann sinn. Það sem allir foreldrar eiga þó sameiginlegt er að lífið er breytt til frambúðar. Nú er lítil ósjálfbjarga mannvera algjörlega upp á foreldrana komin. Og hvað nú? Það er afar áhugavert að velta því fyrir sér hvers vegna það hefur ekki tíðkast hér á landi að foreldrar sækist eftir fræðslu um ýmsa þætti í tengslum við uppeldi, stærsta hlutverkið sem við fáum í lífinu. Allir vilja að börnum sínum líði vel og að þeim farnist vel í framtíðinni. Tækifæri og aðstæður foreldra eru auðvitað misjafnar og þekking og reynsla þeirra mismikil þegar í aðstæðurnar er komið. Það er því miður stundum þannig að foreldrar upplifa að það sé ,,tabú” að sækja sér fræðslu um þroska barna, uppeldi, samskipti og svo margt fleira sem foreldrar fást við. Hefur þú velt því fyrir þér hvernig viðhorfin þín eru gagnvart foreldrafræðslu? Foreldrar virðast oft á tíðum halda að með því að sækja sér fræðslu viðurkenni þeir vanmátt sinn, að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Þarna liggur stór misskilningur – það er einmitt merki um mikinn styrk að viða að sér þekkingu, læra um mismunandi uppeldisaðferðir, læra af fagaðilum og öðrum foreldrum. Uppeldi er nefnilega samvinnuverkefni, að því koma ekki bara foreldrar heldur líka ömmur og afar, frænkur og frændur, starfsmenn leikskóla og skóla, íþróttafélögin, vinir og vandamenn, jafnvel fagaðilar. Með tilkomu nýrrar námsleiðar hjá Háskóla Íslands, Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, er að stækka ný starfsstétt hér á landi. Foreldra- og uppeldisráðgjöfum fer fjölgandi og er markmið þeirra að styðja við og styrkja foreldra í krefjandi hlutverki sínu. Þessir nýju fagaðilar eru komnir til að vera og eitt af fyrstu verkefnum þeirra er að hvetja til hugarfarsbreytingar. Ef við hjálpumst að, öll sem eitt, getum við breytt þessu hugarfari, að foreldrafræðsla sé ,,tabú“. Foreldrafræðsla er fyrir alla. Alla þá sem vilja auka eigin vellíðan og vellíðan barna sinna. Kraftaverkið okkar getur verið svo nýtt að klístrið sé varla runnið af. Kraftaverkið getur líka verið að ganga í gegnum áskoranir unglingsáranna eða að feta fyrstu skref fullorðinsáranna og allt þar á milli. Innan foreldrafræðslu er pláss fyrir alla foreldra, óháð aldri barnanna. Fræðumst, lærum og ræðum saman til þess að fyrirbyggja vanda. Við þurfum ekki að bíða eftir því að áskoranirnar í uppeldinu verði svo stórar að þær virðist óyfirstíganlegar. Verum skrefinu á undan. Ákvarðanir sem við tökum núna hafa áhrif á framtíð okkar og barnanna okkar. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Börn og uppeldi Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í heiminn kemur lítið kraftaverk - öskrandi, klístrað og dásamlegt kraftaverk. Nýbakaðir foreldrar hafa varið tíma í að undirbúa komu erfingjans. Ef til vill hafa ættingjar og vinir lagt hönd á plóg við undirbúninginn. Sett saman vöggu, útbúið barnaherbergi, prjónað heimfarasett eða hafa keypt svo lítil föt að ómögulegt er að ímynda sér að nokkur mannvera muni passa í þau. Svo kemur þessi litla mannvera í heiminn og heimurinn snýst á hvolf. Aðstæður foreldra eru misjafnar, sumir svífa um á bleiku skýi í kjölfar fæðingar, aðrir ganga í gegnum veikindi, upplifa erfiðar tilfinningar, sumir hafa stórt stuðningsnet, aðrir ekki og einhverjir fá jafnvel ekki tækifæri til þess að mynda tengingu við nýburann sinn. Það sem allir foreldrar eiga þó sameiginlegt er að lífið er breytt til frambúðar. Nú er lítil ósjálfbjarga mannvera algjörlega upp á foreldrana komin. Og hvað nú? Það er afar áhugavert að velta því fyrir sér hvers vegna það hefur ekki tíðkast hér á landi að foreldrar sækist eftir fræðslu um ýmsa þætti í tengslum við uppeldi, stærsta hlutverkið sem við fáum í lífinu. Allir vilja að börnum sínum líði vel og að þeim farnist vel í framtíðinni. Tækifæri og aðstæður foreldra eru auðvitað misjafnar og þekking og reynsla þeirra mismikil þegar í aðstæðurnar er komið. Það er því miður stundum þannig að foreldrar upplifa að það sé ,,tabú” að sækja sér fræðslu um þroska barna, uppeldi, samskipti og svo margt fleira sem foreldrar fást við. Hefur þú velt því fyrir þér hvernig viðhorfin þín eru gagnvart foreldrafræðslu? Foreldrar virðast oft á tíðum halda að með því að sækja sér fræðslu viðurkenni þeir vanmátt sinn, að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Þarna liggur stór misskilningur – það er einmitt merki um mikinn styrk að viða að sér þekkingu, læra um mismunandi uppeldisaðferðir, læra af fagaðilum og öðrum foreldrum. Uppeldi er nefnilega samvinnuverkefni, að því koma ekki bara foreldrar heldur líka ömmur og afar, frænkur og frændur, starfsmenn leikskóla og skóla, íþróttafélögin, vinir og vandamenn, jafnvel fagaðilar. Með tilkomu nýrrar námsleiðar hjá Háskóla Íslands, Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, er að stækka ný starfsstétt hér á landi. Foreldra- og uppeldisráðgjöfum fer fjölgandi og er markmið þeirra að styðja við og styrkja foreldra í krefjandi hlutverki sínu. Þessir nýju fagaðilar eru komnir til að vera og eitt af fyrstu verkefnum þeirra er að hvetja til hugarfarsbreytingar. Ef við hjálpumst að, öll sem eitt, getum við breytt þessu hugarfari, að foreldrafræðsla sé ,,tabú“. Foreldrafræðsla er fyrir alla. Alla þá sem vilja auka eigin vellíðan og vellíðan barna sinna. Kraftaverkið okkar getur verið svo nýtt að klístrið sé varla runnið af. Kraftaverkið getur líka verið að ganga í gegnum áskoranir unglingsáranna eða að feta fyrstu skref fullorðinsáranna og allt þar á milli. Innan foreldrafræðslu er pláss fyrir alla foreldra, óháð aldri barnanna. Fræðumst, lærum og ræðum saman til þess að fyrirbyggja vanda. Við þurfum ekki að bíða eftir því að áskoranirnar í uppeldinu verði svo stórar að þær virðist óyfirstíganlegar. Verum skrefinu á undan. Ákvarðanir sem við tökum núna hafa áhrif á framtíð okkar og barnanna okkar. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun