Handbolti

Ómar Ingi: Vorum alvöru lið í kvöld

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu
Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu

Ómar Ingi Magnússon var stórkostlegur í leiknum í kvöld og skoraði tíu mörk. Hann var alger lykilmaður í að smíða forystuna í fyrri hálfleik. Hann mæti í viðtal eftir leikinn en varaði við því að fljúga of hátt.

„Þetta var ólýsanlegt. Allir stigu upp og við vorum alvöru lið í kvöld. Viktor frábær í markinu og bara ólýsanleg tilfinning“, sagði Ómar eftir leikinn.

Klippa: Ómar Ingi eftir að hafa rúllað yfir Frakka

Hann varaði þó við því að fljúga of hátt og sagði að liðið þyrfti að koma sér niður á jörðina fyrir næsta leik, hann væri þó ekki að stressa sig á leikjálagi.

„Við töluðum um að við þyrftum að halda möguleikanum á lífi fyrir undanúrslitin og þó það sé langt í það þá þurfum við að koma okkur niður á jörðina og mæta í næsta leik. En ég er bara fínn. Þetta er stórmót og það er hluti af þessu að vera aumur hér og þar. Maður er vanur þessu í Þýskalandi að vera í keyrslu. Ég vil spila og þá er ég ánægður“.

Aðspurður hvort þetta hafi verið einn af hans bestu leikjum á ferlinum þá sagðist hann hreinlega ekki vita það.

„Ég man voða lítið eftir leiknum núna en ég veit það ekki. Kannski. En við vorum allir geggjaðir. Við þurfum bara að halda áfram og mæta klárir í næsta“, sagði Ómar Ingi að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.