Opnum stríðshrjáðu flóttafólki hlýjan faðm Kolbrún Baldursdóttir skrifar 11. mars 2022 19:31 Nú þegar hafa á annað hundrað flóttamenn frá Úkraínu óskað eftir hæli hérlendis frá því að innrásin hófst og þeim fjölgar enn dag frá degi. Þess er vænst að tekið verði á móti allt að 2.000 manns frá Úkraínu á næstu vikum. Sumir dveljast hér tímabundið en aðrir setjast að lengur og snúa jafnvel aldrei aftur heim. Miklu skiptir að þetta fólk mæti hér hlýju, skilningi og fjölþættri aðstoð. Umfangsmikillar aðstoðar er þörf Margt þessa stríðshrjáða fólks mun setjast að með börn sín í Reykjavík. Þannig getum við átt von á allt að 200 úkraínskum börnum Reykjavíkur innan tíðar. Nú þegar hafa borgarbúar, einkaaðilar og fyrirtæki, sem hafa laust húsnæði eða aukarými, boðið stórum hópi flóttamanna húsnæði í Reykjavík. Þak yfir höfuðið er auðvitað frumskilyrði. Þess vegna er spurt hvort Reykjavíkurborg geti lagt til húsnæði sem allra fyrst en mikill húsnæðisskortur er nú í borginni. Flóttamennirnir koma hingað til landsins allslausir og í miklu áfalli. Þeir þarfnast tafarlausrar áfallahjálpar og persónulegrar, einstaklingsmiðaðrar aðstoðar fagfólks. Fólkið þarf líka fjárhagsaðstoð til að geta keypt sér mat og aðrar nauðsynjar. Börnunum er nauðsyn að komast sem fyrst í leik- og grunnskóla, í frístund og tómstundir. Afar mikilvægt að þau geti farið að lifa nokkurn veginn eðlilegu lífi í öruggum aðstæðum sem allra fyrst til að endurheimta hugarró. Nú verður Reykjavíkurborg að standa sig Ég óska eftir því að fram fari ítarleg umræða í borgarstjórn um hvernig Reykjavíkurborg ætlar að haga fjölþættri og yfirgripsmikilli aðstoð sinni við flóttamennina og börnin þeirra. Þessi umræða er mjög brýn nú ekki síst í ljósi þess að nú þegar eru langir biðlistar eftir aðstoð af öllu tagi í Reykjavík og biðlistinn eftir félagslegu og sértæku húsnæði er langur. Nú bætist við stór hópur flóttamanna í mikilli þörf og þessu fólki má Reykjavík ekki bregðast. Á sama tíma er ekki hægt að ætlast til að þeim sem beðið hafa vikum og mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu, börnum, öryrkjum, fátækum, heimilislausum og eldra fólki, verði ýtt til hliðar og þau látin bíða enn lengur. Þess vegna er ekki seinna vænna að Reykjavíkurborg setji sig í stellingar og hugsi þessi mál upp á nýtt. Sú staða sem komin er upp kallar á endurskoðun á fjölmörgu ekki síst hvernig útdeila á fjármagni. Kallað er eftir nýrri hugsun og nýrri nálgun sem setur fólk í fyrsta sæti en sópar ekki vandamálum undir teppið. Fólkið fyrst og svo allt hitt! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Flokkur fólksins Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar hafa á annað hundrað flóttamenn frá Úkraínu óskað eftir hæli hérlendis frá því að innrásin hófst og þeim fjölgar enn dag frá degi. Þess er vænst að tekið verði á móti allt að 2.000 manns frá Úkraínu á næstu vikum. Sumir dveljast hér tímabundið en aðrir setjast að lengur og snúa jafnvel aldrei aftur heim. Miklu skiptir að þetta fólk mæti hér hlýju, skilningi og fjölþættri aðstoð. Umfangsmikillar aðstoðar er þörf Margt þessa stríðshrjáða fólks mun setjast að með börn sín í Reykjavík. Þannig getum við átt von á allt að 200 úkraínskum börnum Reykjavíkur innan tíðar. Nú þegar hafa borgarbúar, einkaaðilar og fyrirtæki, sem hafa laust húsnæði eða aukarými, boðið stórum hópi flóttamanna húsnæði í Reykjavík. Þak yfir höfuðið er auðvitað frumskilyrði. Þess vegna er spurt hvort Reykjavíkurborg geti lagt til húsnæði sem allra fyrst en mikill húsnæðisskortur er nú í borginni. Flóttamennirnir koma hingað til landsins allslausir og í miklu áfalli. Þeir þarfnast tafarlausrar áfallahjálpar og persónulegrar, einstaklingsmiðaðrar aðstoðar fagfólks. Fólkið þarf líka fjárhagsaðstoð til að geta keypt sér mat og aðrar nauðsynjar. Börnunum er nauðsyn að komast sem fyrst í leik- og grunnskóla, í frístund og tómstundir. Afar mikilvægt að þau geti farið að lifa nokkurn veginn eðlilegu lífi í öruggum aðstæðum sem allra fyrst til að endurheimta hugarró. Nú verður Reykjavíkurborg að standa sig Ég óska eftir því að fram fari ítarleg umræða í borgarstjórn um hvernig Reykjavíkurborg ætlar að haga fjölþættri og yfirgripsmikilli aðstoð sinni við flóttamennina og börnin þeirra. Þessi umræða er mjög brýn nú ekki síst í ljósi þess að nú þegar eru langir biðlistar eftir aðstoð af öllu tagi í Reykjavík og biðlistinn eftir félagslegu og sértæku húsnæði er langur. Nú bætist við stór hópur flóttamanna í mikilli þörf og þessu fólki má Reykjavík ekki bregðast. Á sama tíma er ekki hægt að ætlast til að þeim sem beðið hafa vikum og mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu, börnum, öryrkjum, fátækum, heimilislausum og eldra fólki, verði ýtt til hliðar og þau látin bíða enn lengur. Þess vegna er ekki seinna vænna að Reykjavíkurborg setji sig í stellingar og hugsi þessi mál upp á nýtt. Sú staða sem komin er upp kallar á endurskoðun á fjölmörgu ekki síst hvernig útdeila á fjármagni. Kallað er eftir nýrri hugsun og nýrri nálgun sem setur fólk í fyrsta sæti en sópar ekki vandamálum undir teppið. Fólkið fyrst og svo allt hitt! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun