Þrjúþúsund milljón ástæður Jón Kaldal skrifar 8. mars 2022 14:01 Þrátt fyrir falleinkun Skipulagsstofnunar og einarða andstöðu afgerandi meirihluta heimafólks á Seyðisfirði halda forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ótrauðir áfram að reyna að þröngva í gegn áformum sínum um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi á laxi í Seyðisfirði. Ástæðurnar fyrir þessum ákafa þeirra eru einfaldar. Síðla árs 2017 var 45,2 prósent hlutur í Fiskeldi Austfjarða seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum var klásúla um aðkaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta þýðir að ef leyfin fyrir Seyðisfjörð fara í gegn munu þeir, sem seldu 2017, færast nær því að fá um þrjúþúsund milljónir króna til viðbótar í sína vasa. Óþarfi er að efast um að stjórnendur fyrirtækisins fá hraustlegan skerf í sinn hlut ef þetta gengur upp. Málið snýst um persónulega hagsmuni fárra en ekki fólksins á Seyðisfirði. Fer gegn hagsmunum bæjarbúa Í síðustu viku fengum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum símtal frá okkar góðu baráttusystkinum í Vá - Félagi um vernd fjarðar. Erindið var hvort við gætum komið austur á Seyðisfjörð til að hjálpa þeim að spyrja gagnrýninna spurninga á fundi sem Fiskeldi Austfjarðar hafði boðað til. Við svöruðum að sjálfsögðu kallinu og mættum á fundinn sem fór fram fyrir fullum sal í félagsheimilinu Herðubreið síðastliðinn fimmtudag. Mikill meirihluti íbúa á Seyðisfirði vill ekki sjá sjókvíar með eldislaxi í firðinum. Telur þá starfsemi í fyrsta lagi beinlínis fara gegn þeirri metnaðarfullu uppbyggingu í ferðaþjónustu og menningarstarfsemi sem hefur verið unnið að af ástríðu í bænum um árabil. Í öðru lagi óttast heimafólk réttilega þann skaða sem sjókvíaeldið mun hafa á náttúru og lífríki fjarðarins. Frétt frá október 2018 þegar norskir eigendur Fiskeldis Austfjarða kynntu áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum á Austfjörðum frá Noregi. Thank You For Smoking Málflutningur þeirra sem töluðu fyrir hönd Fiskeldis Austfjarða á fundinum var allur á kunnuglegum slóðum. Efst á blaði var meint atvinnusköpun og að umhverfisáhrif af iðnaðinum væru hverfandi. Erindi vísindamannsins sem talaði minnti á þá vísindamenn sem tóbaksiðnaðurinn tefldi fram á sínum tíma og héldu því fram að reykingar væru ekki heilsuspillandi. Nú eða þá fáu vísindamenn okkar tíma sem segja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum, og eru flestir styrkþegar stóru olíufyrirtækjanna þegar betur að gáð. Það er einfaldlega óboðlegt að bjóða upp á erindi þar sem efast er um að hættuna af erfðablöndun sleppifisks úr sjókvíaeldi á villta laxastofna. Stór hluti af störfum í sjókvíaeldi, sem áður þurfti að sinna á staðnum, er nú fjarstýrt af fólki sem situr við tölvuskjái. Fiskeldi Austfjarða kynnti árið 2018 áætlanir um að fjarstýra fóðrun eldislaxa í austfirskum fjörðum frá Noregi (þar sem móðurfélagið er staðsett). Þegar vakin var athygli á þessu í fjölmiðlum hætti félagið við, enda hvarf þar gulrótin sem fyrirtækið dinglar framan í sveitarstjórnarfólkið og aðra bláeyga stjórnmálamenn um að þessi iðnaður snúist um að skapa störf fyrir íbúa í sjávarbyggðum. Færri störf en var lofað Engin ástæða er til að efast um að um leið og öll tiltæk leyfi eru í höfn, mun þessum áformum verða hrint í framkvæmd. Fyrirtækið mun gera allt sem er á þess valdi til að spara í rekstri og hámarka arð hluthafanna. Þessi saga hefur öll gerst í Noregi áður og um hana verið skrifaðar bækur og greinar. Störfin hafa alltaf orðið miklu færri en var lofað og gróðinn tekinn út annars staðar en í héraði. Árið 1987 störfuðu til dæmis um fjögur þúsund manns við sjókvíaeldi í Noregi og þá var framleiðslan var 46 þúsund tonn.Árið 2018 hafði framleiðslan 28-faldast, var komin í 1,3 milljónir tonna, en störfin voru þó aðeins um 7.500. Þar af sinnti erlent farandverkafólk á lágmarkslaunum stórum hluta þeirra, ekki heimafólk á staðnum. Allt þetta liggur fyrir. Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða vilja ólmir að Íslendingar endurtaki sömu mistökin. Þeir munu líka græða persónulega á því. Hvorki við í Íslenska náttúruverndarsjóðnum né íbúar á Seyðisfirði ætlum að sitja þegjandi undir þeim áformum. Samstaðan á fundinum á Herðubreið var alger. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Múlaþing Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir falleinkun Skipulagsstofnunar og einarða andstöðu afgerandi meirihluta heimafólks á Seyðisfirði halda forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ótrauðir áfram að reyna að þröngva í gegn áformum sínum um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi á laxi í Seyðisfirði. Ástæðurnar fyrir þessum ákafa þeirra eru einfaldar. Síðla árs 2017 var 45,2 prósent hlutur í Fiskeldi Austfjarða seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum var klásúla um aðkaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta þýðir að ef leyfin fyrir Seyðisfjörð fara í gegn munu þeir, sem seldu 2017, færast nær því að fá um þrjúþúsund milljónir króna til viðbótar í sína vasa. Óþarfi er að efast um að stjórnendur fyrirtækisins fá hraustlegan skerf í sinn hlut ef þetta gengur upp. Málið snýst um persónulega hagsmuni fárra en ekki fólksins á Seyðisfirði. Fer gegn hagsmunum bæjarbúa Í síðustu viku fengum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum símtal frá okkar góðu baráttusystkinum í Vá - Félagi um vernd fjarðar. Erindið var hvort við gætum komið austur á Seyðisfjörð til að hjálpa þeim að spyrja gagnrýninna spurninga á fundi sem Fiskeldi Austfjarðar hafði boðað til. Við svöruðum að sjálfsögðu kallinu og mættum á fundinn sem fór fram fyrir fullum sal í félagsheimilinu Herðubreið síðastliðinn fimmtudag. Mikill meirihluti íbúa á Seyðisfirði vill ekki sjá sjókvíar með eldislaxi í firðinum. Telur þá starfsemi í fyrsta lagi beinlínis fara gegn þeirri metnaðarfullu uppbyggingu í ferðaþjónustu og menningarstarfsemi sem hefur verið unnið að af ástríðu í bænum um árabil. Í öðru lagi óttast heimafólk réttilega þann skaða sem sjókvíaeldið mun hafa á náttúru og lífríki fjarðarins. Frétt frá október 2018 þegar norskir eigendur Fiskeldis Austfjarða kynntu áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum á Austfjörðum frá Noregi. Thank You For Smoking Málflutningur þeirra sem töluðu fyrir hönd Fiskeldis Austfjarða á fundinum var allur á kunnuglegum slóðum. Efst á blaði var meint atvinnusköpun og að umhverfisáhrif af iðnaðinum væru hverfandi. Erindi vísindamannsins sem talaði minnti á þá vísindamenn sem tóbaksiðnaðurinn tefldi fram á sínum tíma og héldu því fram að reykingar væru ekki heilsuspillandi. Nú eða þá fáu vísindamenn okkar tíma sem segja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum, og eru flestir styrkþegar stóru olíufyrirtækjanna þegar betur að gáð. Það er einfaldlega óboðlegt að bjóða upp á erindi þar sem efast er um að hættuna af erfðablöndun sleppifisks úr sjókvíaeldi á villta laxastofna. Stór hluti af störfum í sjókvíaeldi, sem áður þurfti að sinna á staðnum, er nú fjarstýrt af fólki sem situr við tölvuskjái. Fiskeldi Austfjarða kynnti árið 2018 áætlanir um að fjarstýra fóðrun eldislaxa í austfirskum fjörðum frá Noregi (þar sem móðurfélagið er staðsett). Þegar vakin var athygli á þessu í fjölmiðlum hætti félagið við, enda hvarf þar gulrótin sem fyrirtækið dinglar framan í sveitarstjórnarfólkið og aðra bláeyga stjórnmálamenn um að þessi iðnaður snúist um að skapa störf fyrir íbúa í sjávarbyggðum. Færri störf en var lofað Engin ástæða er til að efast um að um leið og öll tiltæk leyfi eru í höfn, mun þessum áformum verða hrint í framkvæmd. Fyrirtækið mun gera allt sem er á þess valdi til að spara í rekstri og hámarka arð hluthafanna. Þessi saga hefur öll gerst í Noregi áður og um hana verið skrifaðar bækur og greinar. Störfin hafa alltaf orðið miklu færri en var lofað og gróðinn tekinn út annars staðar en í héraði. Árið 1987 störfuðu til dæmis um fjögur þúsund manns við sjókvíaeldi í Noregi og þá var framleiðslan var 46 þúsund tonn.Árið 2018 hafði framleiðslan 28-faldast, var komin í 1,3 milljónir tonna, en störfin voru þó aðeins um 7.500. Þar af sinnti erlent farandverkafólk á lágmarkslaunum stórum hluta þeirra, ekki heimafólk á staðnum. Allt þetta liggur fyrir. Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða vilja ólmir að Íslendingar endurtaki sömu mistökin. Þeir munu líka græða persónulega á því. Hvorki við í Íslenska náttúruverndarsjóðnum né íbúar á Seyðisfirði ætlum að sitja þegjandi undir þeim áformum. Samstaðan á fundinum á Herðubreið var alger. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun