Eignast meirihluta í Fiskeldi Austfjarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. október 2017 06:00 Fiskeldi Austfjarða er með eldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Vísir/GVA Norska fiskeldisfyrirtækið NTS ASA hyggst festa kaup á 45,2 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða, sem stundar fiskeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Seljandi er annað norskt fyrirtæki, MNH Holding. NTS á nú þegar 16,9 prósenta hlut í íslenska fiskeldisfyrirtækinu í gegnum dótturfélag sitt, Midt-Norsk Havbruk, og mun því eiga ráðandi 62,1 prósents hlut eftir að kaupin ganga í gegn síðar á árinu. Kaupverðið mun ráðast af þeim leyfum sem Fiskeldi Austfjarða fær til laxaframleiðslu. NTS greiðir að lágmarki 73,5 milljónir norskra króna, sem jafngildir um 965 milljónum íslenskra króna, fyrir hlutabréfin, en ef Fiskeldi Austfjarða fær leyfi til aukinnar framleiðslu á næstu tíu árum gæti kaupverðið hækkað í allt að 294 milljónir norskra króna eða sem nemur 3,9 milljörðum íslenskra króna. Fiskeldi Austfjarða hefur nú leyfi til þess að slátra 11 þúsund tonnum á ári í Berufirði og Fáskrúðsfirði, en fyrirtækið áætlar að auka árlega slátrun úr fiskeldinu í 21 þúsund tonn. Gera langtímaáætlanir fyrirtækisins ráð fyrir allt að 54 þúsund tonna framleiðslu. Fram kom í skýrslu starfshóps um stefnumótun í fiskeldi, sem skilaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra skýrslu í ágústmánuði, að nær öll erlend fjárfesting í íslensku laxeldi kæmi frá norskum fiskeldisfyrirtækjum. Ljóst væri að erlendir fjárfestar hefðu fjármagnað uppbyggingu sjókvíaeldis þegar innlent fjármagn til slíkra fjárfestinga var ekki í boði. „Jafnframt hafa erlendir fjárfestar miðlað af reynslu sinni og þekkingu og nýtt viðskiptasambönd sín í rekstri fiskeldis hér á landi. Engum vafa er undirorpið að uppbygging íslensks fiskeldis undanfarin ár byggist á þessari þátttöku erlendra fjárfesta. Þessi uppbygging fiskeldisins hefur ekki aðeins skilað beinum fjárfestingum til landsins heldur einnig leitt af sér óbein áhrif í formi afleiddra starfa sem tengjast fiskeldi,“ sagði í skýrslunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Norska fiskeldisfyrirtækið NTS ASA hyggst festa kaup á 45,2 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða, sem stundar fiskeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Seljandi er annað norskt fyrirtæki, MNH Holding. NTS á nú þegar 16,9 prósenta hlut í íslenska fiskeldisfyrirtækinu í gegnum dótturfélag sitt, Midt-Norsk Havbruk, og mun því eiga ráðandi 62,1 prósents hlut eftir að kaupin ganga í gegn síðar á árinu. Kaupverðið mun ráðast af þeim leyfum sem Fiskeldi Austfjarða fær til laxaframleiðslu. NTS greiðir að lágmarki 73,5 milljónir norskra króna, sem jafngildir um 965 milljónum íslenskra króna, fyrir hlutabréfin, en ef Fiskeldi Austfjarða fær leyfi til aukinnar framleiðslu á næstu tíu árum gæti kaupverðið hækkað í allt að 294 milljónir norskra króna eða sem nemur 3,9 milljörðum íslenskra króna. Fiskeldi Austfjarða hefur nú leyfi til þess að slátra 11 þúsund tonnum á ári í Berufirði og Fáskrúðsfirði, en fyrirtækið áætlar að auka árlega slátrun úr fiskeldinu í 21 þúsund tonn. Gera langtímaáætlanir fyrirtækisins ráð fyrir allt að 54 þúsund tonna framleiðslu. Fram kom í skýrslu starfshóps um stefnumótun í fiskeldi, sem skilaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra skýrslu í ágústmánuði, að nær öll erlend fjárfesting í íslensku laxeldi kæmi frá norskum fiskeldisfyrirtækjum. Ljóst væri að erlendir fjárfestar hefðu fjármagnað uppbyggingu sjókvíaeldis þegar innlent fjármagn til slíkra fjárfestinga var ekki í boði. „Jafnframt hafa erlendir fjárfestar miðlað af reynslu sinni og þekkingu og nýtt viðskiptasambönd sín í rekstri fiskeldis hér á landi. Engum vafa er undirorpið að uppbygging íslensks fiskeldis undanfarin ár byggist á þessari þátttöku erlendra fjárfesta. Þessi uppbygging fiskeldisins hefur ekki aðeins skilað beinum fjárfestingum til landsins heldur einnig leitt af sér óbein áhrif í formi afleiddra starfa sem tengjast fiskeldi,“ sagði í skýrslunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira