„Horfum þrjú ár fram í tímann“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 2. febrúar 2022 21:09 Grindavík beið lægri hlut fyrir Keflavík í kvöld. Hulda Margrét Grindavík beið lægri hlut fyrir Keflavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld en þrátt fyrir það er engan bilbug að finna á Grindavíkurkonum. Grindavík missti Keflavík nokkuð langt fram úr sér undir lok leiks í kvöld og töpuðu að lokum með 20 stigum. Ég spurði Bryndísi Gunnlaugsdóttur, aðstoðarþjálfara Grindavíkur, hvað hefði farið úrskeiðis þegar leið á leikinn „Ég held að það hafi aðallega bara verið trúin. Við höfðum ekki nægilega mikla trú á verkefninu til að klára þennan leik, því þetta er alls ekki 20 stiga leikur. Það voru þarna síðustu 3-4 mínúturnar sem það fór að fjara undan þessu. Það var margt í varnarleiknum sem við gátum gert miklu betur, og höfum gert betur í vetur. Í sóknarleiknum vantaði líka bara miklu meiri trú, sérstaklega á móti svæðisvörninni. Þar vorum við að fá opin skot aftur og aftur en annað hvort tókum þau ekki eða hittum ekki.“ Daniela Wallen Morillo átti sannkallaðan stórleik í kvöld, endaði með 35 stig og 53 framlagspunkta, sem er jöfnun á bestu frammistöðu vetrarins í deildinni. Grindavík átti fá svör við hennar frammistöðu í kvöld. „Hún er frábær leikmaður og átti frábæran leik í dag. Við eigum samt að geta stoppað hana og höfum gert það áður. Við þurfum bara að fara yfir þetta en við eigum eftir að mæta Keflavík einu sinni enn í vetur og þá gerum við betur.“ Grindavík hefur ekki verið að tapa mörgum leikjum stórt í vetur þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni, en þær eru með næst besta sóknarlið deildarinnar. Það virðist þó oft vanta herslumuninn til að klára jafna leiki. Ég spurði Bryndísi hvort hún væri með einhverjar lausnir á þessu vandamáli. „Við þurfum að læra að klára leiki. Það er stundum eins og við sjáum að við getum unnið en þá kemur upp smá stress en það er líka bara vegna þess að við erum með ungar íslenskar stelpur sem við viljum að taki ábyrgð. Við viljum að þær læri af þessu og við Lalli höfum fulla trú á þeim og að þetta sé allt að koma. Við erum búnar að vera betri í hverjum leik og við erum að horfa þrjú ár fram í tímann og þessar stelpur munu klára leiki í framtíðinni. Við viljum að þessar íslensku stelpur taki ábyrgð, spili stór hlutverk og taki þessi stóru skot.“ Það voru töluverð forföll hjá Grindavík í kvöld, þrír lykilleikmenn í sóttkví og Alexandra Eva sem nýlega gekk til liðs við liðið með slitið krossband og leikur ekki meira með á tímabilinu. Bryndís vildi þó ekki gera of mikið úr þessum aðstæðum, það væru öll lið að eiga við svipaða hluti þetta tímabilið. „Þetta er bara eins og öll lið hafa verið að kljást við í vetur. Einhver með covid, einhver í sóttkví, einhver meiddur. Þetta er bara það sem maður þarf að takast á við en auðvitað munar um þær fjórar hér í dag en körfubolti er með 5 leikmenn inná í hvoru liði og við vorum átta hér í kvöld. Mér finnst samt leiðinleg þessi nýja regla hjá KKÍ að það sé ekki hægt að setja yngri flokka leikmenn á leikmannalistann eftir 31. janúar. Það hefði verið gaman að gefa þeim tækifæri að hita upp með okkur og fá smjörþefinn fyrir framtíðina, en svona eru reglurnar og við verðum bara að fara eftir þeim.“ Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 2. febrúar 2022 19:40 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Grindavík missti Keflavík nokkuð langt fram úr sér undir lok leiks í kvöld og töpuðu að lokum með 20 stigum. Ég spurði Bryndísi Gunnlaugsdóttur, aðstoðarþjálfara Grindavíkur, hvað hefði farið úrskeiðis þegar leið á leikinn „Ég held að það hafi aðallega bara verið trúin. Við höfðum ekki nægilega mikla trú á verkefninu til að klára þennan leik, því þetta er alls ekki 20 stiga leikur. Það voru þarna síðustu 3-4 mínúturnar sem það fór að fjara undan þessu. Það var margt í varnarleiknum sem við gátum gert miklu betur, og höfum gert betur í vetur. Í sóknarleiknum vantaði líka bara miklu meiri trú, sérstaklega á móti svæðisvörninni. Þar vorum við að fá opin skot aftur og aftur en annað hvort tókum þau ekki eða hittum ekki.“ Daniela Wallen Morillo átti sannkallaðan stórleik í kvöld, endaði með 35 stig og 53 framlagspunkta, sem er jöfnun á bestu frammistöðu vetrarins í deildinni. Grindavík átti fá svör við hennar frammistöðu í kvöld. „Hún er frábær leikmaður og átti frábæran leik í dag. Við eigum samt að geta stoppað hana og höfum gert það áður. Við þurfum bara að fara yfir þetta en við eigum eftir að mæta Keflavík einu sinni enn í vetur og þá gerum við betur.“ Grindavík hefur ekki verið að tapa mörgum leikjum stórt í vetur þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni, en þær eru með næst besta sóknarlið deildarinnar. Það virðist þó oft vanta herslumuninn til að klára jafna leiki. Ég spurði Bryndísi hvort hún væri með einhverjar lausnir á þessu vandamáli. „Við þurfum að læra að klára leiki. Það er stundum eins og við sjáum að við getum unnið en þá kemur upp smá stress en það er líka bara vegna þess að við erum með ungar íslenskar stelpur sem við viljum að taki ábyrgð. Við viljum að þær læri af þessu og við Lalli höfum fulla trú á þeim og að þetta sé allt að koma. Við erum búnar að vera betri í hverjum leik og við erum að horfa þrjú ár fram í tímann og þessar stelpur munu klára leiki í framtíðinni. Við viljum að þessar íslensku stelpur taki ábyrgð, spili stór hlutverk og taki þessi stóru skot.“ Það voru töluverð forföll hjá Grindavík í kvöld, þrír lykilleikmenn í sóttkví og Alexandra Eva sem nýlega gekk til liðs við liðið með slitið krossband og leikur ekki meira með á tímabilinu. Bryndís vildi þó ekki gera of mikið úr þessum aðstæðum, það væru öll lið að eiga við svipaða hluti þetta tímabilið. „Þetta er bara eins og öll lið hafa verið að kljást við í vetur. Einhver með covid, einhver í sóttkví, einhver meiddur. Þetta er bara það sem maður þarf að takast á við en auðvitað munar um þær fjórar hér í dag en körfubolti er með 5 leikmenn inná í hvoru liði og við vorum átta hér í kvöld. Mér finnst samt leiðinleg þessi nýja regla hjá KKÍ að það sé ekki hægt að setja yngri flokka leikmenn á leikmannalistann eftir 31. janúar. Það hefði verið gaman að gefa þeim tækifæri að hita upp með okkur og fá smjörþefinn fyrir framtíðina, en svona eru reglurnar og við verðum bara að fara eftir þeim.“
Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 2. febrúar 2022 19:40 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 2. febrúar 2022 19:40
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum