Vont, verra eða versta námslánakerfið? Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir skrifar 17. mars 2022 08:30 Við berum okkur ávallt saman við önnur Norðurlönd, hvort sem talað er um samgöngur, heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Þar ætti námslánakerfið ekki að vera undanskilið. Það hefur lengi verið í stefnu Röskvu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands að Menntasjóður námsmanna verði styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Eitt af markmiðum við myndun Menntasjóðsins var að færa námslánakerfi Íslands nær því sem finna má í frændþjóðum okkar í Skandinavíu.En hægt er að spyrja sig hvort því markmiði hafi verið náð með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna? Þegar námslánakerfi til að mynda Danmerkur og Noregs er skoðað, sést bersýnilega að þau eru háþróuð. Því til stuðnings má nefna tvískipta frítekjumarkið í Danmörku. Frítekjumarkið segir til um hvað stúdent megi þéna mikið á einu ári áður en námslánið þeirra skerðist. Í Danmörku er tekið tillit til þess að stúdent er (oftast) ekki í námi yfir sumartímann og í mörgum tilfellum í launuðu starfi yfir þann tíma. Til einföldunar skulum við kalla frítekjumörkin í Danmörku vetrar- og sumarfrítekjumark. Sumarfrítekjumarkið er hærra en vetrarfrítekjumarkið sem þýðir að yfir sumartímann má stúdent þéna meira en yfir námsannirnar. Á Íslandi er ekki aðeins lágt frítekjumark, sem nemur rúmlega 1,4 milljónum fyrir árið, heldur dugir það varla fyrir þriggja mánaða launaðri vinnu yfir sumarfríið. Það skýtur skökku við að á móti lánar sjóðurinn aðeins fyrir 9 mánuði af árinu nema þú sért í sumarnámi. Þá er ljóst að eftir að stúdent vinnur yfir sumartímann er lítið sem ekkert svigrúm fyrir hann að vinna yfir veturinn, sem hann þarf þó líklega að gera vegna þess hve lág grunnframfærsla Menntasjóðsins er. Annað dæmi frá Noregi er niðurfelling á hluta lánsins að loknu námi, sem líkt var eftir við gerð Menntasjóð námsmanna. Í Noregi má finna 40% niðurfellingu á höfuðstól námslánsins sé námið klárað á tilsettum tíma. Á Íslandi er 30% niðurfelling. Hins vegar þurfa lántakar hjá Menntasjóði námsmanna að borga styrkinn sjálf, að ákveðnu leyti, með mun hærri vöxtum af eftirstöðvum lánsins. Má ef til vill rekja ástæðu þess til laganna þar sem það markmið var sett um að sjóðurinn yrði sjálfbær. Í stað þess að setja auka fjármuni í námslánakerfið til að styðja við námsmenn, þá var vaxtaþakið hækkað til að vega upp á móti niðurfellingunni. Við í Röskvu höfum mótmælt því, enda samræmist það ekki hugmynd okkar um námslánakerfi sem á að tryggja jafnt aðgengi fyrir öll að námi óháð efnahagsstöðu. Röskva mun áfram beita sér fyrir því að stjórnvöld fjármagni Menntasjóð námsmanna með réttu móti og að sjálfbærnishugsjón sjóðsins heyri sögunni til. Þegar í stað verður grunnframfærsla framfærslulána að hækka og frítekjumarkið samhliða því. Einnig þarf að innleiða tvískipt frítekjumark til að auka svigrúm fyrir stúdenta til að afla sér fés á meðan á námi stendur og yfir sumartímann. Það er nefnilega ljóst að Menntasjóður námsmanna er ekki að sinna sínu hlutverki sem félagslegt jöfnunartól. Á næsta ári fer fram önnur endurskoðun á námslánakerfinu og þá er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að forysta stúdenta sé sterk og með reynsluna til þess að takast á við hana. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á félagsvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við berum okkur ávallt saman við önnur Norðurlönd, hvort sem talað er um samgöngur, heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Þar ætti námslánakerfið ekki að vera undanskilið. Það hefur lengi verið í stefnu Röskvu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands að Menntasjóður námsmanna verði styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Eitt af markmiðum við myndun Menntasjóðsins var að færa námslánakerfi Íslands nær því sem finna má í frændþjóðum okkar í Skandinavíu.En hægt er að spyrja sig hvort því markmiði hafi verið náð með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna? Þegar námslánakerfi til að mynda Danmerkur og Noregs er skoðað, sést bersýnilega að þau eru háþróuð. Því til stuðnings má nefna tvískipta frítekjumarkið í Danmörku. Frítekjumarkið segir til um hvað stúdent megi þéna mikið á einu ári áður en námslánið þeirra skerðist. Í Danmörku er tekið tillit til þess að stúdent er (oftast) ekki í námi yfir sumartímann og í mörgum tilfellum í launuðu starfi yfir þann tíma. Til einföldunar skulum við kalla frítekjumörkin í Danmörku vetrar- og sumarfrítekjumark. Sumarfrítekjumarkið er hærra en vetrarfrítekjumarkið sem þýðir að yfir sumartímann má stúdent þéna meira en yfir námsannirnar. Á Íslandi er ekki aðeins lágt frítekjumark, sem nemur rúmlega 1,4 milljónum fyrir árið, heldur dugir það varla fyrir þriggja mánaða launaðri vinnu yfir sumarfríið. Það skýtur skökku við að á móti lánar sjóðurinn aðeins fyrir 9 mánuði af árinu nema þú sért í sumarnámi. Þá er ljóst að eftir að stúdent vinnur yfir sumartímann er lítið sem ekkert svigrúm fyrir hann að vinna yfir veturinn, sem hann þarf þó líklega að gera vegna þess hve lág grunnframfærsla Menntasjóðsins er. Annað dæmi frá Noregi er niðurfelling á hluta lánsins að loknu námi, sem líkt var eftir við gerð Menntasjóð námsmanna. Í Noregi má finna 40% niðurfellingu á höfuðstól námslánsins sé námið klárað á tilsettum tíma. Á Íslandi er 30% niðurfelling. Hins vegar þurfa lántakar hjá Menntasjóði námsmanna að borga styrkinn sjálf, að ákveðnu leyti, með mun hærri vöxtum af eftirstöðvum lánsins. Má ef til vill rekja ástæðu þess til laganna þar sem það markmið var sett um að sjóðurinn yrði sjálfbær. Í stað þess að setja auka fjármuni í námslánakerfið til að styðja við námsmenn, þá var vaxtaþakið hækkað til að vega upp á móti niðurfellingunni. Við í Röskvu höfum mótmælt því, enda samræmist það ekki hugmynd okkar um námslánakerfi sem á að tryggja jafnt aðgengi fyrir öll að námi óháð efnahagsstöðu. Röskva mun áfram beita sér fyrir því að stjórnvöld fjármagni Menntasjóð námsmanna með réttu móti og að sjálfbærnishugsjón sjóðsins heyri sögunni til. Þegar í stað verður grunnframfærsla framfærslulána að hækka og frítekjumarkið samhliða því. Einnig þarf að innleiða tvískipt frítekjumark til að auka svigrúm fyrir stúdenta til að afla sér fés á meðan á námi stendur og yfir sumartímann. Það er nefnilega ljóst að Menntasjóður námsmanna er ekki að sinna sínu hlutverki sem félagslegt jöfnunartól. Á næsta ári fer fram önnur endurskoðun á námslánakerfinu og þá er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að forysta stúdenta sé sterk og með reynsluna til þess að takast á við hana. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á félagsvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun