Fyrirliðinn Ýmir Örn: Ég elska þessa stráka alveg út af lífinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2022 17:00 Ýmir Örn Gíslason, fyrirliði íslenska landsliðsins. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary „Ég held bara að við höfum allir gefið allt sem við áttum í þetta mót. Hvað þá í dag. Þetta eru skrítnar tilfinningar,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, fyrirliði Íslands, eftir einkar súrt eins marks gegn Noregi tap um 5. sætið á EM í handbolta í dag. Ekki nóg með að leikurinn hafi verið upp á 5. sæti mótsins heldur gaf hann líka þátttökurétt á HM sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. „Árangurinn sem slíkur er góður en við erum – ég veit ekki hvort maður geti sagt að maður sér sáttur eftir svona tap eins og í dag. Hvað þá þegar við vorum með þetta í höndunum gegn Króötum, sá leikur situr í mér, því miður,“ sagði Ýmir Örn um frammistöðu íslenska liðsins á mótinu. „Ég elska þessa stráka alveg út af lífinu. Þetta er þvílíkur hópur sem við erum með, samstaðan er ótrúleg. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta fyrir utanaðkomandi aðilum. Það er einhver tilfinning og augnablik með okkur, mér líður mjög vel innan vallar sem utan. Við vitum hvað við erum að gera og höldum áfram með það sem virkar. Erfitt að útskýra þetta nánar, það er eitthvað með okkur,“ sagði tilfinningaríkur Ýmir Örn einnig að leik loknum. „Sú tilfinning er alveg æðisleg. Að fá að leiða þessa stráka út á völlinn er frábært, mikill heiður og líklega sá mesti heiður sem ég hef fengið þegar kemur að landsliðinu. Að fá að klæða sig í þessa treyju eru forréttindi og alls ekki sjálfsagður hlutur,“ sagði Ýmir Örn að endingu um tilfinninguna að bera fyrirliðaband Íslands í leik sem þessum. Klippa: Fyrirliðinn Ýmir Örn eftir naumt tap Íslands Handbolti EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Noregur 33-34 | Naumt tap eftir hetjulega frammistöðu Noregur vann Ísland, 33-34, í leiknum um 5. sætið á EM í handbolta karla í dag. Harald Reinkind skoraði sigurmark Norðmanna með síðasta kasti leiksins. Noregur tryggði sér ekki bara 5. sætið með sigrinum heldur einnig sæti á HM á næsta ári. 28. janúar 2022 17:20 Einkunnir á móti Noregi: Ómar Ingi og Elvar fá báðir hæstu einkunn Ómar Ingi Magnússon bauð upp á enn einn stórleikinn og að þessu sinni sýndi Elvar Örn Jónsson okkur líka hversu framtíð hans er björt í íslensku landsliðstreyjunni. 28. janúar 2022 17:25 Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. 28. janúar 2022 16:45 Guðmundur: Með ólíkindum hvað liðið hefur staðið sig stórkostlega Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, kvaðst afar stoltur af sínu liði eftir leikinn gegn Noregi um 5. sætið á EM í dag. Norðmenn unnu, 33-34, þökk sé flautumarki Haralds Reinkind og tryggðu sér þar með sæti á HM á næsta ári. 28. janúar 2022 17:05 Bjarki Már: Bjartsýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði. 28. janúar 2022 16:45 Ómar Ingi: Er loksins að spila af eðlilegri getu þó það sé margt hægt að bæta „Ég held það sé alveg tía. Þetta var bara svekkjandi í dag, við börðumst og gáfum allt en þetta voru bara smáatriði í lokin,“ sagði Ómar Ingi Magnússon – ein af hetjum Íslands á Evrópumótinu í handbolta – um hversu þreyttir menn væru á skalanum 1-10 eftir allt sem íslenska liðið hefur gengið í gegnum. 28. janúar 2022 17:15 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Ekki nóg með að leikurinn hafi verið upp á 5. sæti mótsins heldur gaf hann líka þátttökurétt á HM sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. „Árangurinn sem slíkur er góður en við erum – ég veit ekki hvort maður geti sagt að maður sér sáttur eftir svona tap eins og í dag. Hvað þá þegar við vorum með þetta í höndunum gegn Króötum, sá leikur situr í mér, því miður,“ sagði Ýmir Örn um frammistöðu íslenska liðsins á mótinu. „Ég elska þessa stráka alveg út af lífinu. Þetta er þvílíkur hópur sem við erum með, samstaðan er ótrúleg. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta fyrir utanaðkomandi aðilum. Það er einhver tilfinning og augnablik með okkur, mér líður mjög vel innan vallar sem utan. Við vitum hvað við erum að gera og höldum áfram með það sem virkar. Erfitt að útskýra þetta nánar, það er eitthvað með okkur,“ sagði tilfinningaríkur Ýmir Örn einnig að leik loknum. „Sú tilfinning er alveg æðisleg. Að fá að leiða þessa stráka út á völlinn er frábært, mikill heiður og líklega sá mesti heiður sem ég hef fengið þegar kemur að landsliðinu. Að fá að klæða sig í þessa treyju eru forréttindi og alls ekki sjálfsagður hlutur,“ sagði Ýmir Örn að endingu um tilfinninguna að bera fyrirliðaband Íslands í leik sem þessum. Klippa: Fyrirliðinn Ýmir Örn eftir naumt tap Íslands
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Noregur 33-34 | Naumt tap eftir hetjulega frammistöðu Noregur vann Ísland, 33-34, í leiknum um 5. sætið á EM í handbolta karla í dag. Harald Reinkind skoraði sigurmark Norðmanna með síðasta kasti leiksins. Noregur tryggði sér ekki bara 5. sætið með sigrinum heldur einnig sæti á HM á næsta ári. 28. janúar 2022 17:20 Einkunnir á móti Noregi: Ómar Ingi og Elvar fá báðir hæstu einkunn Ómar Ingi Magnússon bauð upp á enn einn stórleikinn og að þessu sinni sýndi Elvar Örn Jónsson okkur líka hversu framtíð hans er björt í íslensku landsliðstreyjunni. 28. janúar 2022 17:25 Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. 28. janúar 2022 16:45 Guðmundur: Með ólíkindum hvað liðið hefur staðið sig stórkostlega Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, kvaðst afar stoltur af sínu liði eftir leikinn gegn Noregi um 5. sætið á EM í dag. Norðmenn unnu, 33-34, þökk sé flautumarki Haralds Reinkind og tryggðu sér þar með sæti á HM á næsta ári. 28. janúar 2022 17:05 Bjarki Már: Bjartsýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði. 28. janúar 2022 16:45 Ómar Ingi: Er loksins að spila af eðlilegri getu þó það sé margt hægt að bæta „Ég held það sé alveg tía. Þetta var bara svekkjandi í dag, við börðumst og gáfum allt en þetta voru bara smáatriði í lokin,“ sagði Ómar Ingi Magnússon – ein af hetjum Íslands á Evrópumótinu í handbolta – um hversu þreyttir menn væru á skalanum 1-10 eftir allt sem íslenska liðið hefur gengið í gegnum. 28. janúar 2022 17:15 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Noregur 33-34 | Naumt tap eftir hetjulega frammistöðu Noregur vann Ísland, 33-34, í leiknum um 5. sætið á EM í handbolta karla í dag. Harald Reinkind skoraði sigurmark Norðmanna með síðasta kasti leiksins. Noregur tryggði sér ekki bara 5. sætið með sigrinum heldur einnig sæti á HM á næsta ári. 28. janúar 2022 17:20
Einkunnir á móti Noregi: Ómar Ingi og Elvar fá báðir hæstu einkunn Ómar Ingi Magnússon bauð upp á enn einn stórleikinn og að þessu sinni sýndi Elvar Örn Jónsson okkur líka hversu framtíð hans er björt í íslensku landsliðstreyjunni. 28. janúar 2022 17:25
Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. 28. janúar 2022 16:45
Guðmundur: Með ólíkindum hvað liðið hefur staðið sig stórkostlega Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, kvaðst afar stoltur af sínu liði eftir leikinn gegn Noregi um 5. sætið á EM í dag. Norðmenn unnu, 33-34, þökk sé flautumarki Haralds Reinkind og tryggðu sér þar með sæti á HM á næsta ári. 28. janúar 2022 17:05
Bjarki Már: Bjartsýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði. 28. janúar 2022 16:45
Ómar Ingi: Er loksins að spila af eðlilegri getu þó það sé margt hægt að bæta „Ég held það sé alveg tía. Þetta var bara svekkjandi í dag, við börðumst og gáfum allt en þetta voru bara smáatriði í lokin,“ sagði Ómar Ingi Magnússon – ein af hetjum Íslands á Evrópumótinu í handbolta – um hversu þreyttir menn væru á skalanum 1-10 eftir allt sem íslenska liðið hefur gengið í gegnum. 28. janúar 2022 17:15