Þrjúþúsund milljón ástæður Jón Kaldal skrifar 8. mars 2022 14:01 Þrátt fyrir falleinkun Skipulagsstofnunar og einarða andstöðu afgerandi meirihluta heimafólks á Seyðisfirði halda forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ótrauðir áfram að reyna að þröngva í gegn áformum sínum um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi á laxi í Seyðisfirði. Ástæðurnar fyrir þessum ákafa þeirra eru einfaldar. Síðla árs 2017 var 45,2 prósent hlutur í Fiskeldi Austfjarða seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum var klásúla um aðkaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta þýðir að ef leyfin fyrir Seyðisfjörð fara í gegn munu þeir, sem seldu 2017, færast nær því að fá um þrjúþúsund milljónir króna til viðbótar í sína vasa. Óþarfi er að efast um að stjórnendur fyrirtækisins fá hraustlegan skerf í sinn hlut ef þetta gengur upp. Málið snýst um persónulega hagsmuni fárra en ekki fólksins á Seyðisfirði. Fer gegn hagsmunum bæjarbúa Í síðustu viku fengum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum símtal frá okkar góðu baráttusystkinum í Vá - Félagi um vernd fjarðar. Erindið var hvort við gætum komið austur á Seyðisfjörð til að hjálpa þeim að spyrja gagnrýninna spurninga á fundi sem Fiskeldi Austfjarðar hafði boðað til. Við svöruðum að sjálfsögðu kallinu og mættum á fundinn sem fór fram fyrir fullum sal í félagsheimilinu Herðubreið síðastliðinn fimmtudag. Mikill meirihluti íbúa á Seyðisfirði vill ekki sjá sjókvíar með eldislaxi í firðinum. Telur þá starfsemi í fyrsta lagi beinlínis fara gegn þeirri metnaðarfullu uppbyggingu í ferðaþjónustu og menningarstarfsemi sem hefur verið unnið að af ástríðu í bænum um árabil. Í öðru lagi óttast heimafólk réttilega þann skaða sem sjókvíaeldið mun hafa á náttúru og lífríki fjarðarins. Frétt frá október 2018 þegar norskir eigendur Fiskeldis Austfjarða kynntu áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum á Austfjörðum frá Noregi. Thank You For Smoking Málflutningur þeirra sem töluðu fyrir hönd Fiskeldis Austfjarða á fundinum var allur á kunnuglegum slóðum. Efst á blaði var meint atvinnusköpun og að umhverfisáhrif af iðnaðinum væru hverfandi. Erindi vísindamannsins sem talaði minnti á þá vísindamenn sem tóbaksiðnaðurinn tefldi fram á sínum tíma og héldu því fram að reykingar væru ekki heilsuspillandi. Nú eða þá fáu vísindamenn okkar tíma sem segja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum, og eru flestir styrkþegar stóru olíufyrirtækjanna þegar betur að gáð. Það er einfaldlega óboðlegt að bjóða upp á erindi þar sem efast er um að hættuna af erfðablöndun sleppifisks úr sjókvíaeldi á villta laxastofna. Stór hluti af störfum í sjókvíaeldi, sem áður þurfti að sinna á staðnum, er nú fjarstýrt af fólki sem situr við tölvuskjái. Fiskeldi Austfjarða kynnti árið 2018 áætlanir um að fjarstýra fóðrun eldislaxa í austfirskum fjörðum frá Noregi (þar sem móðurfélagið er staðsett). Þegar vakin var athygli á þessu í fjölmiðlum hætti félagið við, enda hvarf þar gulrótin sem fyrirtækið dinglar framan í sveitarstjórnarfólkið og aðra bláeyga stjórnmálamenn um að þessi iðnaður snúist um að skapa störf fyrir íbúa í sjávarbyggðum. Færri störf en var lofað Engin ástæða er til að efast um að um leið og öll tiltæk leyfi eru í höfn, mun þessum áformum verða hrint í framkvæmd. Fyrirtækið mun gera allt sem er á þess valdi til að spara í rekstri og hámarka arð hluthafanna. Þessi saga hefur öll gerst í Noregi áður og um hana verið skrifaðar bækur og greinar. Störfin hafa alltaf orðið miklu færri en var lofað og gróðinn tekinn út annars staðar en í héraði. Árið 1987 störfuðu til dæmis um fjögur þúsund manns við sjókvíaeldi í Noregi og þá var framleiðslan var 46 þúsund tonn.Árið 2018 hafði framleiðslan 28-faldast, var komin í 1,3 milljónir tonna, en störfin voru þó aðeins um 7.500. Þar af sinnti erlent farandverkafólk á lágmarkslaunum stórum hluta þeirra, ekki heimafólk á staðnum. Allt þetta liggur fyrir. Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða vilja ólmir að Íslendingar endurtaki sömu mistökin. Þeir munu líka græða persónulega á því. Hvorki við í Íslenska náttúruverndarsjóðnum né íbúar á Seyðisfirði ætlum að sitja þegjandi undir þeim áformum. Samstaðan á fundinum á Herðubreið var alger. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir falleinkun Skipulagsstofnunar og einarða andstöðu afgerandi meirihluta heimafólks á Seyðisfirði halda forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ótrauðir áfram að reyna að þröngva í gegn áformum sínum um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi á laxi í Seyðisfirði. Ástæðurnar fyrir þessum ákafa þeirra eru einfaldar. Síðla árs 2017 var 45,2 prósent hlutur í Fiskeldi Austfjarða seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum var klásúla um aðkaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta þýðir að ef leyfin fyrir Seyðisfjörð fara í gegn munu þeir, sem seldu 2017, færast nær því að fá um þrjúþúsund milljónir króna til viðbótar í sína vasa. Óþarfi er að efast um að stjórnendur fyrirtækisins fá hraustlegan skerf í sinn hlut ef þetta gengur upp. Málið snýst um persónulega hagsmuni fárra en ekki fólksins á Seyðisfirði. Fer gegn hagsmunum bæjarbúa Í síðustu viku fengum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum símtal frá okkar góðu baráttusystkinum í Vá - Félagi um vernd fjarðar. Erindið var hvort við gætum komið austur á Seyðisfjörð til að hjálpa þeim að spyrja gagnrýninna spurninga á fundi sem Fiskeldi Austfjarðar hafði boðað til. Við svöruðum að sjálfsögðu kallinu og mættum á fundinn sem fór fram fyrir fullum sal í félagsheimilinu Herðubreið síðastliðinn fimmtudag. Mikill meirihluti íbúa á Seyðisfirði vill ekki sjá sjókvíar með eldislaxi í firðinum. Telur þá starfsemi í fyrsta lagi beinlínis fara gegn þeirri metnaðarfullu uppbyggingu í ferðaþjónustu og menningarstarfsemi sem hefur verið unnið að af ástríðu í bænum um árabil. Í öðru lagi óttast heimafólk réttilega þann skaða sem sjókvíaeldið mun hafa á náttúru og lífríki fjarðarins. Frétt frá október 2018 þegar norskir eigendur Fiskeldis Austfjarða kynntu áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum á Austfjörðum frá Noregi. Thank You For Smoking Málflutningur þeirra sem töluðu fyrir hönd Fiskeldis Austfjarða á fundinum var allur á kunnuglegum slóðum. Efst á blaði var meint atvinnusköpun og að umhverfisáhrif af iðnaðinum væru hverfandi. Erindi vísindamannsins sem talaði minnti á þá vísindamenn sem tóbaksiðnaðurinn tefldi fram á sínum tíma og héldu því fram að reykingar væru ekki heilsuspillandi. Nú eða þá fáu vísindamenn okkar tíma sem segja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum, og eru flestir styrkþegar stóru olíufyrirtækjanna þegar betur að gáð. Það er einfaldlega óboðlegt að bjóða upp á erindi þar sem efast er um að hættuna af erfðablöndun sleppifisks úr sjókvíaeldi á villta laxastofna. Stór hluti af störfum í sjókvíaeldi, sem áður þurfti að sinna á staðnum, er nú fjarstýrt af fólki sem situr við tölvuskjái. Fiskeldi Austfjarða kynnti árið 2018 áætlanir um að fjarstýra fóðrun eldislaxa í austfirskum fjörðum frá Noregi (þar sem móðurfélagið er staðsett). Þegar vakin var athygli á þessu í fjölmiðlum hætti félagið við, enda hvarf þar gulrótin sem fyrirtækið dinglar framan í sveitarstjórnarfólkið og aðra bláeyga stjórnmálamenn um að þessi iðnaður snúist um að skapa störf fyrir íbúa í sjávarbyggðum. Færri störf en var lofað Engin ástæða er til að efast um að um leið og öll tiltæk leyfi eru í höfn, mun þessum áformum verða hrint í framkvæmd. Fyrirtækið mun gera allt sem er á þess valdi til að spara í rekstri og hámarka arð hluthafanna. Þessi saga hefur öll gerst í Noregi áður og um hana verið skrifaðar bækur og greinar. Störfin hafa alltaf orðið miklu færri en var lofað og gróðinn tekinn út annars staðar en í héraði. Árið 1987 störfuðu til dæmis um fjögur þúsund manns við sjókvíaeldi í Noregi og þá var framleiðslan var 46 þúsund tonn.Árið 2018 hafði framleiðslan 28-faldast, var komin í 1,3 milljónir tonna, en störfin voru þó aðeins um 7.500. Þar af sinnti erlent farandverkafólk á lágmarkslaunum stórum hluta þeirra, ekki heimafólk á staðnum. Allt þetta liggur fyrir. Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða vilja ólmir að Íslendingar endurtaki sömu mistökin. Þeir munu líka græða persónulega á því. Hvorki við í Íslenska náttúruverndarsjóðnum né íbúar á Seyðisfirði ætlum að sitja þegjandi undir þeim áformum. Samstaðan á fundinum á Herðubreið var alger. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun