Handbolti

Janus Daði og Arnar Freyr nýjustu fórnarlömb veirunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Janus Daði í leik gegn Hollendingum á EM.
Janus Daði í leik gegn Hollendingum á EM. vísir/epa

Enn syrtir í álinn hjá strákunum okkar en enn eitt smitið kom upp í hópnum í dag.

Að þessu sinni voru það Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson sem veiran náði. Það hafa því alls átta leikmenn liðsins smitast af Covid á mótinu.

Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Gísli Þorgeir Kristjánsson höfðu áður smitast sem og Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari.

Ísland mætir því með enn vængbrotnara lið í leikinn gegn Frökkum og þarf ekkert að fjölyrða um áfallið að missa Janus sem hefur spilað frábærlega. Arnar Freyr var einnig að komast í gang í síðasta leik.

Báðir féllu þeir á hraðprófi og er beðið eftir staðfestu smiti á PCR-prófi.


Tengdar fréttir

Janus: Megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að vera hérna

„Heilsan er bara góð og við höfum farið yfir Danaleikinn og við getum aðeins nagað okkur í handarbökin að hafa ekki gert betur,“ sagði Janus Daði Smárason sem var frábær gegn Dönum og ætlar að halda uppteknum hætti gegn Frökkum í dag.

Erlingur með veiruna

Erlingur Richardsson, þjálfari hollenska landsliðsins í handbolta, hefur greinst með kórónuveiruna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.