Handbolti

Twitter eftir naumt tap Ís­lands: „Búinn að læra mjög mörg nöfn á nýjum ís­­lenskum hetjum“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Svekkelsið var mikið en strákarnir stóðu sig eins og hetjur.
Svekkelsið var mikið en strákarnir stóðu sig eins og hetjur. Sanjin Strukic/Getty Images

Ísland lauk leik á Evrópumóti karla í handbolta í dag með einkar súru eins marks tapi gegn Noregi í framlengdum leik. Hér að neðan má sjá það helsta sem gerðist á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð og eftir leik.

Eftir súrt tap gegn Króatíu í milliriðli og svo enn súrara tap Danmerkur gegn Frakklandi lék Ísland um 5. sæti Evrópumótsins. Mótherjar dagsisn voru Norðmenn og þó engin verðlaun væru í boði var til mikils að vinna.

Sigurvegari dagsins myndi tryggja sér farseðilinn á HM sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. Eftir að staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma fór það svo að Norðmenn unnu með minnsta mögulega mun og því var stemmningin frekar súr á Twitter að leik loknum.

Gaupi bjóst við grímulausri baráttu fyrir leik.

Twitter var ekkert yfir sig hrifið af Norðmönnum.

Íslenska liðið sýndi lipra takta á köflum.

Reglur í handbolta eru ekki fyrir alla.

Stundum er betra að geyma yfirlýsingarnar.

Ágúst Elí kom inn og vakti athygli.

Stressið gerði út af við mannskapinn.

Ekki í fyrsta sinn á þessu móti réðust úrslitin í blálok leiksins og enn á ný féllu hlutirnir ekki með strákunum okkar.


Tengdar fréttir

Guðmundur: Með ólíkindum hvað liðið hefur staðið sig stórkostlega

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, kvaðst afar stoltur af sínu liði eftir leikinn gegn Noregi um 5. sætið á EM í dag. Norðmenn unnu, 33-34, þökk sé flautumarki Haralds Reinkind og tryggðu sér þar með sæti á HM á næsta ári.

Fyrir­liðinn Ýmir Örn: Ég elska þessa stráka alveg út af lífinu

„Ég held bara að við höfum allir gefið allt sem við áttum í þetta mót. Hvað þá í dag. Þetta eru skrítnar tilfinningar,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, fyrirliði Íslands, eftir einkar súrt eins marks gegn Noregi tap um 5. sætið á EM í handbolta í dag.

Ómar Ingi: Er loksins að spila af eðli­legri getu þó það sé margt hægt að bæta

„Ég held það sé alveg tía. Þetta var bara svekkjandi í dag, við börðumst og gáfum allt en þetta voru bara smáatriði í lokin,“ sagði Ómar Ingi Magnússon – ein af hetjum Íslands á Evrópumótinu í handbolta – um hversu þreyttir menn væru á skalanum 1-10 eftir allt sem íslenska liðið hefur gengið í gegnum.

Bjarki Már: Bjart­sýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag

Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×