Sterkari í sameinaðri rödd Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 24. mars 2022 14:01 Samstarf Norðurlanda er eitt umfangsmesta og elsta svæðasamstarf í heimi og hefur metnað til þess að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Það á rætur sínar að rekja aftur til 1952 sem gerir þetta 70. samstarfsárið. Ísland hefur við verið hluti af samstarfinu frá upphafi og á 7 fulltrúa í ráðinu. Ráðið skipa 87 þingmenn frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Norðurlöndin mynda saman ellefta stærsta efnahagssvæði heimsins og hefur tekist að sníða velferðarkerfin sín að hnattrænu hafkerfi. Reynslan hefur sýnt að þegar Norðurlöndin stíga samstillt skref og eru sameinuð rödd þá hlustar alþjóðasamfélagið. Svo margt áunnist Það er svo margt sem hefur áunnist á þessum tíma, en vinnumarkaður á Norðurlöndunum hefur verið opinn og frjáls í rúmlega 60 ár og Norðurlandabúar hafa getað flutt sig á milli þeirra óhindrað. Norðurlöndin leggja öll sem eitt mikið upp úr því að skapa börnum og ungmennum tækifæri til framhaldsnáms hvarvetna á Norðurlöndunum. Vegna þessa eru Norðurlandabúar m.a. meðal þeirra best menntuðu í heimi. Lögð er áhersla á samstarf um rannsóknir, bæði innan Norðurlandanna og með alþjóðlegum samstarfsaðilum t.d. í loftslagsmálum. Þá stöndum við fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnrétti og það hefur átt stóran þátt í því að skapa hagsæld á vinnumarkaði Norðurlandanna. Atvinnuþátttaka kvenna er ein sú hæsta í heiminum og svo höfum við skapað góðar aðstæður fyrir feður til að fara í fæðingarorlof í auknum mæli. Samvinnan er besta leiðin í krísustjórnun Í marbreytilegu samfélagi þjóða höfum við séð að sterkt og traust bandalag ríkja er ekki sjálfsagt. Því skiptir miklu máli að við stöndum þétt vörð um samstarfið og metum það sem samstarfið hefur haft fram að færa fyrir íslenskt samfélag og Norðurlöndin öll. Samstarfið byggir á gömlum og sterkum grunni sem við eflum með því að tryggja öflug og upplýsandi samskipti. Á þemaþingi Norðurlandaráðs þann 21. mars s.l., var innrás Rússneskra yfirvalda í Úkraínu helst til umræðu ásamt afleiðingum stríðsins. Það hefur haft áhrif á allar ákvarðanir bæði Norðurlandaráðs og norrænna ríkja, en það er aðeins dropi í hafinu til samræmis við þær hörmulegu afleiðingar sem úkraínska þjóðin þarf að þola um þessar mundir. Það skiptir máli að við séum með opin augun fyrir þeim hörmungum sem eiga sér stað. Þau sem koma verst út úr innrásinni eru fatlað fólk, konur, börn og aldraðir. Skilaboðin bæði frá íslenskum yfirvöldum og frá norrænum ríkjum eru skýr, en fordæmingin á hrottalega og tilgangslausa innrás í Úkraínu er algjör! Þetta hefur vakið okkur til umhugsunar og sýnt okkur að aukið milliríkjasamstarf um almannavarnir er nauðsynlegt. Tilmæli Norðurlandaráðs eru m.a. þau að við stofnum norræna almannavarnarsveit og að við leggjum upp með tilraunaverkefni um sameiginlegt útboð á bóluefni ásamt því að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Sömuleiðis var lagt til að stofnað yrði sérstakt ráðherraráð um innviðamál landanna. Með tilmælum Norðurlandaráðs hvetur ráðið norrænar ríkisstjórnir til að fylgja eftir tillögum svokallaðrar „Enestam“ skýrslu, sem fjallar um almannavarnir í Norðurlöndunum. Samvinna er eftir allt besta leiðin til að takast á við krísur og það höfum við Íslendingar svo sannarlega séð að undanförnu, en aðra eins samstöðu höfum við sjaldan séð og það skiptir öllu máli. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fulltrúi í Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Utanríkismál Norðurlandaráð Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Samstarf Norðurlanda er eitt umfangsmesta og elsta svæðasamstarf í heimi og hefur metnað til þess að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Það á rætur sínar að rekja aftur til 1952 sem gerir þetta 70. samstarfsárið. Ísland hefur við verið hluti af samstarfinu frá upphafi og á 7 fulltrúa í ráðinu. Ráðið skipa 87 þingmenn frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Norðurlöndin mynda saman ellefta stærsta efnahagssvæði heimsins og hefur tekist að sníða velferðarkerfin sín að hnattrænu hafkerfi. Reynslan hefur sýnt að þegar Norðurlöndin stíga samstillt skref og eru sameinuð rödd þá hlustar alþjóðasamfélagið. Svo margt áunnist Það er svo margt sem hefur áunnist á þessum tíma, en vinnumarkaður á Norðurlöndunum hefur verið opinn og frjáls í rúmlega 60 ár og Norðurlandabúar hafa getað flutt sig á milli þeirra óhindrað. Norðurlöndin leggja öll sem eitt mikið upp úr því að skapa börnum og ungmennum tækifæri til framhaldsnáms hvarvetna á Norðurlöndunum. Vegna þessa eru Norðurlandabúar m.a. meðal þeirra best menntuðu í heimi. Lögð er áhersla á samstarf um rannsóknir, bæði innan Norðurlandanna og með alþjóðlegum samstarfsaðilum t.d. í loftslagsmálum. Þá stöndum við fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnrétti og það hefur átt stóran þátt í því að skapa hagsæld á vinnumarkaði Norðurlandanna. Atvinnuþátttaka kvenna er ein sú hæsta í heiminum og svo höfum við skapað góðar aðstæður fyrir feður til að fara í fæðingarorlof í auknum mæli. Samvinnan er besta leiðin í krísustjórnun Í marbreytilegu samfélagi þjóða höfum við séð að sterkt og traust bandalag ríkja er ekki sjálfsagt. Því skiptir miklu máli að við stöndum þétt vörð um samstarfið og metum það sem samstarfið hefur haft fram að færa fyrir íslenskt samfélag og Norðurlöndin öll. Samstarfið byggir á gömlum og sterkum grunni sem við eflum með því að tryggja öflug og upplýsandi samskipti. Á þemaþingi Norðurlandaráðs þann 21. mars s.l., var innrás Rússneskra yfirvalda í Úkraínu helst til umræðu ásamt afleiðingum stríðsins. Það hefur haft áhrif á allar ákvarðanir bæði Norðurlandaráðs og norrænna ríkja, en það er aðeins dropi í hafinu til samræmis við þær hörmulegu afleiðingar sem úkraínska þjóðin þarf að þola um þessar mundir. Það skiptir máli að við séum með opin augun fyrir þeim hörmungum sem eiga sér stað. Þau sem koma verst út úr innrásinni eru fatlað fólk, konur, börn og aldraðir. Skilaboðin bæði frá íslenskum yfirvöldum og frá norrænum ríkjum eru skýr, en fordæmingin á hrottalega og tilgangslausa innrás í Úkraínu er algjör! Þetta hefur vakið okkur til umhugsunar og sýnt okkur að aukið milliríkjasamstarf um almannavarnir er nauðsynlegt. Tilmæli Norðurlandaráðs eru m.a. þau að við stofnum norræna almannavarnarsveit og að við leggjum upp með tilraunaverkefni um sameiginlegt útboð á bóluefni ásamt því að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Sömuleiðis var lagt til að stofnað yrði sérstakt ráðherraráð um innviðamál landanna. Með tilmælum Norðurlandaráðs hvetur ráðið norrænar ríkisstjórnir til að fylgja eftir tillögum svokallaðrar „Enestam“ skýrslu, sem fjallar um almannavarnir í Norðurlöndunum. Samvinna er eftir allt besta leiðin til að takast á við krísur og það höfum við Íslendingar svo sannarlega séð að undanförnu, en aðra eins samstöðu höfum við sjaldan séð og það skiptir öllu máli. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fulltrúi í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun