Borgarskipulag gegn félagslegri einangrun Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 12:01 Síðasta vor fékk ég miða inn um lúguna um að fólkið í götunni ætlaði að koma saman einn dag og tína rusl í nágrenninu. Ég viðurkenni að til að byrja með fannst mér þetta ekki hljóma neitt sérstaklega spennandi, en ég ákvað að mæta, ég átti nefnilega ruslatínslukló sem ég keypti einhverntímann af hvatvísi og hafði ekki verið notuð í annað en að stríða kettinum og ná smáhlutum undan sófanum. Ég hitti fólkið á tilgreindum samkomustað og við skiptum liði, hreinsuðum götuna og spjölluðum aðeins að því loknu. Þetta kann að hljóma ómerkilega, en það sem kom mér á óvart voru mín eigin tilfinningalegu viðbrögð við þessum atburðum. Ég upplfiði einhvers konar lífsfyllingu sem var mér áður ókunn. Að fara út og vinna að sameiginlegu markmiði með nágrönnunum, því sameiginlega markmiði að gera nærumhverfi okkar betra, er eitthvað sem hafði ekki verið reglulegur hluti af lífi mínu. Ég vissi ekki að þetta var það sem mig hafði vantað til að hrekja tómleikatilfinningu hversdagsins á brott. Ég áttaði mig líka á því að ég þekki nágranna mína ekki neitt. Ég var búin að búa í þessari götu í meira en ár og hafði aldrei séð þetta fólk áður. Margir lesendur kannast eflaust við einlægu gleðina sem fylgir því að hjálpa ókunnugum að losa bíl sem situr fastur í snjó. Þetta er ánægjan sem manneskjan finnur af því að lifa í samfélagi við aðra. Þetta er líka ánægjan sem manneskja í nútímasamfélagi skortir of oft. Við erum tengdari en við höfum nokkurn tímann verið, í gegn um netið, en samt erum við meira einmanna. Okkur er hætt við að einangrast inni í íbúðunum okkar, í bílunum okkar, við höfum jafnvel aldrei horft framan í nágranna okkar. Okkar daglega líf ýtir undir það að við einangrumst. Ég vil skapa borgarumhverfi sem eykur möguleika fólks á því að mynda tegsl við nærumhverfi sitt og fólkið í kring um sig. Ég er ekki að segja að lausnin sé endilega að fólk festi bílana sína í snjó eða ruslatínsla í borgarlandinu fari alfarið fram á þann hátt sem ég nefndi áðan, en ég held að lausnin liggi í þeim mörgu hlutum sem við getum gert til að gera borgarumhverfið manneskjuvænna. Til dæmis með efldum hverfiskjörnum þar sem fólk getur sótt þjónustu og samveru, með almannarýmum skipulögðum með það í huga að þar líði fólki þægilega og það geti hugsað sér að verja tíma sínum þar, með því að setja aðgengi fyrir öll í algjöran forgang, svo engin þurfi að einangrast og með því að gera fólki auðveldara fyrir að ferðast á tveimur jafnfljótum, með barnavagna, á hjóli, með almenningssamgöngum. Íslenska þjóðarsálin þjáist af eitruðu sjálfstæði, hún öskrar „ÉG GET SJÁLF“ í stað þess að biðja um hjálp, þó hún augljóslega geti ekki sjálf. Hugsanlega hefur þetta hugarfar átt einhvern þátt í að móta borgarskipulagið. Þessari menningu verður ekki breytt á einum degi, en ég trúi því að borgarumhverfi geti (og ætti!) verið hannað þannig að leið samfélagsins verði greidd að aukinni samvinnu og náungakærleik, enda er samfélag við aðra mannskepnunni lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir þrjósku þjóðarsálarinnar er þessi speki okkur alls ekki ókunn, eins og segir í Hávamálum: Ungur var eg forðum,fór eg einn saman,þá varð eg villur vega,auðigur þóttumster eg annan fann,maður er manns gaman. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Félagsmál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðasta vor fékk ég miða inn um lúguna um að fólkið í götunni ætlaði að koma saman einn dag og tína rusl í nágrenninu. Ég viðurkenni að til að byrja með fannst mér þetta ekki hljóma neitt sérstaklega spennandi, en ég ákvað að mæta, ég átti nefnilega ruslatínslukló sem ég keypti einhverntímann af hvatvísi og hafði ekki verið notuð í annað en að stríða kettinum og ná smáhlutum undan sófanum. Ég hitti fólkið á tilgreindum samkomustað og við skiptum liði, hreinsuðum götuna og spjölluðum aðeins að því loknu. Þetta kann að hljóma ómerkilega, en það sem kom mér á óvart voru mín eigin tilfinningalegu viðbrögð við þessum atburðum. Ég upplfiði einhvers konar lífsfyllingu sem var mér áður ókunn. Að fara út og vinna að sameiginlegu markmiði með nágrönnunum, því sameiginlega markmiði að gera nærumhverfi okkar betra, er eitthvað sem hafði ekki verið reglulegur hluti af lífi mínu. Ég vissi ekki að þetta var það sem mig hafði vantað til að hrekja tómleikatilfinningu hversdagsins á brott. Ég áttaði mig líka á því að ég þekki nágranna mína ekki neitt. Ég var búin að búa í þessari götu í meira en ár og hafði aldrei séð þetta fólk áður. Margir lesendur kannast eflaust við einlægu gleðina sem fylgir því að hjálpa ókunnugum að losa bíl sem situr fastur í snjó. Þetta er ánægjan sem manneskjan finnur af því að lifa í samfélagi við aðra. Þetta er líka ánægjan sem manneskja í nútímasamfélagi skortir of oft. Við erum tengdari en við höfum nokkurn tímann verið, í gegn um netið, en samt erum við meira einmanna. Okkur er hætt við að einangrast inni í íbúðunum okkar, í bílunum okkar, við höfum jafnvel aldrei horft framan í nágranna okkar. Okkar daglega líf ýtir undir það að við einangrumst. Ég vil skapa borgarumhverfi sem eykur möguleika fólks á því að mynda tegsl við nærumhverfi sitt og fólkið í kring um sig. Ég er ekki að segja að lausnin sé endilega að fólk festi bílana sína í snjó eða ruslatínsla í borgarlandinu fari alfarið fram á þann hátt sem ég nefndi áðan, en ég held að lausnin liggi í þeim mörgu hlutum sem við getum gert til að gera borgarumhverfið manneskjuvænna. Til dæmis með efldum hverfiskjörnum þar sem fólk getur sótt þjónustu og samveru, með almannarýmum skipulögðum með það í huga að þar líði fólki þægilega og það geti hugsað sér að verja tíma sínum þar, með því að setja aðgengi fyrir öll í algjöran forgang, svo engin þurfi að einangrast og með því að gera fólki auðveldara fyrir að ferðast á tveimur jafnfljótum, með barnavagna, á hjóli, með almenningssamgöngum. Íslenska þjóðarsálin þjáist af eitruðu sjálfstæði, hún öskrar „ÉG GET SJÁLF“ í stað þess að biðja um hjálp, þó hún augljóslega geti ekki sjálf. Hugsanlega hefur þetta hugarfar átt einhvern þátt í að móta borgarskipulagið. Þessari menningu verður ekki breytt á einum degi, en ég trúi því að borgarumhverfi geti (og ætti!) verið hannað þannig að leið samfélagsins verði greidd að aukinni samvinnu og náungakærleik, enda er samfélag við aðra mannskepnunni lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir þrjósku þjóðarsálarinnar er þessi speki okkur alls ekki ókunn, eins og segir í Hávamálum: Ungur var eg forðum,fór eg einn saman,þá varð eg villur vega,auðigur þóttumster eg annan fann,maður er manns gaman. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar