Handbolti

Einar Örn smitaður og lýsir næstu leikjum af hótelherberginu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson hefur lýst leikjum við góðan orðstír. Hann hyggst færa starfsstöð sína inn á hótelherbergi greinist hann jákvæður á PCR-prófi.
Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson hefur lýst leikjum við góðan orðstír. Hann hyggst færa starfsstöð sína inn á hótelherbergi greinist hann jákvæður á PCR-prófi. RÚV

Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson er líklega kominn í hóp covid-smitaðra í Ungverjalandi en hann greindist jákvæður á hraðprófi í morgun. Hann spyr þó að leikslokum og segir að talsvert sé um að hraðprófin gefi falskar niðurstöður.

„Ég er bara að fara í PCR-próf núna og svo kemur þetta í ljós,“ segir Einar Örn í samtali við Vísi. 

Smituðum fjölgar ört í íslenska hópnum. Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, greindist jákvæður á hraðprófi í dag en hann bíður sömuleiðis eftir niðurstöðu úr PCR prófi. Sex íslenskir landsliðsmenn hafa greinst smitaðir síðustu daga auk leikmanna annarra þjóða.

Aðspurður segist Einar Örn ekki kenna sér meins. Hans sé hins vegar raddlaus sem hann telur þó frekar skýrast af mikilli raddbeitingu í lýsingu sinni á leik Íslands og Danmerkur í gær. Þá vill hann bíða með hvers kyns yfirlýsingar að svo stöddu og bindur vonir við að hafa fengið falskar niðurstöður úr hraðprófinu. Hvað lýsingar hans varðar, muni það ekki koma að sök – hann muni einfaldlega færa starfsstöð sína inn á hótelherbergi og lýsa leikjunum þaðan.

Þeir sem þegar hafa smitast af Covid19 eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Má Elísson og Gísli Þorgeir Kristjánsson.

Í dag koma þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson til móts við liðið og líklega þarf að hringja í fleiri ljósi stöðunnar.

Uppfært klukkan 16:00

Einar Örn hefur fengið jákvæða niðurstöðu úr PCR-prófinu.


Tengdar fréttir

„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“

Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.