Má mig dreyma um raðhús? Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 1. mars 2022 08:00 Vinafólk mitt reyndi að stækka við sig um daginn en fjölskyldan er nú vaxin upp úr íbúðinni sinni og vantar auka herbergi. Þau eru uppaldir Vesturbæingar en eru nú harðlínu Grafarvogsbúar, eftir að hafa flúið fasteignamarkaðinn í Vesturbænum til efri byggða eftir fæðingu fyrsta barnsins. Þau dreymir um að komast í lítið sætt raðhús með palli og garði fyrir krakkana en Vesturbæjarverðin hafa smitast út í úthverfin. Þrátt fyrir tvær innkomur er ekkert grín fyrir par á meðallaunum að stækka við sig á núverandi fasteignamarkaði. Það er margfalt uppsafnaður húsnæðisskortur og verðið orðið svo uppsprengt að venjuleg laun eru farin að duga skammt í afborganirnar á láninu samhliða gjaldahækkununum og rekstri fjölskyldunnar. Verðbólgan sem fasteignamarkaðurinn hefur getið af sér er svo að éta upp kaupmátt ráðstöfunartekna, en skorturinn er bara ein hlið vandans. Hin hliðin er einsleitnin í húsnæðinu sem þó er byggt. Þegar vinafólk mitt sá loks eitt raðhús á sölu í hverfinu sínu slógu þau strax til þótt eignin þyrfti dágott viðhald. Það var hörð samkeppni um eignina svo í örvæntingu sinni buðu þau 10 milljónir yfir ásett verð, en það dugði ekki til; einhver bauð hærra. „Það fáránlegasta við þetta er að það kostar svona 10 milljónir að koma þessu húsi í stand!“ sögðu þau mér. Nú hefur stefnan verið tekin á Mosfellsbæ, jú það er töluvert lengri akstur í vinnuna en að minnsta kosti þurfa þau ekki að skrimta mánaðamótanna á milli til að hafa fyrir afborgunum og uppihaldi. „Í þéttingunni er bara pláss fyrir sovéska steypuklumpa og lúxus íbúðir. Annað borgar sig ekki að byggja og borgin vill ekki byggja neitt annað“ sagði einn verktaki mér Við skulum ekki gleyma að mörg eftirsóttustu hverfi borgarinnar voru vissulega skipulögð af borginni en oft fengu nýju íbúarnir meira svigrúm til að móta hverfið sitt en nú. Þessi sveigjanleiki flýtti fyrir uppbyggingu og hélt óþarfa kostnaði niðri bæði fyrir íbúa og borgina. Ólíkt því sem nú er gert var séð til þess að nýju hverfin hefðu nægt vaxtarrými til að mæta þeirri þjónustuþörf sem gæti fylgt nýju íbúunum. Það var heldur enginn að setja fótinn fyrir einkaframtakið þegar leysa þurfti málin, til dæmis gátu íbúarnir sjálfir komið upp foreldrareknum leikskólum ef fé vantaði frá borginni sem hafði í þá daga mun minni tekjustofna en nú. Núverandi borgaryfirvöld hafa aftur á móti beint mestu uppbyggingunni að hverfum þar sem grunnskólar og leikskólar eru löngu orðnir smekkfullir, göturnar þegar stappaðar á annatímum og lítið um stæði til að leggja bílunum sem fylgja nýju íbúunum. Vegna þessa hafa foreldrar neyðst til að sækja þessa grunnþjónustu í önnur hverfi eða jafnvel í hinn enda borgarinnar, og eyða þá meiri tíma föst í umferð eða í leit að bílastæði. Í áratug hefur stefna um ofurþéttingu ríkt í húsnæðismálum og hingað erum við komin. Það vandræðalega við þetta allt saman er að helsti afrakstur þéttingarstefnunnar til þessa hefur því verið að ýta undir leikskóla- og húsnæðisvandann í borginni. Nú neyðist fólk til að ferðast lengri vegalengdir eftir leikskólaplássi og seinagangurinn og einsleitnin í uppbyggingu húsnæðis hefur ýtt undir húsnæðisskort. Stefnan sem átti að draga úr þörf á einkabílnum hefur reynst verulega árangursrík í að gera hið gagnstæða. Þetta þarf ekki að vera svona. Við verðum að taka þá pólitísku ákvörðun að leyfa borginni að stækka, það er eina vitið. Við verðum að leyfa nýjum hverfum að rísa og nýjum frumbyggjum að spreyta sig. Þétting á ekki að stýra því hvar eða hvernig við byggjum, heldur uppbyggingatækifærin sjálf, þar sem fjölbreytnin fær blómstra. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Vinafólk mitt reyndi að stækka við sig um daginn en fjölskyldan er nú vaxin upp úr íbúðinni sinni og vantar auka herbergi. Þau eru uppaldir Vesturbæingar en eru nú harðlínu Grafarvogsbúar, eftir að hafa flúið fasteignamarkaðinn í Vesturbænum til efri byggða eftir fæðingu fyrsta barnsins. Þau dreymir um að komast í lítið sætt raðhús með palli og garði fyrir krakkana en Vesturbæjarverðin hafa smitast út í úthverfin. Þrátt fyrir tvær innkomur er ekkert grín fyrir par á meðallaunum að stækka við sig á núverandi fasteignamarkaði. Það er margfalt uppsafnaður húsnæðisskortur og verðið orðið svo uppsprengt að venjuleg laun eru farin að duga skammt í afborganirnar á láninu samhliða gjaldahækkununum og rekstri fjölskyldunnar. Verðbólgan sem fasteignamarkaðurinn hefur getið af sér er svo að éta upp kaupmátt ráðstöfunartekna, en skorturinn er bara ein hlið vandans. Hin hliðin er einsleitnin í húsnæðinu sem þó er byggt. Þegar vinafólk mitt sá loks eitt raðhús á sölu í hverfinu sínu slógu þau strax til þótt eignin þyrfti dágott viðhald. Það var hörð samkeppni um eignina svo í örvæntingu sinni buðu þau 10 milljónir yfir ásett verð, en það dugði ekki til; einhver bauð hærra. „Það fáránlegasta við þetta er að það kostar svona 10 milljónir að koma þessu húsi í stand!“ sögðu þau mér. Nú hefur stefnan verið tekin á Mosfellsbæ, jú það er töluvert lengri akstur í vinnuna en að minnsta kosti þurfa þau ekki að skrimta mánaðamótanna á milli til að hafa fyrir afborgunum og uppihaldi. „Í þéttingunni er bara pláss fyrir sovéska steypuklumpa og lúxus íbúðir. Annað borgar sig ekki að byggja og borgin vill ekki byggja neitt annað“ sagði einn verktaki mér Við skulum ekki gleyma að mörg eftirsóttustu hverfi borgarinnar voru vissulega skipulögð af borginni en oft fengu nýju íbúarnir meira svigrúm til að móta hverfið sitt en nú. Þessi sveigjanleiki flýtti fyrir uppbyggingu og hélt óþarfa kostnaði niðri bæði fyrir íbúa og borgina. Ólíkt því sem nú er gert var séð til þess að nýju hverfin hefðu nægt vaxtarrými til að mæta þeirri þjónustuþörf sem gæti fylgt nýju íbúunum. Það var heldur enginn að setja fótinn fyrir einkaframtakið þegar leysa þurfti málin, til dæmis gátu íbúarnir sjálfir komið upp foreldrareknum leikskólum ef fé vantaði frá borginni sem hafði í þá daga mun minni tekjustofna en nú. Núverandi borgaryfirvöld hafa aftur á móti beint mestu uppbyggingunni að hverfum þar sem grunnskólar og leikskólar eru löngu orðnir smekkfullir, göturnar þegar stappaðar á annatímum og lítið um stæði til að leggja bílunum sem fylgja nýju íbúunum. Vegna þessa hafa foreldrar neyðst til að sækja þessa grunnþjónustu í önnur hverfi eða jafnvel í hinn enda borgarinnar, og eyða þá meiri tíma föst í umferð eða í leit að bílastæði. Í áratug hefur stefna um ofurþéttingu ríkt í húsnæðismálum og hingað erum við komin. Það vandræðalega við þetta allt saman er að helsti afrakstur þéttingarstefnunnar til þessa hefur því verið að ýta undir leikskóla- og húsnæðisvandann í borginni. Nú neyðist fólk til að ferðast lengri vegalengdir eftir leikskólaplássi og seinagangurinn og einsleitnin í uppbyggingu húsnæðis hefur ýtt undir húsnæðisskort. Stefnan sem átti að draga úr þörf á einkabílnum hefur reynst verulega árangursrík í að gera hið gagnstæða. Þetta þarf ekki að vera svona. Við verðum að taka þá pólitísku ákvörðun að leyfa borginni að stækka, það er eina vitið. Við verðum að leyfa nýjum hverfum að rísa og nýjum frumbyggjum að spreyta sig. Þétting á ekki að stýra því hvar eða hvernig við byggjum, heldur uppbyggingatækifærin sjálf, þar sem fjölbreytnin fær blómstra. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun