Handbolti

Erlingur með veiruna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Erlingur Richardsson greindist í dag með kórónuveiruna.
Erlingur Richardsson greindist í dag með kórónuveiruna. EPA-EFE/MACIEJ KULCZYNSKI

Erlingur Richardsson, þjálfari hollenska landsliðsins í handbolta, hefur greinst með kórónuveiruna.

Erlingur verður því ekki á hliðarlínunni í þeim leikjum Hollands sem eftir eru í milliriðilinum, en liðið mætir Svartfjallalandi í dag. Þá á liðið einnig eftir að leika gegn Danmörku og Króatíu.

Hollendingar fylgdu íslenska liðinu upp úr B-riðili, en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Holland kemst í milliriðil á Evrópumóti í handbolta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.