Framlengingin: Er Milka í besta fimm manna liði Keflavíkur? Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 23:30 Sigurður Orri Kristjánsson, Sævar Sævarsson og Matthías Orri Sigurðarson fóru um víðan völl í Framlengingunni. Stöð 2 Sport Framlengingin var á sínum stað í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi þar sem stjórnandi þáttarins, Sigurður Orri Kristjánsson, og sérfræðingarnir fóru um víðan völl. Sérfræðingar þáttarins voru þeir Sævar Sævarsson og Matthías Orri Sigurðarson og þeir hófu leik á því að ræða um hæga miðherja Njarðvíkurliðsins. Þegar þeir höfðu lokið sér af í þeirri umræðu spurði Sigurður Orri þá félaga hvort að Dominykas Milka væri í besta fimm manna liði Keflavíkur. „Nei, ég meina, ekki í dag,“ sagði Sævar eftir langa þögn. „Bara því miður. Ég held að ég geti meira að segja snúið þessu upp í það að segja að ég er ekki einu sinni viss um að Hörður Axel sé í besta fimm manna liði Keflavíkur í dag.“ „Undir venjulegum kringumstæðum ættu þeir að vera það, en ekki í dag,“ bætti Sævar við. Matthías Orri var hins vegar ekki alveg sammála kollega sínum. „Já. Milka er alltaf í besta fimm manna liði Keflvíkinga,“ sagði Matthías. „Við vitum að hann er búinn að vera slakur. Slatti af því er örugglega á honum og slatti er kannski á Hjalta [þjálfara Keflvíkinga] og leikstíl, en hvern ætlarðu að setja inn í staðinn?“ „Ef þið ætlið að vera með Milka þá þurfið þið að nota hann eins vel og þið mögulega getið og reyna að fela hann varnarlega eins og þið getið.“ Sævar greip þá boltann á lofti og sagði að þó að hann væri sammála Matthíasi að mörgu leyti þá þyrfti Milka að sýna mun meira en hann hefur verið að gera ef Keflvíkingar ætla sér að vinna einhvern titil. „Það er bara ekki hægt að fela hann varnarlega eins og var gert í fyrra af því að það er enginn í liðinu með sprengju eins og Deane Williams var með,“ sagði Sævar. „Ef að Keflvík ætlar sér einhverntíman að vinna titil - sem að ég held að séu kannski svona tíu prósent líkur á í dag - þá þarf Milka að vera með A-leikinn sinn upp á 9,5.“ Klippa: KBK: Framlenging Eftir að þessari umræðu var lokið veltu strákarnir fyrir sér hvort að eitthvað lið væri mögulega betra í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni, þeir ræddu um Kristinn Pálsson, leikmann Grindavíkur, og að lokum hvaða lið verðandi deildarmeistarar myndu vilja mæta í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Sérfræðingar þáttarins voru þeir Sævar Sævarsson og Matthías Orri Sigurðarson og þeir hófu leik á því að ræða um hæga miðherja Njarðvíkurliðsins. Þegar þeir höfðu lokið sér af í þeirri umræðu spurði Sigurður Orri þá félaga hvort að Dominykas Milka væri í besta fimm manna liði Keflavíkur. „Nei, ég meina, ekki í dag,“ sagði Sævar eftir langa þögn. „Bara því miður. Ég held að ég geti meira að segja snúið þessu upp í það að segja að ég er ekki einu sinni viss um að Hörður Axel sé í besta fimm manna liði Keflavíkur í dag.“ „Undir venjulegum kringumstæðum ættu þeir að vera það, en ekki í dag,“ bætti Sævar við. Matthías Orri var hins vegar ekki alveg sammála kollega sínum. „Já. Milka er alltaf í besta fimm manna liði Keflvíkinga,“ sagði Matthías. „Við vitum að hann er búinn að vera slakur. Slatti af því er örugglega á honum og slatti er kannski á Hjalta [þjálfara Keflvíkinga] og leikstíl, en hvern ætlarðu að setja inn í staðinn?“ „Ef þið ætlið að vera með Milka þá þurfið þið að nota hann eins vel og þið mögulega getið og reyna að fela hann varnarlega eins og þið getið.“ Sævar greip þá boltann á lofti og sagði að þó að hann væri sammála Matthíasi að mörgu leyti þá þyrfti Milka að sýna mun meira en hann hefur verið að gera ef Keflvíkingar ætla sér að vinna einhvern titil. „Það er bara ekki hægt að fela hann varnarlega eins og var gert í fyrra af því að það er enginn í liðinu með sprengju eins og Deane Williams var með,“ sagði Sævar. „Ef að Keflvík ætlar sér einhverntíman að vinna titil - sem að ég held að séu kannski svona tíu prósent líkur á í dag - þá þarf Milka að vera með A-leikinn sinn upp á 9,5.“ Klippa: KBK: Framlenging Eftir að þessari umræðu var lokið veltu strákarnir fyrir sér hvort að eitthvað lið væri mögulega betra í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni, þeir ræddu um Kristinn Pálsson, leikmann Grindavíkur, og að lokum hvaða lið verðandi deildarmeistarar myndu vilja mæta í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira