Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2022 14:23 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar lagði Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra og aðstoðarsaksóknara Eyþór Þorbergsson fyrir héraðsdómi Norðurlands eystra. vísir/egill/vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. Eins og fram hefur komið hafa fjórir blaðamenn verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Þeir eru grunaðir um brot gegn 228. og 229. grein almennra hegningarlaga sem snýr að friðhelgi einkalífs og eru með réttarstöðu sakborninga í málinu. Blaðamaður ekki brotlegur við það eitt að taka við gögnum Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og birt greinargerðina sem saksóknarinn Eyþór Þorbergsson lagði fram við málflutninginn. Stundin greinir frá málinu nú rétt í þessu og vitnar í niðurstöðu dómsins sem fjölmiðillinn hefur vitaskuld undir höndum. Þar sem segir að blaðamaður verði ekki talinn brotlegur við 228. gr. og/eða 229. gr. almennra hegningarlaga „fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Þá segir einnig að slíkt verði einnig að teljast eiga við almennt; að það eitt að einhver móttaki og opni gögn sem dreift í óþökk þess sem þau varðar sé ekki refsivert athæfi. Blaðamaður sakborningur vegna atriða ótengd kæruefni Í dómnum er reifað að af gögnum sem lögð voru fram verði ekki ráðið að brotaþoli, Páll Steingrímsson, hafi leitað til lögreglu vegna þeirra persónulegu myndbanda sem lögreglan vísar til að séu ástæða þess að Aðalsteinn fékk stöðu sakbornings. „Ekki er um það deilt í málinu að þær fréttir sem blaðamenn, þar á meðal sóknaraðili, unnu upp úr gögnum úr síma brotaþola hafi átt erindi við almenning og sætir sú háttsemi ekki rannsókn lögreglu. Í þeirri umfjöllun var ekkert fjallað um þessi myndbönd eða önnur persónuleg málefni brotaþola.“ Stundin ræðir við Gunnar Inga Jóhannsson, lögmann Aðalsteins, sem segir niðurstöðu dómsins í takti við sitt upplegg: „Staðfesting á því að málatilbúnaður lögreglu á hendur blaðamönnum er reistur á sandi. Og staðfesting á þeirri afdráttarlausu réttarvernd sem blaðamenn njóta lögum samkvæmt. Sú vernd er virt. Fullyrðingar sem komið hafa fram, meðal annars frá ráðamönnum, um að eitthvað annað og meira búi að baki voru og eru tilhæfulausar,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Stundina. Uppfært: 14:30 Úrskurðinn í heild sinni má sjá hér neðar í tengdum skjölum. Tengd skjöl Úrskurður_R-32_2022PDF203KBSækja skjal Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa fjórir blaðamenn verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Þeir eru grunaðir um brot gegn 228. og 229. grein almennra hegningarlaga sem snýr að friðhelgi einkalífs og eru með réttarstöðu sakborninga í málinu. Blaðamaður ekki brotlegur við það eitt að taka við gögnum Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og birt greinargerðina sem saksóknarinn Eyþór Þorbergsson lagði fram við málflutninginn. Stundin greinir frá málinu nú rétt í þessu og vitnar í niðurstöðu dómsins sem fjölmiðillinn hefur vitaskuld undir höndum. Þar sem segir að blaðamaður verði ekki talinn brotlegur við 228. gr. og/eða 229. gr. almennra hegningarlaga „fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Þá segir einnig að slíkt verði einnig að teljast eiga við almennt; að það eitt að einhver móttaki og opni gögn sem dreift í óþökk þess sem þau varðar sé ekki refsivert athæfi. Blaðamaður sakborningur vegna atriða ótengd kæruefni Í dómnum er reifað að af gögnum sem lögð voru fram verði ekki ráðið að brotaþoli, Páll Steingrímsson, hafi leitað til lögreglu vegna þeirra persónulegu myndbanda sem lögreglan vísar til að séu ástæða þess að Aðalsteinn fékk stöðu sakbornings. „Ekki er um það deilt í málinu að þær fréttir sem blaðamenn, þar á meðal sóknaraðili, unnu upp úr gögnum úr síma brotaþola hafi átt erindi við almenning og sætir sú háttsemi ekki rannsókn lögreglu. Í þeirri umfjöllun var ekkert fjallað um þessi myndbönd eða önnur persónuleg málefni brotaþola.“ Stundin ræðir við Gunnar Inga Jóhannsson, lögmann Aðalsteins, sem segir niðurstöðu dómsins í takti við sitt upplegg: „Staðfesting á því að málatilbúnaður lögreglu á hendur blaðamönnum er reistur á sandi. Og staðfesting á þeirri afdráttarlausu réttarvernd sem blaðamenn njóta lögum samkvæmt. Sú vernd er virt. Fullyrðingar sem komið hafa fram, meðal annars frá ráðamönnum, um að eitthvað annað og meira búi að baki voru og eru tilhæfulausar,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Stundina. Uppfært: 14:30 Úrskurðinn í heild sinni má sjá hér neðar í tengdum skjölum. Tengd skjöl Úrskurður_R-32_2022PDF203KBSækja skjal
Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira