Stytting vinnuvikunnar í borginni Vignir Árnason skrifar 24. febrúar 2022 10:31 Mig langar að segja ykkur frá því sem hefur breytt einna mest fyrir mig í vinnunni en það er stytting vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 hef ég hef ég getað styttað vinnudaginn 4 klukkustundir miðað við 100% vinnu. Ég hef því getað unnið fjóra daga vikunnar í 85% starfi og það hefur haft jákvæð áhrif á starf mig og fjölskyldulífið. Ég hef t.d. heilan dag til að sinna erindum og útrétta, sinna heimilinu og get samt sótt strákinn minn snemma í leikskólann. Enda er mikil ánægja meðal opinberra starfsmanna með styttinguna en 65% eru frekar eða mjög ánægð með hana. Í framboði mínu í prófkjöri Pírata til borgarstjórnar legg ég enda ríka áherslu á að auka við styttinguna enda tel ég það leiða til bættrar lýðheilsu og aukinnar lífshamingju meðal starfsfólks, sem gerir það að verkum að starfsfólk er ánægðara í starfi sínu. Þetta þykir mér líka líklegt til að bæta þjónustu borgarinnar því að ánægt starfsfólk er líklegra til að skila af sér góðri þjónustu og vinnu. Það er samt ekki sjálfgefið að sú verði raunin að stytta enn frekar vinnuna, í nútímanum er mikil krafa á að vinna sífellt meira og sinna vinnunni jafnvel utan ákveðins vinnutíma. Stytting vinnuvikunnar á að vinna gegn þessu en það er jafnframt pólitísk ákvörðun að gefa sveigjanleikann og veita fjármagni svo af þessu megi verða. Styttingin getur líka orðið til þess að hægt verði að ráða fleira starfsfólk, en í framtíðinni munu fjöldamörg störf hverfa vegna sjálfvirknivæðingar. Sem dæmi má nefna að um 1,5 milljón störf eru mjög líkleg til að hverfa á Englandi í framtíðinni. Reykjavíkurborg getur reynt að bregðast við þessu með að búa til fleiri störf og hlutastörf eftir þörfum og þannig brúað bilið. Nauðsynlegt er að hugsa til framtíðar og stefna að fjölskylduvænni og mannvænni borg sem snýst um fólk og velferð frekar en skammtímagróða og efna. Kosningarnar í vor eru geysimikilvægar til að velja rétt og stuðla að betri borg fyrir okkur öll. Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurborg, rithöfundur og bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Stytting vinnuvikunnar Reykjavík Vinnumarkaður Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að segja ykkur frá því sem hefur breytt einna mest fyrir mig í vinnunni en það er stytting vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 hef ég hef ég getað styttað vinnudaginn 4 klukkustundir miðað við 100% vinnu. Ég hef því getað unnið fjóra daga vikunnar í 85% starfi og það hefur haft jákvæð áhrif á starf mig og fjölskyldulífið. Ég hef t.d. heilan dag til að sinna erindum og útrétta, sinna heimilinu og get samt sótt strákinn minn snemma í leikskólann. Enda er mikil ánægja meðal opinberra starfsmanna með styttinguna en 65% eru frekar eða mjög ánægð með hana. Í framboði mínu í prófkjöri Pírata til borgarstjórnar legg ég enda ríka áherslu á að auka við styttinguna enda tel ég það leiða til bættrar lýðheilsu og aukinnar lífshamingju meðal starfsfólks, sem gerir það að verkum að starfsfólk er ánægðara í starfi sínu. Þetta þykir mér líka líklegt til að bæta þjónustu borgarinnar því að ánægt starfsfólk er líklegra til að skila af sér góðri þjónustu og vinnu. Það er samt ekki sjálfgefið að sú verði raunin að stytta enn frekar vinnuna, í nútímanum er mikil krafa á að vinna sífellt meira og sinna vinnunni jafnvel utan ákveðins vinnutíma. Stytting vinnuvikunnar á að vinna gegn þessu en það er jafnframt pólitísk ákvörðun að gefa sveigjanleikann og veita fjármagni svo af þessu megi verða. Styttingin getur líka orðið til þess að hægt verði að ráða fleira starfsfólk, en í framtíðinni munu fjöldamörg störf hverfa vegna sjálfvirknivæðingar. Sem dæmi má nefna að um 1,5 milljón störf eru mjög líkleg til að hverfa á Englandi í framtíðinni. Reykjavíkurborg getur reynt að bregðast við þessu með að búa til fleiri störf og hlutastörf eftir þörfum og þannig brúað bilið. Nauðsynlegt er að hugsa til framtíðar og stefna að fjölskylduvænni og mannvænni borg sem snýst um fólk og velferð frekar en skammtímagróða og efna. Kosningarnar í vor eru geysimikilvægar til að velja rétt og stuðla að betri borg fyrir okkur öll. Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurborg, rithöfundur og bókavörður.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar