Finnur Freyr: Þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður Siggeir Ævarsson skrifar 10. febrúar 2022 22:49 Finnur Freyr Stefánsson var virkilega svekktur með tap sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr þjálfari Vals var auðsýnilega ósáttur með niðurstöðu leiksins og frammistöðu síns liðs, en hans menn hreinlega koðnuðu niður undir lokin eftir að hafa komist tíu stigum yfir. Valsmenn skoruðu aðeins sjö stig síðustu tíu mínúturnar eftir góða fyrstu þrjá leikhluta þar sem allt leit út fyrir að heimamenn myndu sigla sigri í höfn. „Þetta eru bara vonbrigði, að sjálfsögðu. Vonbrigði yfir því hvað við koðnuðum undan því og brugðumst illa við þegar að Stjörnumenn bættu í hörkuna.“ Kári Jónsson hafði varla klikkað úr skoti fyrir fjórða leikhlutann og var 7/7 í þristum en Stjarnan lokaði vel á hann undir lokin. „Hann fékk tvo fín skot hérna í fjórða en heilt yfir þá náðu þeir að koma okkur útúr okkar sóknarleik. Dekka okkur stíft upp allan völlinn og riðla þannig okkar leik. Það og þessir sjö töpuðu boltar í 4. leikhluta, þeir voru rándýrir.“ Og talandi um stífa vörn, þá var óvenju mikill munur á dæmdum villum í þessum leik. 20 villur á Val en aðeins 12 á Stjörnuna, þrátt fyrir að þeir væru að ganga nokkuð hart fram í vörninni. Finnur vildi þó alls ekki kennara dómurunum um þetta tap. „Þetta er hörkuflott þríeyki dómara sem dæmdi bara heilt yfir vel. Maður er kannski óánægður með einhverja tvo dóma en þegar maður kíkir á tölfræðiblaðið eftir leik þá er svolítið skrítið að sjá að við tökum að ég held 3 víti í leiknum meðan þeir taka 22. Svona miðað við hvað þeir spiluðu hart hérna í fjórða þá hefði kannski verið hægt að dæma eitthvað þar. En þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður undir pressunni, og þetta er það sem koma skal í þessari keppni. Ef við ætlum að fara að horfa á dómarana og finna þá sem sökudólga þegar okkur gengur illa þá kann það aldrei góðri lukku að stýra.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 74-78 | Stjarnan skaut sér upp að hlið Valsmanna Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur er liðið heimsótti Valsmenn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 74-78, en með sigrinum jafna Stjörnumenn Valsara að stigum í deildinni. 10. febrúar 2022 22:14 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
„Þetta eru bara vonbrigði, að sjálfsögðu. Vonbrigði yfir því hvað við koðnuðum undan því og brugðumst illa við þegar að Stjörnumenn bættu í hörkuna.“ Kári Jónsson hafði varla klikkað úr skoti fyrir fjórða leikhlutann og var 7/7 í þristum en Stjarnan lokaði vel á hann undir lokin. „Hann fékk tvo fín skot hérna í fjórða en heilt yfir þá náðu þeir að koma okkur útúr okkar sóknarleik. Dekka okkur stíft upp allan völlinn og riðla þannig okkar leik. Það og þessir sjö töpuðu boltar í 4. leikhluta, þeir voru rándýrir.“ Og talandi um stífa vörn, þá var óvenju mikill munur á dæmdum villum í þessum leik. 20 villur á Val en aðeins 12 á Stjörnuna, þrátt fyrir að þeir væru að ganga nokkuð hart fram í vörninni. Finnur vildi þó alls ekki kennara dómurunum um þetta tap. „Þetta er hörkuflott þríeyki dómara sem dæmdi bara heilt yfir vel. Maður er kannski óánægður með einhverja tvo dóma en þegar maður kíkir á tölfræðiblaðið eftir leik þá er svolítið skrítið að sjá að við tökum að ég held 3 víti í leiknum meðan þeir taka 22. Svona miðað við hvað þeir spiluðu hart hérna í fjórða þá hefði kannski verið hægt að dæma eitthvað þar. En þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður undir pressunni, og þetta er það sem koma skal í þessari keppni. Ef við ætlum að fara að horfa á dómarana og finna þá sem sökudólga þegar okkur gengur illa þá kann það aldrei góðri lukku að stýra.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 74-78 | Stjarnan skaut sér upp að hlið Valsmanna Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur er liðið heimsótti Valsmenn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 74-78, en með sigrinum jafna Stjörnumenn Valsara að stigum í deildinni. 10. febrúar 2022 22:14 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 74-78 | Stjarnan skaut sér upp að hlið Valsmanna Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur er liðið heimsótti Valsmenn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 74-78, en með sigrinum jafna Stjörnumenn Valsara að stigum í deildinni. 10. febrúar 2022 22:14