Eignast meirihluta í Fiskeldi Austfjarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. október 2017 06:00 Fiskeldi Austfjarða er með eldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Vísir/GVA Norska fiskeldisfyrirtækið NTS ASA hyggst festa kaup á 45,2 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða, sem stundar fiskeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Seljandi er annað norskt fyrirtæki, MNH Holding. NTS á nú þegar 16,9 prósenta hlut í íslenska fiskeldisfyrirtækinu í gegnum dótturfélag sitt, Midt-Norsk Havbruk, og mun því eiga ráðandi 62,1 prósents hlut eftir að kaupin ganga í gegn síðar á árinu. Kaupverðið mun ráðast af þeim leyfum sem Fiskeldi Austfjarða fær til laxaframleiðslu. NTS greiðir að lágmarki 73,5 milljónir norskra króna, sem jafngildir um 965 milljónum íslenskra króna, fyrir hlutabréfin, en ef Fiskeldi Austfjarða fær leyfi til aukinnar framleiðslu á næstu tíu árum gæti kaupverðið hækkað í allt að 294 milljónir norskra króna eða sem nemur 3,9 milljörðum íslenskra króna. Fiskeldi Austfjarða hefur nú leyfi til þess að slátra 11 þúsund tonnum á ári í Berufirði og Fáskrúðsfirði, en fyrirtækið áætlar að auka árlega slátrun úr fiskeldinu í 21 þúsund tonn. Gera langtímaáætlanir fyrirtækisins ráð fyrir allt að 54 þúsund tonna framleiðslu. Fram kom í skýrslu starfshóps um stefnumótun í fiskeldi, sem skilaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra skýrslu í ágústmánuði, að nær öll erlend fjárfesting í íslensku laxeldi kæmi frá norskum fiskeldisfyrirtækjum. Ljóst væri að erlendir fjárfestar hefðu fjármagnað uppbyggingu sjókvíaeldis þegar innlent fjármagn til slíkra fjárfestinga var ekki í boði. „Jafnframt hafa erlendir fjárfestar miðlað af reynslu sinni og þekkingu og nýtt viðskiptasambönd sín í rekstri fiskeldis hér á landi. Engum vafa er undirorpið að uppbygging íslensks fiskeldis undanfarin ár byggist á þessari þátttöku erlendra fjárfesta. Þessi uppbygging fiskeldisins hefur ekki aðeins skilað beinum fjárfestingum til landsins heldur einnig leitt af sér óbein áhrif í formi afleiddra starfa sem tengjast fiskeldi,“ sagði í skýrslunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Norska fiskeldisfyrirtækið NTS ASA hyggst festa kaup á 45,2 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða, sem stundar fiskeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Seljandi er annað norskt fyrirtæki, MNH Holding. NTS á nú þegar 16,9 prósenta hlut í íslenska fiskeldisfyrirtækinu í gegnum dótturfélag sitt, Midt-Norsk Havbruk, og mun því eiga ráðandi 62,1 prósents hlut eftir að kaupin ganga í gegn síðar á árinu. Kaupverðið mun ráðast af þeim leyfum sem Fiskeldi Austfjarða fær til laxaframleiðslu. NTS greiðir að lágmarki 73,5 milljónir norskra króna, sem jafngildir um 965 milljónum íslenskra króna, fyrir hlutabréfin, en ef Fiskeldi Austfjarða fær leyfi til aukinnar framleiðslu á næstu tíu árum gæti kaupverðið hækkað í allt að 294 milljónir norskra króna eða sem nemur 3,9 milljörðum íslenskra króna. Fiskeldi Austfjarða hefur nú leyfi til þess að slátra 11 þúsund tonnum á ári í Berufirði og Fáskrúðsfirði, en fyrirtækið áætlar að auka árlega slátrun úr fiskeldinu í 21 þúsund tonn. Gera langtímaáætlanir fyrirtækisins ráð fyrir allt að 54 þúsund tonna framleiðslu. Fram kom í skýrslu starfshóps um stefnumótun í fiskeldi, sem skilaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra skýrslu í ágústmánuði, að nær öll erlend fjárfesting í íslensku laxeldi kæmi frá norskum fiskeldisfyrirtækjum. Ljóst væri að erlendir fjárfestar hefðu fjármagnað uppbyggingu sjókvíaeldis þegar innlent fjármagn til slíkra fjárfestinga var ekki í boði. „Jafnframt hafa erlendir fjárfestar miðlað af reynslu sinni og þekkingu og nýtt viðskiptasambönd sín í rekstri fiskeldis hér á landi. Engum vafa er undirorpið að uppbygging íslensks fiskeldis undanfarin ár byggist á þessari þátttöku erlendra fjárfesta. Þessi uppbygging fiskeldisins hefur ekki aðeins skilað beinum fjárfestingum til landsins heldur einnig leitt af sér óbein áhrif í formi afleiddra starfa sem tengjast fiskeldi,“ sagði í skýrslunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira