Sara og BKG tóku stökk í síðasta hluta The Open: Fjögur á topp fimmtíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 08:30 Sara Sigmundsdóttir var á uppleið allar vikurnar á The Open. Instagram/@sarasigmunds Ísland endaði með fjóra flotta fulltrúa meðal fimmtíu efstu á The Open í ár en þar er á ferðinni fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri af íslenska CrossFit-fólkinu í ár. Sara Sigmundsdóttir er samt á réttri leið og hækkaði sig mikið aðra vikuna í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir hækkaði sig líka mikið og það gerði Björgvin Karl Guðmundsson einnig. CrossFit samtökin hafa nú tekið á móti öllum úrslitum fyrir þriðja hluta The Open og þó að niðurstöðurnar séu ekki endanlega staðfestar þá breytast þær ekki mikið úr þessu. Þriðji hlutinn reyndi verulega á og það var gaman að sjá íslenska CrossFit fólkið standa sig vel. Nú eru átta manna úrslitin en þar mun reyna enn meira á íslenska fólkið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í sumar. Ellefu bestu íslensku konurnar á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Anníe Mist hækkaði sig um tvö sæti í þriðja hlutanum og endar því í átjánda sætinu. Þuríður Erla Helgadóttir kom sér inn á topp fimmtíu með því að hækka sig um sex sæti og komast upp í 46. sætið. Sara Sigmundsdóttir fór upp um 43 sæti milli 22.1 og 22.2 og nú hoppaði hún upp um 26 sæti og inn á topp fimmtíu. Sara endaði í 48. sætinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Katrín Tanja hækkaði sig um sjötíu sæti því hún fór úr 208. sætinu upp í sæti númer 138. Fimmta íslenska konan á listanum er síðan Sólveig Sigurðardóttir sem endaði í 171. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson fór upp um 45 sæti og endaði í 32. sætinu en hann var í 77. sætinu eftir 22.2. Næsti íslenski karlmaðurinn á eftir Björgvini er Þorri Þorláksson sem er í 679. sæti í heildarkeppninni. Alex Daði Reynisson er í 923. sæti, Bjarni Leifs í 972. sæti og Sigurður Jónsson er í 1111. sæti. Ellefu bestu íslensku karlarnir á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Hin átján ára gamla Mallory O'Brien vann The Open hjá konunum en hún endaði tveimur stigum á undan heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey sem er tíu árum eldri. O'Brien var á topp tvö í öllum þremur hlutunum og það dugði ekki Toomey að vinna bæði 22.2 og 22.3. Hin bandaríska Haley Adams varð þriðja, Frakkinn Laurie Clément í fjórða sæti og í því fimmta endaði Brooke Wells sem er að koma til baka eftir erfið olnbogameiðsli. Efsti Norðurlandabúinn varð hin norska Andrea Solberg sem endaði níunda en landa hennar Matilde Garnes varð í ellefta sæti. Bandaríkjamenn voru í fimm efstu sætunum hjá körlunum. Saxon Panchik vann, Matt Poulin varð annar, heimsmeistarinn Justin Medeiros náði þriðja sætinu, Colten Mertens varð fjórði og Phil Toon endaði í fimmta sæti. Efsti Norðurlandabúinn varð Svíinn Victor Ljungdal í sjötta stæinu en Finninn Jonne Koski náði nítjánda sæti. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er samt á réttri leið og hækkaði sig mikið aðra vikuna í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir hækkaði sig líka mikið og það gerði Björgvin Karl Guðmundsson einnig. CrossFit samtökin hafa nú tekið á móti öllum úrslitum fyrir þriðja hluta The Open og þó að niðurstöðurnar séu ekki endanlega staðfestar þá breytast þær ekki mikið úr þessu. Þriðji hlutinn reyndi verulega á og það var gaman að sjá íslenska CrossFit fólkið standa sig vel. Nú eru átta manna úrslitin en þar mun reyna enn meira á íslenska fólkið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í sumar. Ellefu bestu íslensku konurnar á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Anníe Mist hækkaði sig um tvö sæti í þriðja hlutanum og endar því í átjánda sætinu. Þuríður Erla Helgadóttir kom sér inn á topp fimmtíu með því að hækka sig um sex sæti og komast upp í 46. sætið. Sara Sigmundsdóttir fór upp um 43 sæti milli 22.1 og 22.2 og nú hoppaði hún upp um 26 sæti og inn á topp fimmtíu. Sara endaði í 48. sætinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Katrín Tanja hækkaði sig um sjötíu sæti því hún fór úr 208. sætinu upp í sæti númer 138. Fimmta íslenska konan á listanum er síðan Sólveig Sigurðardóttir sem endaði í 171. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson fór upp um 45 sæti og endaði í 32. sætinu en hann var í 77. sætinu eftir 22.2. Næsti íslenski karlmaðurinn á eftir Björgvini er Þorri Þorláksson sem er í 679. sæti í heildarkeppninni. Alex Daði Reynisson er í 923. sæti, Bjarni Leifs í 972. sæti og Sigurður Jónsson er í 1111. sæti. Ellefu bestu íslensku karlarnir á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Hin átján ára gamla Mallory O'Brien vann The Open hjá konunum en hún endaði tveimur stigum á undan heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey sem er tíu árum eldri. O'Brien var á topp tvö í öllum þremur hlutunum og það dugði ekki Toomey að vinna bæði 22.2 og 22.3. Hin bandaríska Haley Adams varð þriðja, Frakkinn Laurie Clément í fjórða sæti og í því fimmta endaði Brooke Wells sem er að koma til baka eftir erfið olnbogameiðsli. Efsti Norðurlandabúinn varð hin norska Andrea Solberg sem endaði níunda en landa hennar Matilde Garnes varð í ellefta sæti. Bandaríkjamenn voru í fimm efstu sætunum hjá körlunum. Saxon Panchik vann, Matt Poulin varð annar, heimsmeistarinn Justin Medeiros náði þriðja sætinu, Colten Mertens varð fjórði og Phil Toon endaði í fimmta sæti. Efsti Norðurlandabúinn varð Svíinn Victor Ljungdal í sjötta stæinu en Finninn Jonne Koski náði nítjánda sæti.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti