Handbolti

Hergeir skoraði bara eitt mark en fékk 9,2 í sóknareinkunn hjá HB Statz

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hergeir Grímsson þarf ekki að skjóta á markið til að stýra sóknarleik Selfyssinga með glans.
Hergeir Grímsson þarf ekki að skjóta á markið til að stýra sóknarleik Selfyssinga með glans. Vísir/Vilhelm

Hergeir Grímsson, fyrirliði Selfyssinga, var mikilvægur sínu liði í eins marks sigri á Stjörnunni í Garðabænum í gær.

Hergeir fékk 9,2 í sóknareinkunn í leiknum sem er frábær frammistaða.

Einkunnir Selfyssinga hjá HB Statz úr leiknum í gær.hbstatz á hsi.is

Einkunnin sýndi mikið framlag Hergeirs til sóknarleiks Selfossliðsins þrátt fyrir að taka bara eitt skot í leiknum.

Hergeir skaut ekki á markið í opnum leik samkvæmt tölfræði HB Statz en eina skotið hans kom af vítalínunni.

Það sem skilar honum þessari frábæru einkunn er að hann var með ellefu stoðsendingar og tólf sköpuð sóknarfæri í leiknum auk þess að gefa tvær sendingar sem skiluðu fiskuðu vítakasti.

Hergeir var þó ekki með hæstu sóknareinkunnina í Selfossliðinu því hornamaðurinn Guðjón Baldur Ómarsson nýtti öll sjö skotin sín og fékk 9,3 í sóknareinkunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×