Sport

„Líður vel og það er mikil orka“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar að hrista af sér síðustu kílóin.
Gunnar að hrista af sér síðustu kílóin. mynd/mjölnir

Venju samkvæmt hefur verið nóg að gera hjá Gunnari Nelson í bardagavikunni í London en hann er öllu vanur og hefur farið létt í gegnum þetta allt.

Á sama tíma og hann þurfti að losa sig við fimm kíló þurfti Gunnar að fara í fjölda viðtala og mæta í myndatökur hjá UFC. Svo má ekki gleyma því að æfa sömuleiðis.

Írski þjálfarinn hans, John Kavanagh, er sömuleiðis mættur til aðstoðar en Gunnar hefur hann og Luka Jelcic sér til aðstoðar.

Hér að neðan má sjá nýjasta þáttinn af The Grind þar sem Pétur Marinó Jónsson fylgist vel með á bak við tjöldin.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar: Er búinn að vinna í veikleikunum

Gunnar Nelson barðist síðast þegar enginn hafði heyrt orðið Covid. Hann hefur aftur á móti nýtt tímann vel og mætir til London í frábæru formi.

Sato ætlar að klára Gunnar

Gunnar Nelson mun mæta hinum japanska Takashi Sato á UFC-bardagakvöldinu í London næsta laugardagskvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.