Borgarskipulag gegn félagslegri einangrun Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 12:01 Síðasta vor fékk ég miða inn um lúguna um að fólkið í götunni ætlaði að koma saman einn dag og tína rusl í nágrenninu. Ég viðurkenni að til að byrja með fannst mér þetta ekki hljóma neitt sérstaklega spennandi, en ég ákvað að mæta, ég átti nefnilega ruslatínslukló sem ég keypti einhverntímann af hvatvísi og hafði ekki verið notuð í annað en að stríða kettinum og ná smáhlutum undan sófanum. Ég hitti fólkið á tilgreindum samkomustað og við skiptum liði, hreinsuðum götuna og spjölluðum aðeins að því loknu. Þetta kann að hljóma ómerkilega, en það sem kom mér á óvart voru mín eigin tilfinningalegu viðbrögð við þessum atburðum. Ég upplfiði einhvers konar lífsfyllingu sem var mér áður ókunn. Að fara út og vinna að sameiginlegu markmiði með nágrönnunum, því sameiginlega markmiði að gera nærumhverfi okkar betra, er eitthvað sem hafði ekki verið reglulegur hluti af lífi mínu. Ég vissi ekki að þetta var það sem mig hafði vantað til að hrekja tómleikatilfinningu hversdagsins á brott. Ég áttaði mig líka á því að ég þekki nágranna mína ekki neitt. Ég var búin að búa í þessari götu í meira en ár og hafði aldrei séð þetta fólk áður. Margir lesendur kannast eflaust við einlægu gleðina sem fylgir því að hjálpa ókunnugum að losa bíl sem situr fastur í snjó. Þetta er ánægjan sem manneskjan finnur af því að lifa í samfélagi við aðra. Þetta er líka ánægjan sem manneskja í nútímasamfélagi skortir of oft. Við erum tengdari en við höfum nokkurn tímann verið, í gegn um netið, en samt erum við meira einmanna. Okkur er hætt við að einangrast inni í íbúðunum okkar, í bílunum okkar, við höfum jafnvel aldrei horft framan í nágranna okkar. Okkar daglega líf ýtir undir það að við einangrumst. Ég vil skapa borgarumhverfi sem eykur möguleika fólks á því að mynda tegsl við nærumhverfi sitt og fólkið í kring um sig. Ég er ekki að segja að lausnin sé endilega að fólk festi bílana sína í snjó eða ruslatínsla í borgarlandinu fari alfarið fram á þann hátt sem ég nefndi áðan, en ég held að lausnin liggi í þeim mörgu hlutum sem við getum gert til að gera borgarumhverfið manneskjuvænna. Til dæmis með efldum hverfiskjörnum þar sem fólk getur sótt þjónustu og samveru, með almannarýmum skipulögðum með það í huga að þar líði fólki þægilega og það geti hugsað sér að verja tíma sínum þar, með því að setja aðgengi fyrir öll í algjöran forgang, svo engin þurfi að einangrast og með því að gera fólki auðveldara fyrir að ferðast á tveimur jafnfljótum, með barnavagna, á hjóli, með almenningssamgöngum. Íslenska þjóðarsálin þjáist af eitruðu sjálfstæði, hún öskrar „ÉG GET SJÁLF“ í stað þess að biðja um hjálp, þó hún augljóslega geti ekki sjálf. Hugsanlega hefur þetta hugarfar átt einhvern þátt í að móta borgarskipulagið. Þessari menningu verður ekki breytt á einum degi, en ég trúi því að borgarumhverfi geti (og ætti!) verið hannað þannig að leið samfélagsins verði greidd að aukinni samvinnu og náungakærleik, enda er samfélag við aðra mannskepnunni lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir þrjósku þjóðarsálarinnar er þessi speki okkur alls ekki ókunn, eins og segir í Hávamálum: Ungur var eg forðum,fór eg einn saman,þá varð eg villur vega,auðigur þóttumster eg annan fann,maður er manns gaman. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Félagsmál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Síðasta vor fékk ég miða inn um lúguna um að fólkið í götunni ætlaði að koma saman einn dag og tína rusl í nágrenninu. Ég viðurkenni að til að byrja með fannst mér þetta ekki hljóma neitt sérstaklega spennandi, en ég ákvað að mæta, ég átti nefnilega ruslatínslukló sem ég keypti einhverntímann af hvatvísi og hafði ekki verið notuð í annað en að stríða kettinum og ná smáhlutum undan sófanum. Ég hitti fólkið á tilgreindum samkomustað og við skiptum liði, hreinsuðum götuna og spjölluðum aðeins að því loknu. Þetta kann að hljóma ómerkilega, en það sem kom mér á óvart voru mín eigin tilfinningalegu viðbrögð við þessum atburðum. Ég upplfiði einhvers konar lífsfyllingu sem var mér áður ókunn. Að fara út og vinna að sameiginlegu markmiði með nágrönnunum, því sameiginlega markmiði að gera nærumhverfi okkar betra, er eitthvað sem hafði ekki verið reglulegur hluti af lífi mínu. Ég vissi ekki að þetta var það sem mig hafði vantað til að hrekja tómleikatilfinningu hversdagsins á brott. Ég áttaði mig líka á því að ég þekki nágranna mína ekki neitt. Ég var búin að búa í þessari götu í meira en ár og hafði aldrei séð þetta fólk áður. Margir lesendur kannast eflaust við einlægu gleðina sem fylgir því að hjálpa ókunnugum að losa bíl sem situr fastur í snjó. Þetta er ánægjan sem manneskjan finnur af því að lifa í samfélagi við aðra. Þetta er líka ánægjan sem manneskja í nútímasamfélagi skortir of oft. Við erum tengdari en við höfum nokkurn tímann verið, í gegn um netið, en samt erum við meira einmanna. Okkur er hætt við að einangrast inni í íbúðunum okkar, í bílunum okkar, við höfum jafnvel aldrei horft framan í nágranna okkar. Okkar daglega líf ýtir undir það að við einangrumst. Ég vil skapa borgarumhverfi sem eykur möguleika fólks á því að mynda tegsl við nærumhverfi sitt og fólkið í kring um sig. Ég er ekki að segja að lausnin sé endilega að fólk festi bílana sína í snjó eða ruslatínsla í borgarlandinu fari alfarið fram á þann hátt sem ég nefndi áðan, en ég held að lausnin liggi í þeim mörgu hlutum sem við getum gert til að gera borgarumhverfið manneskjuvænna. Til dæmis með efldum hverfiskjörnum þar sem fólk getur sótt þjónustu og samveru, með almannarýmum skipulögðum með það í huga að þar líði fólki þægilega og það geti hugsað sér að verja tíma sínum þar, með því að setja aðgengi fyrir öll í algjöran forgang, svo engin þurfi að einangrast og með því að gera fólki auðveldara fyrir að ferðast á tveimur jafnfljótum, með barnavagna, á hjóli, með almenningssamgöngum. Íslenska þjóðarsálin þjáist af eitruðu sjálfstæði, hún öskrar „ÉG GET SJÁLF“ í stað þess að biðja um hjálp, þó hún augljóslega geti ekki sjálf. Hugsanlega hefur þetta hugarfar átt einhvern þátt í að móta borgarskipulagið. Þessari menningu verður ekki breytt á einum degi, en ég trúi því að borgarumhverfi geti (og ætti!) verið hannað þannig að leið samfélagsins verði greidd að aukinni samvinnu og náungakærleik, enda er samfélag við aðra mannskepnunni lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir þrjósku þjóðarsálarinnar er þessi speki okkur alls ekki ókunn, eins og segir í Hávamálum: Ungur var eg forðum,fór eg einn saman,þá varð eg villur vega,auðigur þóttumster eg annan fann,maður er manns gaman. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun