Handbolti

Janus: Megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að vera hérna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Janus Daði hefur átt frábærar innkomur á EM.
Janus Daði hefur átt frábærar innkomur á EM. vísir/getty

„Heilsan er bara góð og við höfum farið yfir Danaleikinn og við getum aðeins nagað okkur í handarbökin að hafa ekki gert betur,“ sagði Janus Daði Smárason sem var frábær gegn Dönum og ætlar að halda uppteknum hætti gegn Frökkum í dag.

„Þeir hafa sýnt það síðustu 20 ár hvað þeir eru flottir. Það eru öll lið góð á þessu móti og við mætum vel undirbúnir,“ segir Janus Daði en hvernig er andrúmsloftið eiginlega í hópnum eftir öll þessi áföll?

„Ég myndi ekki segja að hún sé súr en þetta er svolítið súrrealískt stundum. Svona er leikurinn bara og mér finnst andinn enn góður. Við megum ekki því sem sjálfsögðum hlut að vera hérna og kvarta yfir hinu og þessu.

„Við eigum að njóta þess að fá að vera enn í treyjunni og fara inn á völlinn til að gera það sem okkur finnst skemmtilegast.“

Klippa: Janus Daði bratturFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.