Körfubolti

„Gaman að hafa lánað Loga VÍS-bikarinn í smá tíma“

Andri Már Eggertsson skrifar
Arnar Guðjónsson á hliðarlínunni gegn Þór Þorlákshöfn
Arnar Guðjónsson á hliðarlínunni gegn Þór Þorlákshöfn Vísir/Bára Dröfn

Stjarnan varð bikarmeistari í þriðja skiptið á síðustu fjórum tímabilum. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í skýjunum eftir sigur á Þór Þorlákshöfn 93-85.

„Það var gaman að geta lánað Loga Gunnarssyni bikarmeistaratitilinn í smá stund hann átti það skilið hann hefur gert svo mikið fyrir íþróttina,“ sagði Arnar Guðjónsson léttur eftir að hafa endurheimt VÍS-bikarinn af Njarðvík sem vann Stjörnuna í síðustu bikarúrslitum.

Arnar var afar ánægður með spilamennsku Stjörnunnar í leiknum en var ekki mikið að velta sér upp úr því hvað hafi gengið vel í leiknum.

„Ég er ekkert viss hvað gekk vel í leiknum. Við spiluðum góða vörn, þeir klikkuðu á skotum og í seinni hálfleik vorum við þolinmóðir og hægðum á leiknum.“

Stjarnan missti aldrei Þór Þorlákshöfn fram úr sér í seinni hálfleik og var Arnar aðspurður hvort reynsla Stjörnunnar í bikarúrslitum hafði spilað inn í.

„Við vorum að spila við Íslandsmeistara sem slógu okkur út svo það er hellings reynsla í þessu liði.“

Arnar vildi ekki fara að hugsa út í það hvort þessi bikarmeistaratitil sé vítamín fyrir úrslitakeppnina í Subway-deildinni. 

„Það er frábært að vinna VÍS-bikarinn. Mér er drullusama um úrslitakeppnina, við höfum unnið bikarinn þrisvar á síðustu fjórum árum. Við höfum aðeins tapað einum bikarleik á síðustu fjórum árum sem er helvíti gott,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×