Ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa Siggeir F. Ævarsson skrifar 28. mars 2022 22:31 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Facebook/Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur var nokkuð rólegur eftir átta stiga tap gegn Keflavík í kvöld og sá greinilega ýmsa ljósa punkta í leik sinna manna. Grindavík hittu afleitlega í kvöld en voru þó í góðum séns undir lokin þar sem þeir minnkuðu muninn í fimm stig. Leiknum lauk þó 78-70 Keflavík í vil. Sverrir tók undir að það sé erfitt að vinna körfuboltaleiki með svona lélega skotnýtingu. „Já algjörlega. Þeir voru mikið grimmari, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við hittum illa og það var eiginlega munurinn þegar upp er staðið. Það er samt bara svolítið ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa.“ Planið hjá Grindavík fyrir leik var m.a. að dæla boltanum inn í teig á Ivan og láta hann sækja á Milka. Sverrir sagði að það plan hefði ekki gengið eftir. „Ég var ekki ánægður með það. Mér fannst hann ekki vera að fara nóg á körfuna heldur sætta sig við stutt stökkskot, ég hefði viljað sjá hann fara meira á hann. Milka var kominn með þrjár villur, þá hefði ég viljað sjá meira. Ivan reyndi það að vísu þarna einu sinni og fékk á sig skref.“ „Það er kannski ekki hans leikur að vera að keyra á menn en ég hefði viljað sjá hann fara ákveðnari á hann. En það er ekki það sem tapar leiknum. Við vorum bara ekki nógu grimmir framan af og svo hittum við hrikalega illa. Við erum að fá fullt af galopnum skotum og menn hjá okkur sem við viljum að séu að fá skotin, eins og Óli til dæmis.“ Lykilmenn Grindavíkur, að Kristni Pálssyni undanskildum, hittu illa í kvöld. Kom það ekkert til greina að leita dýpra á bekkinn til að reyna að hrista upp í hlutunum? „Ég hefði kannski spilað fleirum ef mér hefði fundist koma eitthvað extra með þeim. Mér fannst bara ekkert ganga betur þegar ég var að breyta til, og þá náttúrulega fer maður aftur í lykilmennina. Óli er náttúrulega leiðtogi í þessu liði hjá okkur og kemur hérna með risaþrist. Ef einhver hefði getað klárað þetta fyrir okkur hérna og leitt okkur í gegnum þetta þá hefði það verið hann.“ Útivallargrýlan eltir Grindvíkinga í vetur, en þeir eru með einn allra slakasta árangur deildarinnar á útivelli. Hefur Sverrir ekkert áhyggjur af því uppá framhaldið að gera? „Nei. Mér finnst samt, eins og núna, þegar við erum ekki að spila betur en við gerðum en erum samt inní þessu í restina, það á að sýna okkur það að með því að bæta töluvert í hjá okkur getum við gert ýmislegt, en það er að sjálfsögðu ekki hægt að mæta í neinn leik í þessari deild og láta „out hössla“ okkur útum allan völl. Við gerðum það hér í fyrri hálfleik, vorum bara undir í öllu, og það er sennilega það sem skilur liðin að hér í kvöld þegar upp er staðið.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 78-70 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2022 21:45 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Sverrir tók undir að það sé erfitt að vinna körfuboltaleiki með svona lélega skotnýtingu. „Já algjörlega. Þeir voru mikið grimmari, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við hittum illa og það var eiginlega munurinn þegar upp er staðið. Það er samt bara svolítið ótrúlegt hvað við vorum nálægt þessu miðað við hvað við hittum illa.“ Planið hjá Grindavík fyrir leik var m.a. að dæla boltanum inn í teig á Ivan og láta hann sækja á Milka. Sverrir sagði að það plan hefði ekki gengið eftir. „Ég var ekki ánægður með það. Mér fannst hann ekki vera að fara nóg á körfuna heldur sætta sig við stutt stökkskot, ég hefði viljað sjá hann fara meira á hann. Milka var kominn með þrjár villur, þá hefði ég viljað sjá meira. Ivan reyndi það að vísu þarna einu sinni og fékk á sig skref.“ „Það er kannski ekki hans leikur að vera að keyra á menn en ég hefði viljað sjá hann fara ákveðnari á hann. En það er ekki það sem tapar leiknum. Við vorum bara ekki nógu grimmir framan af og svo hittum við hrikalega illa. Við erum að fá fullt af galopnum skotum og menn hjá okkur sem við viljum að séu að fá skotin, eins og Óli til dæmis.“ Lykilmenn Grindavíkur, að Kristni Pálssyni undanskildum, hittu illa í kvöld. Kom það ekkert til greina að leita dýpra á bekkinn til að reyna að hrista upp í hlutunum? „Ég hefði kannski spilað fleirum ef mér hefði fundist koma eitthvað extra með þeim. Mér fannst bara ekkert ganga betur þegar ég var að breyta til, og þá náttúrulega fer maður aftur í lykilmennina. Óli er náttúrulega leiðtogi í þessu liði hjá okkur og kemur hérna með risaþrist. Ef einhver hefði getað klárað þetta fyrir okkur hérna og leitt okkur í gegnum þetta þá hefði það verið hann.“ Útivallargrýlan eltir Grindvíkinga í vetur, en þeir eru með einn allra slakasta árangur deildarinnar á útivelli. Hefur Sverrir ekkert áhyggjur af því uppá framhaldið að gera? „Nei. Mér finnst samt, eins og núna, þegar við erum ekki að spila betur en við gerðum en erum samt inní þessu í restina, það á að sýna okkur það að með því að bæta töluvert í hjá okkur getum við gert ýmislegt, en það er að sjálfsögðu ekki hægt að mæta í neinn leik í þessari deild og láta „out hössla“ okkur útum allan völl. Við gerðum það hér í fyrri hálfleik, vorum bara undir í öllu, og það er sennilega það sem skilur liðin að hér í kvöld þegar upp er staðið.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 78-70 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2022 21:45 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Grindavík 78-70 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Keflavík vann góðan átta stiga sigur á grönnum sínum frá Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík getur ekki náð Keflavík en aðeins ein umferð er nú eftir áður en úrslitakeppnin hefst. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2022 21:45