Stækkum Viðreisn Þórdís Sigurðardóttir skrifar 2. mars 2022 15:01 Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólk eins og þeim er ætlað. Þættirnir Verbúðin eru okkur flestum hugleiknir um þessar mundir. Galdur Verbúðarinnar tel ég að miklu leyti falinn í því að hver einasti rammi og hljóðmynd ber vott um aðkomu fjölda fólks en ekki eins snillings. Fókusinn er ekki aðeins á að það sem er mest áberandi eða á frægasta leikarann heldur sýnir heildarmyndin mikla vinnu fjölda ólíkra einstaklinga sem vinna að sama markmiði – það er að búa til innihaldsríkt og áhrifamikið verk sem þau trúa á. Við eigum mörg fleiri dæmi um slíkt verk í kringum okkur þótt stundum skorti okkur næmni til að koma auga á þau. Dæmin geta verið leikskóli sem skilar hamingjusömum og forvitnum börnum út í grunnskólana, íþrótta- og tómstundastarf sem byggir upp sjálfstraust og lífsgleði þeirra sem það stunda nú eða fyrirtæki sem skiptir hverfið sem það starfar í miklu máli og skapar þannig góðan brag og umtal. Hver einstaklingur og verk hans skiptir máli og samvinna og gagnkvæm virðing getur skilað samfélaginu einhverju stórkostlegu. Almannahagsmunir alltaf alls staðar Við í Viðreisn viljum að almannahagur sé alls staðar hafður að leiðarljósi en ekki sérhagsmunir. Við viljum samtal og samvinnu við önnur sveitarfélög um mál eins og almenningssamgöngur og uppbyggingu félagslegs húsnæðis því þannig er verkefnum er best tryggt brautargengi. Við viljum styðja við framtak einstaklinga og sjá til þess að hverri manneskju séu tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína – því við vitum að það er í þágu samfélagsins alls og framtíðarinnar. Við viljum að stjórnsýslan hafi skýra og gegnsæja umgjörð um starfsemi í borgarinnar þannig kraftar starfsfólks borgarinnar nýtist sem best. Við viljum samfélag þar sem ungt fólk hefur aðgang að öruggu húsnæði. Við viljum skóla sem setja velferð barna í öndvegi og leggja áherslu á að athygli og verkefni kennarans snúist fyrst og fremst um þau, við viljum að gætt sé að því að byggja upp innviði í hverfum þannig að fólk þurfi ekki að fara um langan veg eftir þjónustu, að við getum öll nýtt sér almenningssamgöngur og gætt sé að því að fær leið sé að stoppistöðvum. Við viljum samfélag þar sem börn geta vaxið áhyggjulaus úr grasi og jafnvægi ríkir milli vinnu og heimilis. Við viljum starfsfólk sem er treyst til að leysa verkefni sín í þágu borgarbúa á sem bestan hátt en taki ekki við stöðugum stefnum að ofan frá fólki sem er mun fjarlægara verkefnunum. Við vitum að þannig sýnum við öllum störfum þá virðingu sem þau eiga skilið, færum þeim sem þiggur þjónustuna frekari áhrif, drögum úr sóun en aukum skilvirkni og starfsgleði. Sé virðing borin fyrir hverju starfi og sá sem það vinnur fái að hafa eitthvað um það að segja, þá fæst besta útkoman. Við í Viðreisn vitum að frelsi fylgir ábyrgð og um leið að við vinnum að því að tryggja fólki tækifæri verður það til að auka tækifæri annarra. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess hef ég reynslu, þor og pólitíska sýn. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Þórdís Sigurðardóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólk eins og þeim er ætlað. Þættirnir Verbúðin eru okkur flestum hugleiknir um þessar mundir. Galdur Verbúðarinnar tel ég að miklu leyti falinn í því að hver einasti rammi og hljóðmynd ber vott um aðkomu fjölda fólks en ekki eins snillings. Fókusinn er ekki aðeins á að það sem er mest áberandi eða á frægasta leikarann heldur sýnir heildarmyndin mikla vinnu fjölda ólíkra einstaklinga sem vinna að sama markmiði – það er að búa til innihaldsríkt og áhrifamikið verk sem þau trúa á. Við eigum mörg fleiri dæmi um slíkt verk í kringum okkur þótt stundum skorti okkur næmni til að koma auga á þau. Dæmin geta verið leikskóli sem skilar hamingjusömum og forvitnum börnum út í grunnskólana, íþrótta- og tómstundastarf sem byggir upp sjálfstraust og lífsgleði þeirra sem það stunda nú eða fyrirtæki sem skiptir hverfið sem það starfar í miklu máli og skapar þannig góðan brag og umtal. Hver einstaklingur og verk hans skiptir máli og samvinna og gagnkvæm virðing getur skilað samfélaginu einhverju stórkostlegu. Almannahagsmunir alltaf alls staðar Við í Viðreisn viljum að almannahagur sé alls staðar hafður að leiðarljósi en ekki sérhagsmunir. Við viljum samtal og samvinnu við önnur sveitarfélög um mál eins og almenningssamgöngur og uppbyggingu félagslegs húsnæðis því þannig er verkefnum er best tryggt brautargengi. Við viljum styðja við framtak einstaklinga og sjá til þess að hverri manneskju séu tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína – því við vitum að það er í þágu samfélagsins alls og framtíðarinnar. Við viljum að stjórnsýslan hafi skýra og gegnsæja umgjörð um starfsemi í borgarinnar þannig kraftar starfsfólks borgarinnar nýtist sem best. Við viljum samfélag þar sem ungt fólk hefur aðgang að öruggu húsnæði. Við viljum skóla sem setja velferð barna í öndvegi og leggja áherslu á að athygli og verkefni kennarans snúist fyrst og fremst um þau, við viljum að gætt sé að því að byggja upp innviði í hverfum þannig að fólk þurfi ekki að fara um langan veg eftir þjónustu, að við getum öll nýtt sér almenningssamgöngur og gætt sé að því að fær leið sé að stoppistöðvum. Við viljum samfélag þar sem börn geta vaxið áhyggjulaus úr grasi og jafnvægi ríkir milli vinnu og heimilis. Við viljum starfsfólk sem er treyst til að leysa verkefni sín í þágu borgarbúa á sem bestan hátt en taki ekki við stöðugum stefnum að ofan frá fólki sem er mun fjarlægara verkefnunum. Við vitum að þannig sýnum við öllum störfum þá virðingu sem þau eiga skilið, færum þeim sem þiggur þjónustuna frekari áhrif, drögum úr sóun en aukum skilvirkni og starfsgleði. Sé virðing borin fyrir hverju starfi og sá sem það vinnur fái að hafa eitthvað um það að segja, þá fæst besta útkoman. Við í Viðreisn vitum að frelsi fylgir ábyrgð og um leið að við vinnum að því að tryggja fólki tækifæri verður það til að auka tækifæri annarra. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess hef ég reynslu, þor og pólitíska sýn. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar