Körfubolti

Lykilmaður Chicago Bulls lengi frá eftir ósvífna villu

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Alex Caruso er einn besti varnarmaður Chicago Bulls
Alex Caruso er einn besti varnarmaður Chicago Bulls EPA-EFE/CJ GUNTHER

Alex Caruso, leikmaður Chicago Bulls í NBA deildinni, er með brotinn úlnlið og verður mögulega lengi frá eftir að röntgenmyndir staðfestu brotið í dag.

Caruso varð fyrir meiðslunum eftir fólskulegt brot Grayson Allen í leik Bulls gegn Milwaukee Bucks á föstudagskvöld. Caruso var þá á leið að körfunni og Allen bókstaflega togaði hann niður úr loftinu.

Leikmaðurinn lenti illa á hægri höndinni. Nú er komið í ljós að úlnliðurinn er brotinn og næst a dagskrá er skurðaðgerð til þess að laga höndina. Þess má geta að Caruso er rétthentur og gætu meiðsli sem þessi hamlað honum í framtíðinni. Talið er að hann verði frá keppni í að minnsta kosti sex til átta vikur.

Caruso er einn besti varnarmaðurinn liðsins og hefur verið lykilmaður í Chicago liðinu sem hefur komið á óvart í NBA deildinni í vetur. Hér að neðan má sjá brotið:

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.