Körfubolti

Lög­mál leiksins: „Hann er í NBA-deildinni því hann er fá­viti“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alex Caruso er úlnliðsbrotinn eftir brot Grayson Allen.
Alex Caruso er úlnliðsbrotinn eftir brot Grayson Allen. Twitter/Sportscenter

Farið var yfir fólskulegt brot Grayson Allen á Alex Caruso í leik Milwaukee Bucks og Chicago Bulls á dögunum í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins, þætti sem sérhæfir sig í NBA-deildinni í körfubolta. Þátturinn verður sýndur klukkan 21.40 í kvöld á Stöð 2 Sport 2.

Kjartan Atli Kjartansson stýrir þættinum en að þessu sinni voru það BLE-bræður Tómas Steindórsson og Sigurður Orri Kjartansson sem voru honum til halds og trausts ásamt Herði Unnsteinssyni, þjálfara kvennaliðs KR.

Grayson Allen fékk eins leiks bann fyrir brotið en Kjartan Atli spurði Tómas hvort Allen ætti að fá lengra bann eða einfaldlega að sleppa algjörlega við bannið.

„Mér finnst þetta verðskulda bann af því hann rífur í hann og fylgir því eftir með hægri hendinni til að lemja hann niður þannig. Það var mikill ásetningur,“ sagði Tómas um brotið en Caruso verður frá í 6-8 vikur með brotinn úlnlið eins og Vísir greindi frá.

Þó þeir hafi verið sammála um að Allen verðskuldi ekki lengra bann þá er ljóst að hann er ekki í miklum metum hjá sérfræðingum þáttarins.

„Hann er ekki með orðsporið með sér,“ skaut Kjartan Atli inn í.

„Þetta er Grayson Allen, hann er í NBA-deildinni því hann er fáviti,“ sagði Sigurður Orri áður en Tómas skaut inn í „hann er annálaður fáviti sko.“

„Leikmenn Bucks eru allir rosalega góðir en hann er vondur, það þarf líka. Ég fagna því að menn séu smá „dicks“ en þetta er of mikið,“ sagði Sigurður Orri að endingu.

Umræðuna sem og brotið sjálft má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Lögmál leiksins: Hann er í NBA-deildinni því hann er fáviti

Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×