Búnar að bíða í röð síðan á sunnudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2022 16:27 Rita er lengst til vinstri á mynd og Giuls heldur á skilti sem á íslensku gæti útlagst sem: Ég sneri á mér ökklann en er samt mætt! Vísir/Sigurjón Hópur ítalskra kvenna hefur beðið í röð fyrir utan Origo-höllina við Hlíðarenda nær óslitið síðan á sunnudag. Þær freista þess að ná sem bestum stað á tónleikum Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlims strákasveitarinnar One Direction, sem haldnir eru í höllinni í kvöld. Þó að One Direction hafi lagt upp laupana fyrir sex árum trekkja strákarnir greinilega enn að. Við Origo-höllina þreyja hörðustu aðdáendur kulda og vosbúð til að berja átrúnaðargoðið augum. Hópur ítalskra kvenna sem fréttastofa hitti í tónleikaröðinni síðdegis hefur beðið eftir tónleikunum, sem eru þeir fyrstu í Evróputónleikaröð Tomlinsons, í tvö ár. Þær komu til landsins á sunnudag og hafa meira og minna verið í röðinni síðan. „Við lentum, tékkuðum okkur inn á hostelið og komum svo hingað,“ segir Giuls, einn aðdáendanna. Aðeins tími fyrir Louis „Við værum mjög til í að heimsækja Reykjavík en því miður höfum við ekki tíma til þess. Við verðum að vera hér,“ bætir vinkona hennar, Rita, við. „Við höfum bara tíma fyrir Louis. Okkur langaði að gista hérna í röðinni en sáum að það er ekki leyfilegt á Íslandi svo við ákváðum að brjóta ekki lögin. Við áttum á endanum vaktaskipti, fórum upp á hostel og svo aftur í röðina þannig að sumar úr hópnum gætu sofið á nóttunni og skipt svo við aðrar á daginn,“ segir Giuls. Markmiðið er að komast sem næst sviðinu í Origo-höllinni í kvöld. Hópurinn, sem reyndist á breiðu aldursbili - alveg frá 21 árs og upp í 37 ára, treystir einmitt á að ná að minnsta kosti augnsambandi við stjörnuna. Þá láta þær kuldann ekki á sig fá, það eru tónleikarnir í kvöld sem skipta öllu máli. Miklar tilfinningar eru þó í spilinu eins og þær lýsa sjálfar; taugarnar þandar, spenna og kvíði. Hér fyrir neðan má heyra lagið Walls með Louis Tomlinson. Og hér fyrir neðan má hlýða á lagið Night Changes af fjórðu plötu hljómsveitarinnar One Direction, Four. Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 23. mars 2022 20:39 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Þó að One Direction hafi lagt upp laupana fyrir sex árum trekkja strákarnir greinilega enn að. Við Origo-höllina þreyja hörðustu aðdáendur kulda og vosbúð til að berja átrúnaðargoðið augum. Hópur ítalskra kvenna sem fréttastofa hitti í tónleikaröðinni síðdegis hefur beðið eftir tónleikunum, sem eru þeir fyrstu í Evróputónleikaröð Tomlinsons, í tvö ár. Þær komu til landsins á sunnudag og hafa meira og minna verið í röðinni síðan. „Við lentum, tékkuðum okkur inn á hostelið og komum svo hingað,“ segir Giuls, einn aðdáendanna. Aðeins tími fyrir Louis „Við værum mjög til í að heimsækja Reykjavík en því miður höfum við ekki tíma til þess. Við verðum að vera hér,“ bætir vinkona hennar, Rita, við. „Við höfum bara tíma fyrir Louis. Okkur langaði að gista hérna í röðinni en sáum að það er ekki leyfilegt á Íslandi svo við ákváðum að brjóta ekki lögin. Við áttum á endanum vaktaskipti, fórum upp á hostel og svo aftur í röðina þannig að sumar úr hópnum gætu sofið á nóttunni og skipt svo við aðrar á daginn,“ segir Giuls. Markmiðið er að komast sem næst sviðinu í Origo-höllinni í kvöld. Hópurinn, sem reyndist á breiðu aldursbili - alveg frá 21 árs og upp í 37 ára, treystir einmitt á að ná að minnsta kosti augnsambandi við stjörnuna. Þá láta þær kuldann ekki á sig fá, það eru tónleikarnir í kvöld sem skipta öllu máli. Miklar tilfinningar eru þó í spilinu eins og þær lýsa sjálfar; taugarnar þandar, spenna og kvíði. Hér fyrir neðan má heyra lagið Walls með Louis Tomlinson. Og hér fyrir neðan má hlýða á lagið Night Changes af fjórðu plötu hljómsveitarinnar One Direction, Four.
Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 23. mars 2022 20:39 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 23. mars 2022 20:39