Arnar Daði: „Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 22:20 Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu var sáttur með stigin tvö á móti HK Vísir: Vilhelm Gunnarsson Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu var virkilega sáttur með sigurinn er Grótta vann HK, 30-25 í Olís-deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum þar til stundarfjórðungur var eftir. Þá gáfu Gróttumenn í og sigruðu með 5 mörkum. „Mér líður fáranlega vel. Mikill léttir að ná þessum sigri. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum leik, þessi leikur er búin að frestast tvívegis og við búnir að bíða eftir þessum leik heillengi. Það er óþæginlegt að eiga leik inni og vonast eftir að fá tvö stig, það leit ekki þannig út lengi vel í þessum leik að við værum að fara innbyrða þessi tvö stig en ég er fegin.“ Aðspurður hverju þeir breyttu til að sigla þessu heim sagði Arnar Daði: „Við breyttum ekki neinu. Við vorum vel undirbúnir og ég ætla að segja það núna ég hef aldrei verið jafn undirbúinn á allri minni þriggja ára meistaraflokks reynslu sem þjálfari. Við tókum fjórar æfingar bara fyrir þennan leik og við vissum nákvæmlega upp á hár hvað þeir myndu spila. Þannig við breyttum engu, eina sem ég sagði við strákana í hálfleik, fyrir leik og í leikhléum að við þurfum að halda ró og í okkar leiksskipulag og það er það sem við gerðum. Við héldum okkur í vörn og okkar concepti sóknarlega.“ Arnar sagði að það sem hafi á endanum skilað þessu er reynslan sem Grótta hefur sem HK hefur ekki. „Við höfum ágæta reynslu út frá þessum leikjum frá því í fyrra á meðan þeir eru nýliðar. Það eru litlir hlutir sem duttu með okkur núna. En svo eru kannski ekki að detta með okkur þegar að við mætum stóru liðunum sem hafa meiri reynslu en við.“ Arnar Daði og Sebastian, þjálfari HK áttu orðaskipti þegar leiknum var lokið og virtist Sebastian ansi heitt í hamsi. „Hann var að pirra sig hversu mörg fríköst og hversu lengi við vorum í sókn. Þetta byrjaði þannig að ég spurði hvort ég mætti taka leikhlé þegar það voru 20 sekúndur eftir því við erum líka að hugsa um innbyrðis. En svo fórum við í gegn og skoruðum og það týndist í mómentinu. Ég bjó þessar samræður til með því að spurja hvort ég mætti taka þetta leikhlé, kannski heimskulegt að skipta mér að honum í miðjum leik.“ Næsti leikur er á móti Haukum og ætlar Arnar Daði og Gróttumenn að mæta graðir og glaðir í þann leik. „Það er stutt síðan við mættum þeim, í bikarnum í síðustu viku. Við ætlum aðeins að breyta út af vananum en ég ætla ekki að segja þér hvað við ætlum að gera. Ég er að fara tilkynna strákunum það núna. Það er stutt síðan við mættum þeim og það gerist ekki oft að við mætum sama liðinu með svona stuttu millibili. Við horfum bara á síðasta leik og sjáum hvað við þurfum að bæta. Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli á sunnudaginn.“ Grótta Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Grótta og HK mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðnum bróðurpart leiksins en Gróttumenn gáfu í og unnu með 5 mörkum. Lokatölur 30-25. 23. febrúar 2022 19:15 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
„Mér líður fáranlega vel. Mikill léttir að ná þessum sigri. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum leik, þessi leikur er búin að frestast tvívegis og við búnir að bíða eftir þessum leik heillengi. Það er óþæginlegt að eiga leik inni og vonast eftir að fá tvö stig, það leit ekki þannig út lengi vel í þessum leik að við værum að fara innbyrða þessi tvö stig en ég er fegin.“ Aðspurður hverju þeir breyttu til að sigla þessu heim sagði Arnar Daði: „Við breyttum ekki neinu. Við vorum vel undirbúnir og ég ætla að segja það núna ég hef aldrei verið jafn undirbúinn á allri minni þriggja ára meistaraflokks reynslu sem þjálfari. Við tókum fjórar æfingar bara fyrir þennan leik og við vissum nákvæmlega upp á hár hvað þeir myndu spila. Þannig við breyttum engu, eina sem ég sagði við strákana í hálfleik, fyrir leik og í leikhléum að við þurfum að halda ró og í okkar leiksskipulag og það er það sem við gerðum. Við héldum okkur í vörn og okkar concepti sóknarlega.“ Arnar sagði að það sem hafi á endanum skilað þessu er reynslan sem Grótta hefur sem HK hefur ekki. „Við höfum ágæta reynslu út frá þessum leikjum frá því í fyrra á meðan þeir eru nýliðar. Það eru litlir hlutir sem duttu með okkur núna. En svo eru kannski ekki að detta með okkur þegar að við mætum stóru liðunum sem hafa meiri reynslu en við.“ Arnar Daði og Sebastian, þjálfari HK áttu orðaskipti þegar leiknum var lokið og virtist Sebastian ansi heitt í hamsi. „Hann var að pirra sig hversu mörg fríköst og hversu lengi við vorum í sókn. Þetta byrjaði þannig að ég spurði hvort ég mætti taka leikhlé þegar það voru 20 sekúndur eftir því við erum líka að hugsa um innbyrðis. En svo fórum við í gegn og skoruðum og það týndist í mómentinu. Ég bjó þessar samræður til með því að spurja hvort ég mætti taka þetta leikhlé, kannski heimskulegt að skipta mér að honum í miðjum leik.“ Næsti leikur er á móti Haukum og ætlar Arnar Daði og Gróttumenn að mæta graðir og glaðir í þann leik. „Það er stutt síðan við mættum þeim, í bikarnum í síðustu viku. Við ætlum aðeins að breyta út af vananum en ég ætla ekki að segja þér hvað við ætlum að gera. Ég er að fara tilkynna strákunum það núna. Það er stutt síðan við mættum þeim og það gerist ekki oft að við mætum sama liðinu með svona stuttu millibili. Við horfum bara á síðasta leik og sjáum hvað við þurfum að bæta. Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli á sunnudaginn.“
Grótta Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Grótta og HK mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðnum bróðurpart leiksins en Gróttumenn gáfu í og unnu með 5 mörkum. Lokatölur 30-25. 23. febrúar 2022 19:15 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Leik lokið: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Grótta og HK mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðnum bróðurpart leiksins en Gróttumenn gáfu í og unnu með 5 mörkum. Lokatölur 30-25. 23. febrúar 2022 19:15