Skýrsla Henrys: Eitt stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2022 20:46 Strákarnir okkar fagna ógurlega eftir leik í kvöld. vísir/getty Við skulum bara viðurkenna það. Við áttum öll von á franskri flengingu í kvöld. Skiljanlega reyndar miðað við áföllin hjá strákunum okkar. Lærdómur kvöldsins er að afskrifa ALDREI strákana okkar. Sama hver spilar. Það eru átta lykilleikmenn fjarverandi. Það á eiginlega ekki að vera hægt að vinna Ólympíumeistara Frakka með þennan leikmannahóp. En svona eru íþróttirnar yndislegar. Á endanum fengu Frakkarnir flengingu. Þá stærstu í EM-sögu þeirra. Þetta er án nokkurs vafa eitt stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar! Þetta leikplan sem Guðmundur Guðmundsson hefur sett upp er ótrúlegt og verður líklega geymt á safni í framtíðinni. Það er alveg sama hver spilar. Allir blómstra. Ég er nánast farinn að trúa því að það myndi ganga upp með mig á vellinum. Þetta er það skothelt plan. Hver er þessi Ómar Ingi? sagði fólk og gerði grín að vali á íþróttamanni ársins um áramótin. Í kvöld vita allir hver hann er og af hverju hann var verðskuldað kjörinn íþróttamaður ársins. Fyrstu 30 mínútur leiksins hjá honum voru einhverjar bestu 30 mínútur landsliðsmanns frá upphafi. Átta mörk, þrjár stoðsendingar og gerði látlaust grín að stórkostlegum varnarmönnum Frakka sem vissu ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga. Drengurinn er algjörlega ótrúlegur. Þetta var svo sannarlega kvöld örvhentra því Viggó Kristjánsson var einnig stórkostlegur. Tók seinni hálfleikinn yfir og fullkomnaði niðurlægingu Frakka er hann „greiddi“ franska markverðinum. Unun á að horfa. Svo fæddist stjarna í líki Viktors Gísla Hallgrímssonar. Eftir að hafa ekki getað neitt gegn Dönum mætti hann á dúkinn í kvöld og át Frakkana. 43 prósent varsla og þvílíkir boltar. Þetta er alvöru karakter. Talandi um karaktera. Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson er algjörlega dásamlegur. Mætti bara og skilaði níu stoppum, tveimur stolnum, einu vörðu skoti og fjórum skoruðum mörkum á milli þess sem hann pirraði Frakkana látlaust. Það er svo gaman að sjá pirraða Frakka. Þvílíkur meistari. Frábær með Ými í vörninni og mikið djöfull held ég að það sé leiðinlegt að spila á móti þeim. Í dag eru nákvæmlega 15 ár frá líklega best spilaða leik landsliðsins frá upphafi. Hann var gegn Frökkum í Bördelandhalle í Magdeburg. Þar var allt undir og Ísland brilleraði. Ég var í Magdeburg þetta fræga kvöld árið 2007 og það var ógleymanleg stund. Þar var öll höllin að styðja Ísland þar sem Alfreð Gíslason er kóngurinn i borginni og þeir Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason höfðu allir spilað með liðinu. Í Búdapest í kvöld gerðist svipaður hlutur því áhorfendur gátu ekki annað en dáðst að íslenska liðinu og hvatt það. Við eyðilögðum veislu Ungverjanna en meira að segja þeir hvöttu íslenska liðið til dáða. Íslensku áhorfendurnir voru frábærir, þó fáir séu eftir, og náðu höllinni með sér. Það var ítrekuð gæsahúð að sitja þarna og fylgjast með stemningunni sem var öll með Íslandi. Þetta kvöld í Búdapest er eitt af þessum handboltakvöldum sem íslenska þjóðin mun aldrei gleyma. Rétt eins og leiknum 2007 og leiknum við Spánverja á ÓL 2008. Í kvöld var skrifaður stór og merkur kafli í íslenska handboltasögu. Það voru forréttindi að verða að vitni að þessu. Þarf Icelandair ekki að athuga að henda í aðra Covid-ferð á EM? Það er nefnilega eitthvað í loftinu. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Það eru átta lykilleikmenn fjarverandi. Það á eiginlega ekki að vera hægt að vinna Ólympíumeistara Frakka með þennan leikmannahóp. En svona eru íþróttirnar yndislegar. Á endanum fengu Frakkarnir flengingu. Þá stærstu í EM-sögu þeirra. Þetta er án nokkurs vafa eitt stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar! Þetta leikplan sem Guðmundur Guðmundsson hefur sett upp er ótrúlegt og verður líklega geymt á safni í framtíðinni. Það er alveg sama hver spilar. Allir blómstra. Ég er nánast farinn að trúa því að það myndi ganga upp með mig á vellinum. Þetta er það skothelt plan. Hver er þessi Ómar Ingi? sagði fólk og gerði grín að vali á íþróttamanni ársins um áramótin. Í kvöld vita allir hver hann er og af hverju hann var verðskuldað kjörinn íþróttamaður ársins. Fyrstu 30 mínútur leiksins hjá honum voru einhverjar bestu 30 mínútur landsliðsmanns frá upphafi. Átta mörk, þrjár stoðsendingar og gerði látlaust grín að stórkostlegum varnarmönnum Frakka sem vissu ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga. Drengurinn er algjörlega ótrúlegur. Þetta var svo sannarlega kvöld örvhentra því Viggó Kristjánsson var einnig stórkostlegur. Tók seinni hálfleikinn yfir og fullkomnaði niðurlægingu Frakka er hann „greiddi“ franska markverðinum. Unun á að horfa. Svo fæddist stjarna í líki Viktors Gísla Hallgrímssonar. Eftir að hafa ekki getað neitt gegn Dönum mætti hann á dúkinn í kvöld og át Frakkana. 43 prósent varsla og þvílíkir boltar. Þetta er alvöru karakter. Talandi um karaktera. Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson er algjörlega dásamlegur. Mætti bara og skilaði níu stoppum, tveimur stolnum, einu vörðu skoti og fjórum skoruðum mörkum á milli þess sem hann pirraði Frakkana látlaust. Það er svo gaman að sjá pirraða Frakka. Þvílíkur meistari. Frábær með Ými í vörninni og mikið djöfull held ég að það sé leiðinlegt að spila á móti þeim. Í dag eru nákvæmlega 15 ár frá líklega best spilaða leik landsliðsins frá upphafi. Hann var gegn Frökkum í Bördelandhalle í Magdeburg. Þar var allt undir og Ísland brilleraði. Ég var í Magdeburg þetta fræga kvöld árið 2007 og það var ógleymanleg stund. Þar var öll höllin að styðja Ísland þar sem Alfreð Gíslason er kóngurinn i borginni og þeir Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason höfðu allir spilað með liðinu. Í Búdapest í kvöld gerðist svipaður hlutur því áhorfendur gátu ekki annað en dáðst að íslenska liðinu og hvatt það. Við eyðilögðum veislu Ungverjanna en meira að segja þeir hvöttu íslenska liðið til dáða. Íslensku áhorfendurnir voru frábærir, þó fáir séu eftir, og náðu höllinni með sér. Það var ítrekuð gæsahúð að sitja þarna og fylgjast með stemningunni sem var öll með Íslandi. Þetta kvöld í Búdapest er eitt af þessum handboltakvöldum sem íslenska þjóðin mun aldrei gleyma. Rétt eins og leiknum 2007 og leiknum við Spánverja á ÓL 2008. Í kvöld var skrifaður stór og merkur kafli í íslenska handboltasögu. Það voru forréttindi að verða að vitni að þessu. Þarf Icelandair ekki að athuga að henda í aðra Covid-ferð á EM? Það er nefnilega eitthvað í loftinu.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira