Eignast meirihluta í Fiskeldi Austfjarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. október 2017 06:00 Fiskeldi Austfjarða er með eldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Vísir/GVA Norska fiskeldisfyrirtækið NTS ASA hyggst festa kaup á 45,2 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða, sem stundar fiskeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Seljandi er annað norskt fyrirtæki, MNH Holding. NTS á nú þegar 16,9 prósenta hlut í íslenska fiskeldisfyrirtækinu í gegnum dótturfélag sitt, Midt-Norsk Havbruk, og mun því eiga ráðandi 62,1 prósents hlut eftir að kaupin ganga í gegn síðar á árinu. Kaupverðið mun ráðast af þeim leyfum sem Fiskeldi Austfjarða fær til laxaframleiðslu. NTS greiðir að lágmarki 73,5 milljónir norskra króna, sem jafngildir um 965 milljónum íslenskra króna, fyrir hlutabréfin, en ef Fiskeldi Austfjarða fær leyfi til aukinnar framleiðslu á næstu tíu árum gæti kaupverðið hækkað í allt að 294 milljónir norskra króna eða sem nemur 3,9 milljörðum íslenskra króna. Fiskeldi Austfjarða hefur nú leyfi til þess að slátra 11 þúsund tonnum á ári í Berufirði og Fáskrúðsfirði, en fyrirtækið áætlar að auka árlega slátrun úr fiskeldinu í 21 þúsund tonn. Gera langtímaáætlanir fyrirtækisins ráð fyrir allt að 54 þúsund tonna framleiðslu. Fram kom í skýrslu starfshóps um stefnumótun í fiskeldi, sem skilaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra skýrslu í ágústmánuði, að nær öll erlend fjárfesting í íslensku laxeldi kæmi frá norskum fiskeldisfyrirtækjum. Ljóst væri að erlendir fjárfestar hefðu fjármagnað uppbyggingu sjókvíaeldis þegar innlent fjármagn til slíkra fjárfestinga var ekki í boði. „Jafnframt hafa erlendir fjárfestar miðlað af reynslu sinni og þekkingu og nýtt viðskiptasambönd sín í rekstri fiskeldis hér á landi. Engum vafa er undirorpið að uppbygging íslensks fiskeldis undanfarin ár byggist á þessari þátttöku erlendra fjárfesta. Þessi uppbygging fiskeldisins hefur ekki aðeins skilað beinum fjárfestingum til landsins heldur einnig leitt af sér óbein áhrif í formi afleiddra starfa sem tengjast fiskeldi,“ sagði í skýrslunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Norska fiskeldisfyrirtækið NTS ASA hyggst festa kaup á 45,2 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða, sem stundar fiskeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Seljandi er annað norskt fyrirtæki, MNH Holding. NTS á nú þegar 16,9 prósenta hlut í íslenska fiskeldisfyrirtækinu í gegnum dótturfélag sitt, Midt-Norsk Havbruk, og mun því eiga ráðandi 62,1 prósents hlut eftir að kaupin ganga í gegn síðar á árinu. Kaupverðið mun ráðast af þeim leyfum sem Fiskeldi Austfjarða fær til laxaframleiðslu. NTS greiðir að lágmarki 73,5 milljónir norskra króna, sem jafngildir um 965 milljónum íslenskra króna, fyrir hlutabréfin, en ef Fiskeldi Austfjarða fær leyfi til aukinnar framleiðslu á næstu tíu árum gæti kaupverðið hækkað í allt að 294 milljónir norskra króna eða sem nemur 3,9 milljörðum íslenskra króna. Fiskeldi Austfjarða hefur nú leyfi til þess að slátra 11 þúsund tonnum á ári í Berufirði og Fáskrúðsfirði, en fyrirtækið áætlar að auka árlega slátrun úr fiskeldinu í 21 þúsund tonn. Gera langtímaáætlanir fyrirtækisins ráð fyrir allt að 54 þúsund tonna framleiðslu. Fram kom í skýrslu starfshóps um stefnumótun í fiskeldi, sem skilaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra skýrslu í ágústmánuði, að nær öll erlend fjárfesting í íslensku laxeldi kæmi frá norskum fiskeldisfyrirtækjum. Ljóst væri að erlendir fjárfestar hefðu fjármagnað uppbyggingu sjókvíaeldis þegar innlent fjármagn til slíkra fjárfestinga var ekki í boði. „Jafnframt hafa erlendir fjárfestar miðlað af reynslu sinni og þekkingu og nýtt viðskiptasambönd sín í rekstri fiskeldis hér á landi. Engum vafa er undirorpið að uppbygging íslensks fiskeldis undanfarin ár byggist á þessari þátttöku erlendra fjárfesta. Þessi uppbygging fiskeldisins hefur ekki aðeins skilað beinum fjárfestingum til landsins heldur einnig leitt af sér óbein áhrif í formi afleiddra starfa sem tengjast fiskeldi,“ sagði í skýrslunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira