Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
visir-img
vísir/hulda margrét

Valur tók á móti KA í 16. Umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Í fyrri leik liðana sem fór fram á Akureyri í október sigruðu Valsmenn öruggan 9 marka sigur og við búist að KA-menn myndu mæta með hefndarhug í þennan leik.

Frammistaða KA í fyrri hálfleik var ekki upp á marka fiska. Leikurinn fór hægt að stað og settust Valsmenn strax í bílstjórasætið og keyrðu hratt og örugglega framúr. Þegar stundarfjórðungur var liðin af leiknum var staðan 9-6.

Sóknarleikur KA var ekki upp á marga fiska og voru þeir ragir. Það er sama hvort þeir spiluðu boltanum á miðjunni eða niður í hornið, þeir fundu engin svör við varnarleik Valsara og svo var Björgvin Páll í stuði í markinu. 

Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA tók tvö leikhlé í fyrri hálfleiks sem skiluðu litlu og voru Valsarar 8 mörkum yfir þegar flautað við til loka fyrri hálfleiks, 18-10. 

Valsarar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og dróu endanlega úr KA-mönnum vígtennurnar. Það virtist enginn í KA-liðinu vera að hitta á sinn dag sóknarlega og varnarlega var mikill pirringur sem leiddi til ódýrra brottvísana. 

Þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var staðan 24-14 og virtust KA-menn ekki hafa orkuna í að reyna minnka muninn. Valsarar sigruðu því a lokum með 13 mörkum, 33-20. 

Afhverju vann Valur?

Valsarar hittu á mjög góðan dag. Það áttu allir í liðinu góða innkomu í leikinn hvort sem það var í vörn eða sókn. Varnarleikurinn hjá þeim var frábær og pressuðu þeir KA-menn í skot sem enduðu annaðhvort framhjá eða beint á Björgvin Pál í markinu. Sóknarlega voru þeir með svör við varnarleik KA sem reyndu allt sem þeir gátu að pressa en dugði ekki til. 

Hverjir stóðu upp úr?

Róbert Aron Hostert var með góða innkomu og skoraði 6 mörk fyrir Val. Arnór Snær Óskarsson og Stiven Tobar Valencia enduðu með 4 mörk. Varnarleikur Valsara var góður í dag og endaði Björgvin Páll Gústavsson með 46% markvörslu, 17 varða bolta. 

Hjá KA var það Arnór Ísak Haddsson sem endaði atkvæðamestur með 7 mörk. Nicholas Satchwell átti góða innkomu í markið undir lok fyrri hálfleiks og endaði með 31% markvörslu, 8 bolta varða. 

Hvað gekk illa?

Leikur KA í heildina gekk illa. Það er erfitt að taka eitt út. Varnarlega voru þeir æstir og mikill pirringur yfir þeim sem leiddi til brottvísana og að enda með 33 mörk á sig. Sóknarlega fundu þeir ekki svör og voru að taka skot upp úr engu sem enduðu framhjá eða í höndunum á Björgvin Pál. 

Hvað gerist næst?

Í næstu umferð sem fer fram 3. mars fá KA-menn FH til sín kl 18:00. Valsarar sækja Stjörnuna heim einnig 3. mars kl 20:00

Jónatan Þór Magnússon: „Þessi leikur fór þann farveg sem Valsararnir vildu og við ekki“

Jónatan þjálfari KA, var svekktur eftir tapið í dag. Vísir: Daniel Thor

„Þetta gekk ekki. Við vorum því miður langt frá því að eiga séns í Valsara í dag. Heildarbragurinn af því sem við vorum að gera var ekki að virka. Alveg sama hvert við litum í vörn, sókn, markvörslu eða hraðaupphlaup,“ sagði Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, svekkur eftir 13 marka tap á móti Val í dag. 

Valsarar voru með öll tök á leiknum alveg frá upphafi og áttu KA-menn erfitt með að finna svör. Jónatan segir að þessi leikur hafi farið þann farveg sem Valsarar vildu en ekki þeir. 

„Ég myndi segja að Valur hafi algjörlega náð að spila á sínum styrkleikum og voru með fasta og þétta vörn og markvörslu og refsuðu okkur með hraðaupphlaupum. Þessi leikur fór þann farveg sem Valsararnir vildu og við ekki.“ 

Aðspurður hvað hann hefði viljað sjá strákana gera á móti Val í dag var að standa betri vörn. 

„Ég vildi að við myndum ná að standa betri vörn og að sóknarleikurinn hafi verið þannig að við hefðum getað stillt okkur upp í vörn. Við höfum verið að spila góða vörn núna í síðustu leikjum og það er það sem er það helsta.“

Næsti leikur er á móti FH og vill hann sjá hvernig liðið svarar fyrir þennan skell. 

„Það er mikið verkefni fyrir okkur framundan núna. Við eigum hörkuleik á heimavelli á móti FH sem er náttúrulega topplið. Ég held að það sé óhætt að segja það að ég er spenntur að sjá hvernig við svörum þessu. Þetta var skellur og við fengum líka skell á móti Val fyrir norðan. Núna reynir á hópinn og karakterinn í mínu liði að svara fyrir þetta á heimavelli í næsta leik.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira