Leikmenn og þjálfarar Dana fengu subbuleg skilaboð frá svekktum Íslendingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2022 14:29 Nokkrir reiðir stuðningsmenn Íslands fóru langt yfir strikið eftir tap Danmerkur fyrir Frakklandi. getty/Sanjin Strukic Leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust miður falleg skilaboð frá ósáttum Íslendingum eftir leik Danmerkur og Frakklands í gær. Danmörk tapaði leiknum með eins marks mun, 29-30, og fyrir vikið komst Ísland ekki í undanúrslit Evrópumótsins. Íslendingar voru margir hverjir ósáttir eftir leikinn og létu gamminn geysa á samfélagsmiðlum. Einhverjir gengu enn lengra og sendu leikmönnum og þjálfurum danska liðsins ógeðfelld skilaboð. Frederik G. Schmidt, fjölmiðlafulltrúi danska handknattleikssambandsins, greindi frá þessu á Twitter í dag. Hann segir ekkert til í því að danska liðið hafi tapað leiknum viljandi. „Ég er ekki hrifinn af sumum skilaboðum sem leikmönnum og þjálfarateyminu hafa borist eftir leikinn gegn Frakklandi í gærkvöldi. Nei, þeir töpuðu ekki viljandi. Og nei, maður á ekki skilið að deyja bara vegna þess að maður tapar handboltaleik,“ skrifaði Schmidt á Twitter. Jeg er slemt imponeret over nogle af de beskeder, der lander i spillernes og trænerteamets indbakker efter kampen mod Frankrig i aftes. Nej, de har ikke tabt med vilje. Og nej, man fortjener ikke at dø, blot fordi man har tabt en håndboldkamp. #hndbld #ehfeuro2022— Frederik G. Schmidt (@Frederik_GS) January 27, 2022 Það voru ekki bara leikmönnum og þjálfurum danska liðsins sem bárust subbuleg skilaboð eftir leikinn heldur einnig danska handboltamiðlaranum Rasmus Boysen. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum EM á morgun. Í hinum undanúrslitaleiknum eigast Frakkar og Svíar við. Íslendingar mæta hins vegar Norðmönnum í leiknum um 5. sætið. EM karla í handbolta 2022 Danmörk Tengdar fréttir Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. 27. janúar 2022 09:00 Þjálfari Dana: „Mjög svekktur að hafa tapað“ „Við vildum allir saman vinna leikinn, á því leikur ekki nokkur vafi,“ sagði Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, svekktur eftir 30-29 tapið gegn Frakklandi á EM í handbolta í gær. 27. janúar 2022 07:58 Ísland grátlega nærri undanúrslitunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst ekki áfram í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta. Þess í stað mun liðið leika um fimmta sæti mótsins á föstudaginn. 26. janúar 2022 21:03 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira
Danmörk tapaði leiknum með eins marks mun, 29-30, og fyrir vikið komst Ísland ekki í undanúrslit Evrópumótsins. Íslendingar voru margir hverjir ósáttir eftir leikinn og létu gamminn geysa á samfélagsmiðlum. Einhverjir gengu enn lengra og sendu leikmönnum og þjálfurum danska liðsins ógeðfelld skilaboð. Frederik G. Schmidt, fjölmiðlafulltrúi danska handknattleikssambandsins, greindi frá þessu á Twitter í dag. Hann segir ekkert til í því að danska liðið hafi tapað leiknum viljandi. „Ég er ekki hrifinn af sumum skilaboðum sem leikmönnum og þjálfarateyminu hafa borist eftir leikinn gegn Frakklandi í gærkvöldi. Nei, þeir töpuðu ekki viljandi. Og nei, maður á ekki skilið að deyja bara vegna þess að maður tapar handboltaleik,“ skrifaði Schmidt á Twitter. Jeg er slemt imponeret over nogle af de beskeder, der lander i spillernes og trænerteamets indbakker efter kampen mod Frankrig i aftes. Nej, de har ikke tabt med vilje. Og nej, man fortjener ikke at dø, blot fordi man har tabt en håndboldkamp. #hndbld #ehfeuro2022— Frederik G. Schmidt (@Frederik_GS) January 27, 2022 Það voru ekki bara leikmönnum og þjálfurum danska liðsins sem bárust subbuleg skilaboð eftir leikinn heldur einnig danska handboltamiðlaranum Rasmus Boysen. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum EM á morgun. Í hinum undanúrslitaleiknum eigast Frakkar og Svíar við. Íslendingar mæta hins vegar Norðmönnum í leiknum um 5. sætið.
EM karla í handbolta 2022 Danmörk Tengdar fréttir Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. 27. janúar 2022 09:00 Þjálfari Dana: „Mjög svekktur að hafa tapað“ „Við vildum allir saman vinna leikinn, á því leikur ekki nokkur vafi,“ sagði Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, svekktur eftir 30-29 tapið gegn Frakklandi á EM í handbolta í gær. 27. janúar 2022 07:58 Ísland grátlega nærri undanúrslitunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst ekki áfram í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta. Þess í stað mun liðið leika um fimmta sæti mótsins á föstudaginn. 26. janúar 2022 21:03 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira
Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30
Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. 27. janúar 2022 09:00
Þjálfari Dana: „Mjög svekktur að hafa tapað“ „Við vildum allir saman vinna leikinn, á því leikur ekki nokkur vafi,“ sagði Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, svekktur eftir 30-29 tapið gegn Frakklandi á EM í handbolta í gær. 27. janúar 2022 07:58
Ísland grátlega nærri undanúrslitunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst ekki áfram í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta. Þess í stað mun liðið leika um fimmta sæti mótsins á föstudaginn. 26. janúar 2022 21:03
Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45