Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH, fer hörðum orðum um HSÍ í færslu á Facebook. Hann segir að HSÍ þurfi á naflaskoðun á öllum sviðum að halda, enginn metnaður sé til að gera betur hjá sambandinu og fjármálin séu í rúst. Handbolti 30.4.2025 08:00
„Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ „Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram. Handbolti 28.4.2025 21:50
Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Valur og Afturelding munu leika oddaleik á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Varð það ljóst eftir að Afturelding sigraði fjórða leik liðanna í einvíginu og jafnaði það í 2-2. Lokatölur að Varmá 29-26, en þess ber að geta að aðeins hafa komið heimasigrar í einvíginu hingað til. Handbolti 28.4.2025 18:45
„Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Einar Jónsson, þjálfara Fram, fannst dómgæslan ekki sanngjörn þegar lið hans fékk vænan skell í þriðja leik sínum við FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Einar benti réttilega á að staðan væri enn björt í herbúðum Fram þrátt fyrir stórt tap. Handbolti 24. apríl 2025 21:46
Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí FH er enn á lífi í rimmu sinni við Fram eftir sannfærandi sigur Hafnarfjarðarliðsins í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 36-20 FH í vil og staðan er þar með 2-1 í viðureign liðanna. Handbolti 24. apríl 2025 21:04
„Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Fram er aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Miklar breytingar hafa orðið frá síðustu leiktíð þar sem reynsluboltinn Rúnar Kárason fer fyrir ungu liði. Handbolti 24. apríl 2025 11:02
„Svona er úrslitakeppnin“ Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1. Handbolti 22. apríl 2025 22:09
Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Afturelding sigraði Val örugglega í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn endaði 31-23, Mosfellingum í vil, og náðu þeir þar með að hefna fyrir tapið í fyrsta leik einvígisins. Handbolti 22. apríl 2025 18:47
Selfoss jafnaði metin Eftir níu marka tap á Seltjarnarnesi þurftu Selfyssingar að svara fyrir sig í umspilinu um sæti í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Selfoss vann Gróttu með tveggja marka mun í kvöld og allt orðið jafnt í einvíginu. Handbolti 21. apríl 2025 21:31
Fram einum sigri frá úrslitum Fram er komið 2-0 yfir gegn FH í rimmu liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Handbolti 21. apríl 2025 21:18
Dramatík á Hlíðarenda Valur vann tveggja marka sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, lokatölur á Hlíðarenda 35-33 eftir framlengdan leik. Handbolti 17. apríl 2025 21:37
Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Fram hafði betur, 24-27, þegar liðið mætti FH í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplarika í kvöld. Handbolti 16. apríl 2025 21:06
Afturelding mætir Val í undanúrslitum Afturelding sendi ÍBV í sumarfrí með því að vinna annan leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur í Vestmannaeyjum 25-27 og Afturelding komið í undanúrslit. Sömu sögu er að segja úr Garðabæ þar sem Valur vann Stjörnuna í framlengdum leik og sópaði Garðbæingum þar með í sumarfrí. Handbolti 8. apríl 2025 21:34
Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, lítur framtíð Handboltapassans björtum augum. Kostnaður við passann var vanáætlaður um rúmar 30 milljónir á síðasta ári en áætlanir gera ráð fyrir því að tekjur í tengslum við hann næsta aukist næsta árið um þrjátíu og fjórar milljónir Handbolti 8. apríl 2025 10:00
„Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, eygir möguleika að ná tvennunni á tímabilinu eftir að Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Handbolti 7. apríl 2025 22:15
Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Íslandsmeistarar FH eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur á HK í kvöld. Lokatölur 21-25 í Kópavogi. Handbolti 7. apríl 2025 20:12
Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Fram marði Hauka með þremur mörkum á Ásvöllum í kvöld í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Leikurinn endaði 28-25 og er þetta annar sigur Fram í einvígi liðanna og þar af leiðandi er liðið komið í undanúrslit. Handbolti 7. apríl 2025 18:47
Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Valsmenn eru komnir í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Valur getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í öðrum leik liðanna á þriðjudag. Handbolti 5. apríl 2025 20:36
„Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Fyrirliði Aftureldingar, Árni Bragi Eyjólfsson, var ánægður með sigurinn á móti ÍBV í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar sigruðu ÍBV, 32-30, í spennandi og jöfnum leik í Mosfellsbæ í dag. Handbolti 5. apríl 2025 18:45
Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Afturelding lagði ÍBV í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta, en leikurinn fór fram í Mosfellsbæ í dag. Viðureignin var í járnum frá fyrstu mínútu, en að lokum höfðu heimamenn betur, 32-30. Handbolti 5. apríl 2025 17:33
FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri FH og Fram fögnuðu sigri í kvöld þegar úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta fór af stað. Handbolti 4. apríl 2025 21:14
„Eins og draumur að rætast“ Jóhannes Berg Andrason ætlar sér að kveðja FH með titli en hann heldur út til Danmerkur eftir tímabilið og gerist atvinnumaður í handbolta. Handbolti 2. apríl 2025 08:33
KA kaus að losa sig við þjálfarann Handknattleiksdeild KA hefur sagt upp samningi sínum við Halldór Stefán Haraldsson sem þjálfað hefur karlalið félagsins síðastliðin tvö ár. Handbolti 1. apríl 2025 08:01
Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Þór Akureyri tryggði sér sæti í úrvalsdeild karla í handbolta á næsta tímabili með 37-29 sigri gegn HK í lokaumferðinni. Þá er einnig orðið ljóst hvaða lið mætast í umspilinu um hitt lausa sætið. Handbolti 29. mars 2025 17:46