Fær rétt á bílastæði í Þingholtunum eftir baráttu fyrir dómstólum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. mars 2022 20:48 Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi eignarrétt mannsins yfir bílastæðinu umdeilda. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag eignarrétt eiganda íbúðar að bílastæði við íbúðarhús hans í Þingholtunum í Reykjavík. Ágreiningur í málinu sneri að því hvort umrætt bílastæði væri sameign allra eigenda íbúða í húsinu eða hvort hún fylgdi íbúð mannsins. Í dómi héraðsdóms kemur fram að húsið hafi verið byggt árið 1983 og í því séu þrjár íbúðir, ein á hverri hæð. Maðurinn, sem er eigandi íbúðarinnar á þriðju hæð, stefndi eigendum hinna íbúðanna til viðurkenningar á eignarrétti sínum yfir umræddu bílastæði. Þá kemur fram að í afsali fyrir íbúðinni á þriðju hæð, sem fylgir risíbúð á fjórðu hæð, hafi komið fram að íbúðinni fylgdi ýmislegt, þar á meðal bílastæði við norðvesturgafl hússins. Kaupsaga íbúðarinnar er rakin í dóminum en í söluyfirliti hennar árið 2019 kemur fram að eigninni fylgi sér bílastæði. Maðurinn byggði málatilbúnað sinn meðal annars á því að upphaflegir eigendur alls hússins hefði ákveðið að umrætt bílastæði skyldi fylgja íbúð hans, og að fyrstu samningar um sölu íbúðanna bæru það með sér. Þá hafi enginn ágreiningur ríkt um bílastæðið frá sölu íbúðanna 1984 þar til í ársbyrjun 2019. Eins kæmi fram í söluyfirliti íbúðarinnar að bílastæðið fylgdi íbúðinni. Í dóminum kemur einnig fram að stefndu, eigendur hinna íbúðanna, hafi boðið manninum að kaupa hlut þeirra í bílastæðinu, eftir að ágreiningur um það reis upp. Því hafnaði maðurinn hins vegar og taldi sig ekki þurfa að kaupa það sem hann ætti. Til vara byggði maðurinn kröfu sína um viðurkenningu á eignarrétti á meira en 20 ára óslitnu og óumdeildu eignarhaldi eigenda íbúðarinnar á bílastæðinu, og því hefði eignarréttur eiganda íbúðarinnar stofnast fyrir hefð. Sögðu manninn þurfa að sanna eignarréttinn Eigendur íbúðanna á annarri og fyrstu töldu hins vegar að bílastæðið væri sameign allra eigenda í húsinu og mótmæltu því að maðurinn ætti beinan eignarrétt að því, eða sérafnotarétt, sem varakrafa mannsins var byggð á. Byggði það meðal annars á því að í eignaskiptayfirlýsingu hússins frá 1984 kæmi ekki fram að bílastæðið, eða aðrir hlutar lóðarinnar, væru í séreign ákveðinna íbúða. Þá byggðu stefndu á ákvæðum laga um fjöleignarhús um að bílastæði á lóð fjöleignarhúss séu sameiginleg og óskipt, nema ákveðið sé í þinglýstum heimildum að tiltekin bílastæði fylgi ákveðnum séreignarhlutum. Því væri sönnunarbyrði fyrir eignarrétti mannsins yfir bílastæðinu á hans eigin herðum. Þá töldu stefndu meðal annars að ef samkomulag um bílastæðið hefði verið gert á sínum tíma hefði ekki verið staðið að því með formlegum eða réttum hætti og það því ekki gilt. Eins væru eigendur annarra íbúða í húsinu óbundnir af samningum tengdum sölu íbúðarinnar á þriðju hæð, og afsöl milli kaupenda og seljenda gætu ekki skapað afsalshafa betri rétt en seljandi átti fyrir. Taldi manninn hafa sannað eignarréttinn Í niðurstöðu héraðsdóms er rakinn framburður vitna í málinu, meðal annars fyrri eigenda íbúðarinnar á þriðju hæð. Sagði eitt vitnið að það hefði haft áhrif við kaupin á íbúðinni að bílastæði fylgdi með íbúðinni og enginn ágreiningur hafi verið uppi um að bílastæðið fylgdi íbúðinni. Annað vitni, sem seldi íbúðina árið 2019, bar svo við að bílastæðið hefði fylgt með íbúðinni. Þegar hann hafi látið eiganda íbúðarinnar á annarri hæð vita af fyrirhugaðri sölu hafi viðkomandi haft orð á því að bílastæðið væri sameign, en vitnið neitað því. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem eignarhald bílastæðisins hefði borið á góma. Eigandi íbúðarinnar á annarri hæð sagði hins vegar að meint sameign íbúa í húsinu á stæðinu hefði verið rædd áður, án árangurs. Að lokum taldi Héraðsdómur Reykjavíkur að sýnt hefði verið fram á að bílastæðið hefði fylgt íbúð þriðju hæðar hússins frá byggingu þess. Eignarhald stæðisins hefði ekki færst annað og stæðið aldrei verið undanskilið íbúðinni við eigendaskipti. Taldi dómurinn því nægilega sýnt fram á að stæðið fylgdi íbúðinni, og beinn eignarréttur mannsins á þriðju hæð yfir stæðinu því viðurkenndur með dómi. Bílastæði Reykjavík Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Í dómi héraðsdóms kemur fram að húsið hafi verið byggt árið 1983 og í því séu þrjár íbúðir, ein á hverri hæð. Maðurinn, sem er eigandi íbúðarinnar á þriðju hæð, stefndi eigendum hinna íbúðanna til viðurkenningar á eignarrétti sínum yfir umræddu bílastæði. Þá kemur fram að í afsali fyrir íbúðinni á þriðju hæð, sem fylgir risíbúð á fjórðu hæð, hafi komið fram að íbúðinni fylgdi ýmislegt, þar á meðal bílastæði við norðvesturgafl hússins. Kaupsaga íbúðarinnar er rakin í dóminum en í söluyfirliti hennar árið 2019 kemur fram að eigninni fylgi sér bílastæði. Maðurinn byggði málatilbúnað sinn meðal annars á því að upphaflegir eigendur alls hússins hefði ákveðið að umrætt bílastæði skyldi fylgja íbúð hans, og að fyrstu samningar um sölu íbúðanna bæru það með sér. Þá hafi enginn ágreiningur ríkt um bílastæðið frá sölu íbúðanna 1984 þar til í ársbyrjun 2019. Eins kæmi fram í söluyfirliti íbúðarinnar að bílastæðið fylgdi íbúðinni. Í dóminum kemur einnig fram að stefndu, eigendur hinna íbúðanna, hafi boðið manninum að kaupa hlut þeirra í bílastæðinu, eftir að ágreiningur um það reis upp. Því hafnaði maðurinn hins vegar og taldi sig ekki þurfa að kaupa það sem hann ætti. Til vara byggði maðurinn kröfu sína um viðurkenningu á eignarrétti á meira en 20 ára óslitnu og óumdeildu eignarhaldi eigenda íbúðarinnar á bílastæðinu, og því hefði eignarréttur eiganda íbúðarinnar stofnast fyrir hefð. Sögðu manninn þurfa að sanna eignarréttinn Eigendur íbúðanna á annarri og fyrstu töldu hins vegar að bílastæðið væri sameign allra eigenda í húsinu og mótmæltu því að maðurinn ætti beinan eignarrétt að því, eða sérafnotarétt, sem varakrafa mannsins var byggð á. Byggði það meðal annars á því að í eignaskiptayfirlýsingu hússins frá 1984 kæmi ekki fram að bílastæðið, eða aðrir hlutar lóðarinnar, væru í séreign ákveðinna íbúða. Þá byggðu stefndu á ákvæðum laga um fjöleignarhús um að bílastæði á lóð fjöleignarhúss séu sameiginleg og óskipt, nema ákveðið sé í þinglýstum heimildum að tiltekin bílastæði fylgi ákveðnum séreignarhlutum. Því væri sönnunarbyrði fyrir eignarrétti mannsins yfir bílastæðinu á hans eigin herðum. Þá töldu stefndu meðal annars að ef samkomulag um bílastæðið hefði verið gert á sínum tíma hefði ekki verið staðið að því með formlegum eða réttum hætti og það því ekki gilt. Eins væru eigendur annarra íbúða í húsinu óbundnir af samningum tengdum sölu íbúðarinnar á þriðju hæð, og afsöl milli kaupenda og seljenda gætu ekki skapað afsalshafa betri rétt en seljandi átti fyrir. Taldi manninn hafa sannað eignarréttinn Í niðurstöðu héraðsdóms er rakinn framburður vitna í málinu, meðal annars fyrri eigenda íbúðarinnar á þriðju hæð. Sagði eitt vitnið að það hefði haft áhrif við kaupin á íbúðinni að bílastæði fylgdi með íbúðinni og enginn ágreiningur hafi verið uppi um að bílastæðið fylgdi íbúðinni. Annað vitni, sem seldi íbúðina árið 2019, bar svo við að bílastæðið hefði fylgt með íbúðinni. Þegar hann hafi látið eiganda íbúðarinnar á annarri hæð vita af fyrirhugaðri sölu hafi viðkomandi haft orð á því að bílastæðið væri sameign, en vitnið neitað því. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem eignarhald bílastæðisins hefði borið á góma. Eigandi íbúðarinnar á annarri hæð sagði hins vegar að meint sameign íbúa í húsinu á stæðinu hefði verið rædd áður, án árangurs. Að lokum taldi Héraðsdómur Reykjavíkur að sýnt hefði verið fram á að bílastæðið hefði fylgt íbúð þriðju hæðar hússins frá byggingu þess. Eignarhald stæðisins hefði ekki færst annað og stæðið aldrei verið undanskilið íbúðinni við eigendaskipti. Taldi dómurinn því nægilega sýnt fram á að stæðið fylgdi íbúðinni, og beinn eignarréttur mannsins á þriðju hæð yfir stæðinu því viðurkenndur með dómi.
Bílastæði Reykjavík Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira