Handbolti

Bjarki Már: Bjart­sýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Már Elísson í leik dagsins.
Bjarki Már Elísson í leik dagsins. Kolektiff Images/Getty Images

Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði.

„Ég er bara svekktur að hafa tapað þessum leik. Mér fannst við ekki koma nægilega vel stemmdir inn í leikinn, vorum ekki klárir og vorum í vandræðum með þá sóknarlega. Vorum lengi að stilla okkur af en komumst svo inn í leikinn, svekkjandi að hafa ekki getað klárað dæmið. Þetta hefði getað dottið báðum megin en svekkjandi að það datt ekki með okkur í dag,“ sagði Bjarki Már í viðtali beint eftir leik.

„Finnst við bara standa jafnfætis þessum liðum. Má ekki gleyma því sem við höfum gengið í gegnum á þessum móti, án þess þó að við séum að fara skýla okkur á bakvið það. Þetta var fáránlega erfitt, get ekki verið annað en stoltur af liðinu og horft björtum augum á framtíðina. Mér finnst þessi lið ekkert endilega betri en við stöðu fyrir stöðu. Þannig ég er bjartsýnn en mjög svekktur að hafa ekki unnið í dag,“ sagði Bjarki Már aðspurður hvernig Ísland stæði gagnvart liðum á borð við Danmörku, Svíþjóð og fleiri.

„Heilsan er bara mjög góð, ég nenni eiginlega ekki að tala um þetta. Ekki búinn að hugsa um annað í viku. Það er ekkert að mér,“ sagði Bjarki Már að endingu en hann var einn fjölmargra íslenskra leikmanna sem greindust með Covid-19 á mótinu.

Klippa: Bjarki Már súr og svektur eftir tap Íslands

Tengdar fréttir

Guðmundur: Með ólíkindum hvað liðið hefur staðið sig stórkostlega

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, kvaðst afar stoltur af sínu liði eftir leikinn gegn Noregi um 5. sætið á EM í dag. Norðmenn unnu, 33-34, þökk sé flautumarki Haralds Reinkind og tryggðu sér þar með sæti á HM á næsta ári.

Ómar Ingi: Er loksins að spila af eðli­legri getu þó það sé margt hægt að bæta

„Ég held það sé alveg tía. Þetta var bara svekkjandi í dag, við börðumst og gáfum allt en þetta voru bara smáatriði í lokin,“ sagði Ómar Ingi Magnússon – ein af hetjum Íslands á Evrópumótinu í handbolta – um hversu þreyttir menn væru á skalanum 1-10 eftir allt sem íslenska liðið hefur gengið í gegnum.

Elska þessa stráka alveg út af lífinu

„Ég held bara að við höfum allir gefið allt sem við áttum í þetta mót. Hvað þá í dag. Þetta eru skrítnar tilfinningar,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, fyrirliði Íslands, eftir einkar súrt eins marks gegn Noregi tap um 5. sætið á EM í handbolta í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.